Öllu hent inn á völlinn, meira að segja gulu sinnepi og golfbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 15:00 Stuðningsfólk Tennessee skólaliðsins var mjög ósátt í lok leiks. Getty/Kevin Langley Allt varð vitlaust á háskólafótboltaleik í Tennessee um helgina og það varð að gera tuttugu mínútna hlé áður en liðin gátu klárað síðustu 54 sekúndur leiksins. Lið University of Mississippi eða Ole Miss eins og það er oftast kallað vann dramatískan 31-26 sigur á heimamönnum í University of Tennessee. Í lokin var Tennessee liðið að reyna að skora sigursnertimarkið þegar dómarar leiksins dæmdu að leikmaður liðsins hafi ekki komist nógu langt á fjórðu tilraun og lokasókninni væri lokið. Myndbandadómarar fóru yfir ákvörðunina og hún stóð. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Stuðningsmenn Tennessee voru svo ósáttir með dómara leiksins að þau létu öllu rigna yfir leikinn og þá er ég að tala um öllu sem þau komust yfir. Bjórdósir og vatnsflöskur voru auðvitað í miklum meirihluta en það voru líka hlutir eins og pizzakassar, sinnep flöskur og þjálfari heimaliðsins fékk einnig golfkúlu í sig. The Ole Miss-Tennessee game was delayed because of fans throwing objects at Ole Miss players. pic.twitter.com/VXAenOy1Ty— Bleacher Report (@BleacherReport) October 17, 2021 „Þetta var leikur mikilla tilfinninga og stuðningsfólkið er tilfinningasamt en þú býst samt aldrei við svona að það komi hlutir fljúgandi úr stúkunni,“ sagði Lane Kiffin, þjálfari Tennessee, sem fékk golfkúluna í sig. Öryggisverðir á vellinum reyndu að koma leikmönnum og starfsliði Ole Miss í skjól sem fyrst. Svo hneyksluð var skólameistari University of Tennessee að hún sagðist ætla að hringja í skólameistara Ole Miss morguninn eftir og biðjast innilega afsökunar á framkomu sinna nemanda. „Neyland leikvangurinn hefur alltaf verið staður fyrir fjölskyldufólk og við munum halda því þannig,“ sagði Donde Plowman, skólameistari University of Tennessee. A+ cinematography from @SECNetwork pic.twitter.com/rY4Mk1iAU9— Yahoo Sports College Football (@YahooSportsCFB) October 17, 2021 NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Lið University of Mississippi eða Ole Miss eins og það er oftast kallað vann dramatískan 31-26 sigur á heimamönnum í University of Tennessee. Í lokin var Tennessee liðið að reyna að skora sigursnertimarkið þegar dómarar leiksins dæmdu að leikmaður liðsins hafi ekki komist nógu langt á fjórðu tilraun og lokasókninni væri lokið. Myndbandadómarar fóru yfir ákvörðunina og hún stóð. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Stuðningsmenn Tennessee voru svo ósáttir með dómara leiksins að þau létu öllu rigna yfir leikinn og þá er ég að tala um öllu sem þau komust yfir. Bjórdósir og vatnsflöskur voru auðvitað í miklum meirihluta en það voru líka hlutir eins og pizzakassar, sinnep flöskur og þjálfari heimaliðsins fékk einnig golfkúlu í sig. The Ole Miss-Tennessee game was delayed because of fans throwing objects at Ole Miss players. pic.twitter.com/VXAenOy1Ty— Bleacher Report (@BleacherReport) October 17, 2021 „Þetta var leikur mikilla tilfinninga og stuðningsfólkið er tilfinningasamt en þú býst samt aldrei við svona að það komi hlutir fljúgandi úr stúkunni,“ sagði Lane Kiffin, þjálfari Tennessee, sem fékk golfkúluna í sig. Öryggisverðir á vellinum reyndu að koma leikmönnum og starfsliði Ole Miss í skjól sem fyrst. Svo hneyksluð var skólameistari University of Tennessee að hún sagðist ætla að hringja í skólameistara Ole Miss morguninn eftir og biðjast innilega afsökunar á framkomu sinna nemanda. „Neyland leikvangurinn hefur alltaf verið staður fyrir fjölskyldufólk og við munum halda því þannig,“ sagði Donde Plowman, skólameistari University of Tennessee. A+ cinematography from @SECNetwork pic.twitter.com/rY4Mk1iAU9— Yahoo Sports College Football (@YahooSportsCFB) October 17, 2021
NFL Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira