Krefjast milljarða í lausnargjald fyrir bandarísku trúboðana Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 13:37 Hörð mótmæli brutust út á Haítí í gær í kjölfar mannránana þar um helgina. Mótmælendur eru ósáttir við að búa við slíkt öryggisleysi. AP/Joseph Odelyn Glæpagengi sem rændi sautján bandarískum trúboðum á Haítí um helgina krefst milljónar dollara í lausnargjald fyrir hvern og einn þeirra, samtals jafnvirði tæplega 2,2 milljarða íslenskra króna. Dómsmálaráðherra Haítí greindi frá kröfu glæpagengisins 400 Mazowo í dag. Gengið er alræmt fyrir mannrán og að krefjast lausnargjalds fyrir gísla. Gengið rændi hópi kaþólskra presta í apríl. Þeim var sleppt á endanum en ekki er ljóst hvort að lausnargjald var greitt fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Sextán trúboðanna eru bandarískir ríkisborgarar en einn er kanadískur. Í hópnum eru fimm karlar, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er sagt tveggja ára gamalt. Fólkið er á vegum kristilegra hjálparsamtaka frá Ohio í Bandaríkjunum sem veitir börnum á Haítí húsaskjól, mat og föt. Fólkinu var rænt þegar það kom úr heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier, austur af höfuðborginni Port-au-Prince, á laugardag. Gengið ræður því sem það vill ráða á þeim slóðum. Hvíta húsið sagði í gær að utanríkisráðuneytið og alríkislögreglan ynnu með yfirvöldum á Haítí að lausn málsins. Glundroði hefur ríkt á Haítí undanfarin misseri. Forseti landsins var ráðinn af dögum í sumar og fleiri en 2.200 manns fórust í stórum jarðskjálfta í ágúst. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær. 17. október 2021 07:38 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Dómsmálaráðherra Haítí greindi frá kröfu glæpagengisins 400 Mazowo í dag. Gengið er alræmt fyrir mannrán og að krefjast lausnargjalds fyrir gísla. Gengið rændi hópi kaþólskra presta í apríl. Þeim var sleppt á endanum en ekki er ljóst hvort að lausnargjald var greitt fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Sextán trúboðanna eru bandarískir ríkisborgarar en einn er kanadískur. Í hópnum eru fimm karlar, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er sagt tveggja ára gamalt. Fólkið er á vegum kristilegra hjálparsamtaka frá Ohio í Bandaríkjunum sem veitir börnum á Haítí húsaskjól, mat og föt. Fólkinu var rænt þegar það kom úr heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier, austur af höfuðborginni Port-au-Prince, á laugardag. Gengið ræður því sem það vill ráða á þeim slóðum. Hvíta húsið sagði í gær að utanríkisráðuneytið og alríkislögreglan ynnu með yfirvöldum á Haítí að lausn málsins. Glundroði hefur ríkt á Haítí undanfarin misseri. Forseti landsins var ráðinn af dögum í sumar og fleiri en 2.200 manns fórust í stórum jarðskjálfta í ágúst.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær. 17. október 2021 07:38 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær. 17. október 2021 07:38