Veruleg, skaðleg áhrif loftslagsbreytinga Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 20. október 2021 09:00 Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Manneskjur hafa áhrif á jörðina og jörðin svo áhrif á manneskjurnar. Áhrifin á manneskjur birtast þó ekki með jöfnum hætti en áframhaldandi útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og ófullnægjandi viðbrögð við loftslagsvánni bitna verr á því fólki sem þegar er í viðkvæmri stöðu. Nýlega staðfesti Human Rights Council að rétturinn til heilnæms, hreins og sjálfbærs umhverfis séu mannréttindi. Aðeins nokkrum dögum síðar komst barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna að því að þrátt fyrir að hlýnun jarðar orsakist í eðli sínu af samverkandi og uppsöfnuðum þáttum, beri ríki engu að síður sjálfstæða ábyrgð á þeim skaða sem útblástur gróðurhúsalofttegunda innan landamæra þeirra kann að valda börnum, hvort sem börnin eru fædd innan landamæra ríkisins eða ekki. Einstök ríki hafa stjórn á kolefnisútblæstri innan sinna landamæra með lagasetningu og reglugerðum. Þessi útblástur hefur svo áhrif út fyrir landamærin og eru skaðleg áhrif hans löngu fyrirsjáanleg og studd vísindalegum gögnum. Barnaréttarnefndin komst að því að að börnin höfðu sýnt fram á að hafa orðið persónulega fyrir verulega skaðlegum áhrifum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í ár var okkur kynnt skýrslan “Our Common Agenda” sem er til þess gerð að koma ríkjum nær því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einn liður í því er að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og viðurkenna réttinn til heilnæms umhverfis. Ákallinu um yfirlýst neyðarástand vegna loftslagsvárinnar hefur lengi verið haldið á lofti hér á landi, en því hefur ekki verið svarað. Hve lengi munu ríki geta gengið skemur en nauðsynlegt er til að bregðast við loftslagsvánni? Hve lengi geta ríki heimsins unnið þvert á vísindalega þekkingu? Aðgerðarleysi stjórnmálafólks í dag er byrði sem leggst á herðar komandi kynslóða. Sífellt fleiri einstaklingar leita réttlætis með mannréttindin að vopni. Þróun síðustu vikna á stærsta sameiginlega vettvangi mannréttinda heimsins, Sameinuðu þjóðunum, kann að gefa ungu fólki og börnum einhverja von um réttlæti. Framtíð ungs fólks er undir því komið að þjóðir bregðist af meiri þunga við loftslagsvandanum. Loftslagsmálin eru samofin þeirra mannréttindum og því mun ungt fólk fylgjast vel með og láta til sín taka. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda//UN Youth Delegate on Human Rights.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun