Rúnar blæs á tal um miðlungsframherja: Bæta sig við að fara í betra lið Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 16:01 Sigurður Bjartur Hallsson, Aron Snær Friðriksson og Stefan Alexander Ljubicic eru orðnir leikmenn KR. VÍSIR/VILHELM „Við erum að stækka hópinn og á sama tíma erum við að yngja upp og horfa til framtíðar,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta. Félagið hefur fengið þrjá nýja leikmenn eftir síðasta tímabil. Framherjarnir Stefan Alexander Ljubicic og Sigurður Bjartur Hallsson eru mættir í Vesturbæinn. Stefan skoraði sex mörk fyrir HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og Sigurður 17 mörk fyrir Grindavík í Lengjudeildinni. Rúnar er alls ekki sammála því að KR, sem endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, sé með þessu að sækja sér „miðlungsframherja“: „Það er nú ekki fallega sagt ef menn hugsa þannig. Við erum að taka leikmann sem skoraði 17 mörk í fyrstu deildinni og er efnilegur. Þó að hann sé 22 ára þá er þetta leikmaður sem við viljum gefa séns í efstu deild og sjá hvort hann geti skorað mörk þar líka. Stefan er búinn að vera erlendis í Brighton, kominn heim aftur og búinn að vera í HK í tvö ár. Hann skoraði sex mörk í sumar í liði sem að féll og er ekki sérstaklega mikið í sóknarleik eða að búa til færi. Hjá liði eins og KR, sem getur búið til fleiri fyrirgjafir fyrir stóran senter, þá ætti hann að geta skorað jafnmörg mörk eða fleiri. Leikmenn bæta sig yfirleitt við að fara í örlítið betra lið og við væntum þess að geta gert þá báða að betri leikmönnum, sem og Aron,“ segir Rúnar en KR hafði áður kynnt til sögunnar markvörðinn Aron Snæ Friðriksson sem kom frá Fylki. Klippa: KR kynnti nýja leikmenn Einn af nýju mönnunum er Stefan Alexander Ljubicic. Þessi stóri og sterki framherji hóf ferilinn hjá Keflavík en fór ungur til Brighton og varði þremur árum hjá enska félaginu. Hann kom svo til Grindavíkur 2019 og þaðan til HK ári síðar en stefnir á að komast í atvinnumennsku. Segir leikstíl KR henta sér betur „Ég ætla bara að sýna mig og gera mitt besta [fyrir KR]. Markmiðið er að komast út og vonandi gerist það á næstu árum, en nú hugsa ég um að standa mig með KR og í Evrópukeppni,“ segir Stefan sem vonast til að skora fleiri mörk í betra liði næsta sumar: „KR er stórt lið, með góða leikmenn, og spilar meira fyrir minn stíl. Bakverðirnir fara hátt upp og senda boltann fyrir markið, og ég er stór svo það er draumur fyrir senter að fá þessa hjálp frá bakvörðum. Ég er mjög spenntur og get bara ekki beðið. Ég er búinn að vera í HK og Grindavík, liðum í hópi sex neðstu, og mér finnst að eftir það sem ég sýndi í sumar eigi ég skilið að vera í liði í hópi sex efstu. Ég fíla samkeppnina og að vera hjá liði sem vill vinna,“ segir Stefan. Mun fleiri leikir kalla á stærri hóp Stefan og Sigurður eru 22 ára og Aron 24 ára, svo þeir þrír lækka meðalaldurinn í KR-liðinu. Rúnar segir það jafnframt mikilvægt að fá inn leikmenn til að stækka hópinn þar sem nú er ljóst að KR spilar í forkeppni Sambandsdeildarinnar auk þess sem til stendur að fjölga leikjum í efstu deild um fimm umferðir á næsta ári. „Við fáum til okkar mjög efnilega leikmenn sem eru líka með reynslu úr Pepsi-deildinni. Aron og Stefan hafa spilað mikið þar, og Sigurður hefur spilað vel fyrir Grindavík í fyrstu deildinni. Við erum að yngja upp en sjáum líka fram á mun fleiri leiki á næsta tímabili en verið hefur, þar sem að deildin verður hugsanlega spiluð með úrslitakeppni og við verðum í Evrópukeppni. Leikjum mun því fjölga töluvert,“ segir Rúnar. KR varð síðast Íslandsmeistari 2019 en það er eini titill félagsins frá árinu 2014 þegar Rúnar skildi við liðið sem bikarmeistara til að reyna fyrir sér erlendis. „Það er enginn ánægður í Vesturbænum ef við vinnum ekki titla,“ segir Rúnar. „Það eru allir að leggja mikið af mörkum til að bæta sín félög og fótboltinn á Íslandi hefur batnað. Það eru fleiri góð lið að berjast um titla. Samkeppnin er að aukast. Fyrir 10-15 árum voru oft bara tvö lið sem menn töldu geta unnið mótið en nú eru það 5-6 lið. Samkeppnin er hörð og við þurfum þess vegna aðeins að bæta í; auka samkeppnina, fjölga leikmönnum og vera samkeppnishæfari en í sumar og í fyrra,“ segir Rúnar. KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Framherjarnir Stefan Alexander Ljubicic og Sigurður Bjartur Hallsson eru mættir í Vesturbæinn. Stefan skoraði sex mörk fyrir HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og Sigurður 17 mörk fyrir Grindavík í Lengjudeildinni. Rúnar er alls ekki sammála því að KR, sem endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, sé með þessu að sækja sér „miðlungsframherja“: „Það er nú ekki fallega sagt ef menn hugsa þannig. Við erum að taka leikmann sem skoraði 17 mörk í fyrstu deildinni og er efnilegur. Þó að hann sé 22 ára þá er þetta leikmaður sem við viljum gefa séns í efstu deild og sjá hvort hann geti skorað mörk þar líka. Stefan er búinn að vera erlendis í Brighton, kominn heim aftur og búinn að vera í HK í tvö ár. Hann skoraði sex mörk í sumar í liði sem að féll og er ekki sérstaklega mikið í sóknarleik eða að búa til færi. Hjá liði eins og KR, sem getur búið til fleiri fyrirgjafir fyrir stóran senter, þá ætti hann að geta skorað jafnmörg mörk eða fleiri. Leikmenn bæta sig yfirleitt við að fara í örlítið betra lið og við væntum þess að geta gert þá báða að betri leikmönnum, sem og Aron,“ segir Rúnar en KR hafði áður kynnt til sögunnar markvörðinn Aron Snæ Friðriksson sem kom frá Fylki. Klippa: KR kynnti nýja leikmenn Einn af nýju mönnunum er Stefan Alexander Ljubicic. Þessi stóri og sterki framherji hóf ferilinn hjá Keflavík en fór ungur til Brighton og varði þremur árum hjá enska félaginu. Hann kom svo til Grindavíkur 2019 og þaðan til HK ári síðar en stefnir á að komast í atvinnumennsku. Segir leikstíl KR henta sér betur „Ég ætla bara að sýna mig og gera mitt besta [fyrir KR]. Markmiðið er að komast út og vonandi gerist það á næstu árum, en nú hugsa ég um að standa mig með KR og í Evrópukeppni,“ segir Stefan sem vonast til að skora fleiri mörk í betra liði næsta sumar: „KR er stórt lið, með góða leikmenn, og spilar meira fyrir minn stíl. Bakverðirnir fara hátt upp og senda boltann fyrir markið, og ég er stór svo það er draumur fyrir senter að fá þessa hjálp frá bakvörðum. Ég er mjög spenntur og get bara ekki beðið. Ég er búinn að vera í HK og Grindavík, liðum í hópi sex neðstu, og mér finnst að eftir það sem ég sýndi í sumar eigi ég skilið að vera í liði í hópi sex efstu. Ég fíla samkeppnina og að vera hjá liði sem vill vinna,“ segir Stefan. Mun fleiri leikir kalla á stærri hóp Stefan og Sigurður eru 22 ára og Aron 24 ára, svo þeir þrír lækka meðalaldurinn í KR-liðinu. Rúnar segir það jafnframt mikilvægt að fá inn leikmenn til að stækka hópinn þar sem nú er ljóst að KR spilar í forkeppni Sambandsdeildarinnar auk þess sem til stendur að fjölga leikjum í efstu deild um fimm umferðir á næsta ári. „Við fáum til okkar mjög efnilega leikmenn sem eru líka með reynslu úr Pepsi-deildinni. Aron og Stefan hafa spilað mikið þar, og Sigurður hefur spilað vel fyrir Grindavík í fyrstu deildinni. Við erum að yngja upp en sjáum líka fram á mun fleiri leiki á næsta tímabili en verið hefur, þar sem að deildin verður hugsanlega spiluð með úrslitakeppni og við verðum í Evrópukeppni. Leikjum mun því fjölga töluvert,“ segir Rúnar. KR varð síðast Íslandsmeistari 2019 en það er eini titill félagsins frá árinu 2014 þegar Rúnar skildi við liðið sem bikarmeistara til að reyna fyrir sér erlendis. „Það er enginn ánægður í Vesturbænum ef við vinnum ekki titla,“ segir Rúnar. „Það eru allir að leggja mikið af mörkum til að bæta sín félög og fótboltinn á Íslandi hefur batnað. Það eru fleiri góð lið að berjast um titla. Samkeppnin er að aukast. Fyrir 10-15 árum voru oft bara tvö lið sem menn töldu geta unnið mótið en nú eru það 5-6 lið. Samkeppnin er hörð og við þurfum þess vegna aðeins að bæta í; auka samkeppnina, fjölga leikmönnum og vera samkeppnishæfari en í sumar og í fyrra,“ segir Rúnar.
KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti