Sorpa og Björn ná sáttum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2021 07:50 Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa Sorpa mun greiða Birni Halldórssoni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, laun í sex mánuði til viðbótar auk lögfræðikostnaðar sem hluti af sátt eftir að Björn höfðaði mál gegn Sorpu vegna uppsagnar sinnar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá. Birni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs í febrúar á síðasta ári. Á sínum tíma var uppsögnin sögð grundvallast skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í skýrslunni var gert úr mikið úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar á síðasta ári. og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Vildi 167 milljónir Björn stefndi Sorpu vegna uppsagnarinnar á síðasta ári og krafði hann félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnarinnar. Vildi hann fá skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Líf Magneudóttur, formanni stjórnar Sorpu, að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Björn, en aðalmeðferð dómsmálsins átti að hefjast í október. Stjórn Sorpu samþykkti á síðasta stjórnarfundi að ganga til samninga við Björn vegna málsins. Samkvæmt Líf mun Björn fá greidd sex mánuði í laun til viðbótar við sex mánaða laun sem hann hafði þegar fengið greidda samkvæmt samningi. Þá mun Sorpa einnig greiða lögfræðikostnað hans upp á 1,5 milljónir króna. Sorpa Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. 27. maí 2020 20:00 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá. Birni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs í febrúar á síðasta ári. Á sínum tíma var uppsögnin sögð grundvallast skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Í skýrslunni var gert úr mikið úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar á síðasta ári. og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Vildi 167 milljónir Björn stefndi Sorpu vegna uppsagnarinnar á síðasta ári og krafði hann félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnarinnar. Vildi hann fá skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Líf Magneudóttur, formanni stjórnar Sorpu, að ákveðið hafi verið að ganga til samninga við Björn, en aðalmeðferð dómsmálsins átti að hefjast í október. Stjórn Sorpu samþykkti á síðasta stjórnarfundi að ganga til samninga við Björn vegna málsins. Samkvæmt Líf mun Björn fá greidd sex mánuði í laun til viðbótar við sex mánaða laun sem hann hafði þegar fengið greidda samkvæmt samningi. Þá mun Sorpa einnig greiða lögfræðikostnað hans upp á 1,5 milljónir króna.
Sorpa Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. 27. maí 2020 20:00 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18
Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. 27. maí 2020 20:00
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49