„Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2021 20:41 Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir Selfoss loks orðinn miðdepil Íslands á nýjan leik. Stöð 2 Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. „Þetta er nú eiginlega meiri sýning en safn. Þetta er upplifunarsýning um sögu skyrsins, sem reynir á öll skilningarvitin, og er virkilega skemmtileg og vel heppnuð. Saga skyrsins er merkilegri en flestir gera sér grein fyrir,“ sagði Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður Skyrlands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna, segir sýninguna marka stóran dag á Selfossi. Elísabet Ósk segir sögu skyrsins meira spennandi en marga gruni.Stöð 2 „Þetta er glæsilegur dagur, Skyrland! Selfoss er kominn í miðdepil Íslands á nýjan leik. Fyrir níutíu árum afrekuðu menn það að byggja hér Mjólkurbúið sem var móðir Selfoss. Kaupfélagið var faðir þess og Ölfusárbrúin naflastrengurinn. Þannig að þetta er stór dagur, hér er fullur bær af fólki alla daga og allir að flytja hingað,“ sagði Guðni. Hann er sjálfur að flytja í miðbæ Selfoss á næstu dögum til að njóta lífsins og fjörsins sem þar ríkir. Sjálfur segist hann uppalinn á skyri, sem hafi gefið honum afl. „Ég hef alltaf borðað skyr. Við erum aldir upp bræðurnir á graðhestaskyri, sem kom á brúsum í botninum, gult og kraftmikið og gaf okkur afl.“ Einhverjir skyrunnendur vilja meina að skyrið veiti fólki kyngetu sem Guðni tekur undir. „Það verður engin kyngeta nema með að drekka mjólk, borða skyr, nota smjör og borða ost. Þá vaxa beinin og maðurinn verður til. Kýrin er móðir mannsins að þessu leyti,“ sagði Guðni. Árborg Menning Söfn Landbúnaður Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Þetta er nú eiginlega meiri sýning en safn. Þetta er upplifunarsýning um sögu skyrsins, sem reynir á öll skilningarvitin, og er virkilega skemmtileg og vel heppnuð. Saga skyrsins er merkilegri en flestir gera sér grein fyrir,“ sagði Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður Skyrlands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna, segir sýninguna marka stóran dag á Selfossi. Elísabet Ósk segir sögu skyrsins meira spennandi en marga gruni.Stöð 2 „Þetta er glæsilegur dagur, Skyrland! Selfoss er kominn í miðdepil Íslands á nýjan leik. Fyrir níutíu árum afrekuðu menn það að byggja hér Mjólkurbúið sem var móðir Selfoss. Kaupfélagið var faðir þess og Ölfusárbrúin naflastrengurinn. Þannig að þetta er stór dagur, hér er fullur bær af fólki alla daga og allir að flytja hingað,“ sagði Guðni. Hann er sjálfur að flytja í miðbæ Selfoss á næstu dögum til að njóta lífsins og fjörsins sem þar ríkir. Sjálfur segist hann uppalinn á skyri, sem hafi gefið honum afl. „Ég hef alltaf borðað skyr. Við erum aldir upp bræðurnir á graðhestaskyri, sem kom á brúsum í botninum, gult og kraftmikið og gaf okkur afl.“ Einhverjir skyrunnendur vilja meina að skyrið veiti fólki kyngetu sem Guðni tekur undir. „Það verður engin kyngeta nema með að drekka mjólk, borða skyr, nota smjör og borða ost. Þá vaxa beinin og maðurinn verður til. Kýrin er móðir mannsins að þessu leyti,“ sagði Guðni.
Árborg Menning Söfn Landbúnaður Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira