Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 96-70 | Lærisveinar Benedikts halda áfram að fara hamförum Atli Arason skrifar 22. október 2021 23:28 Vísir/Hulda Margrét Njarðvík heldur áfram ótrúlegri byrjun sinni undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Bikarmeistaratitill áður en tímabilið hófst og síðan hefur hver sigurinn fylgt á fætur öðrum. Liðið lagði Val með 26 stiga mun í kvöld, lokatölur 96-70. Valsmenn voru hægir í gang á upphafs mínútunum en þeir klikkuðu á fyrstu fimm skotum sínum í leiknum. Valur náði svo að skjóta sig í gang og gestirnir leiddu með sjö stigum þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður, 5-12, en þetta var mesta forysta sem Valur náði í leiknum því við þetta hrukku heimamenn í gang og vörnin fór að virka ansi vel. Njarðvík vann seinni hluta fyrsta fjórðungs 12-4 og heimamenn unnu því fyrsta leikhluta með einu stigi, 17-16. Njarðvíkingar koma áfram með sama kraft í annan leikhluta en þeir negla niður tveimur þristum í röð og var þar að verki Fotios Lampropoulos og Ólafur Helgi og þá voru heimamenn allt í einu komnir með sjö stiga forystu. Leikurinn hélt þessum 6-8 stiga mismun þangað til að Nicholas Richotti, leikmaður Njarðvíkur, negldi niður þrist, stuttu eftir að Fotios setti sniðskot um miðbik 2. leikhluta og munurinn milli liðanna allt í einu orðinn 11 stig. Þriggja stiga nýting Njarðvíkinga var töluvert betri en gestanna frá Hlíðarenda en Valur náði aldrei að jafna leikinn aftur það sem eftir lifði leiks. Fór að lokum að Njarðvík vann líka annan leikhlutan en þá með alls 9 stigum 26-17 og staðan í hálfleik var því 43-33 fyrir heimamenn. Valsmenn komu þó gífurlega grimmir út í seinni hálfleikinn og náðu mest að minnka muninn niður í þrjú stig í stöðunni 46-43. Þá var Pablo Bertone á eldi og skoraði sjö af tíu stigum Vals. Njarðvíkingar settu fór þá aftur í fluggír og náðu hægt og rólega að auka forskot sitt það sem eftir lifði af leikhlutanum og unnu þriðja leikhluta líkt og hina tvo, en í þetta skiptið með þremur stigum, 20-17. Það var svo í fjórða leikhluta sem flugeldasýning Njarðvíkinga hófst af alvöru. Á tímabili virtist eins og öll skot heimamanna rötuðu ofan í körfuna. Eftir einungis tvær mínútur var munurinn orðinn 17 stig í stöðunni 69-52. Heimamenn héldu áfram að keyra yfir gestina sem náðu mest að minnka muninn milli liðanna í 10 stig í síðasta fjórðung eftir ágætis áhlaup um miðjan leikhlutan. Eins og áður í leiknum eftir áhlaup Vals þá fór allt að virka hjá Njarðvík. Heimamenn keyrðu upp hraðan, varnarleikurinn virkaði eins og vel smurð vél og skotin á hinum enda vallarins fóru flest ofan í. Mestur var munurinn á milli liðanna heil 29 stig þegar einungis ein mínúta var eftir af leiknum. Kristófer Acox, leikmaður Vals, setti þó niður síðustu körfu leiksins fyrir aftan þriggja stiga línuna og leiknum lauk því með 26 stiga stórsigri Njarðvíkur, 96-70. Afhverju vann Njarðvík? Blanda af frábærri sókn og vörn. Sóknarlega voru heimamenn að hitta vel en 52% þriggja stiga nýting úr 34 skotum er ekki slæmt. Varnarlega náðu þeir að þvinga Val í erfið skot utan af velli en ásamt því rifu Njarðvíkingar 31 varnarfráköst gegn einungis 7 sóknarfráköstum Vals. Hverjir stóðu upp úr? Fotios Lampropoulos var illviðráðanlegur en hann skoraði 20 stig ásamt því að taka 13 fráköst fyrir Njarðvík, 27 framlagspunktar hjá Fotios. Hvað gerist næst? Njarðvík á leik núna strax á mánudaginn næsta gegn Grindavík. Valur fær Vestri í heimsókn á Hlíðarenda á fimmtudaginn. „Allt of margar lélegar sóknir“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var óánægður með úrslitin í kvöld og virtist setja spurningarmerki við hugarfar sinna leikmanna. „Fyrst af öllu þá spilar Njarðvík töluvert betur en við á löngum köflum. Góðu kaflarnir okkar voru fínir en voru bara allt of fáir. Þegar mótlætið kom þá vorum við allt of fljótir að bakka niður og fara að hugsa um eitthvað annað,“ sagði Finnur í viðtali við Vísi eftir leik. „Það komu svona móment það sem við erum að sækja hratt á þá og við töpuðum boltanum klaufalega. Það voru allt of margar lélegar sóknir á þessum tímapunkti þegar við þurftum að fá kannski aðeins meiri þolinmæði, betri framkvæmdir og betri móment með okkur, þá förum við illa að ráði. Svona gott lið eins og Njarðvík refsar okkur fyrir varnar mistökin sem við vorum að gera. Það voru of mörg móment í leiknum þar sem við erum að klikka á planinu okkar. Það er svona það helsta sem ég tek út úr þessum leik, hvernig við ætlum að bregðast við mótlæti annars vegar og hins vegar hvernig við ætlum að framfylgja því sem við ætlum að gera, saman sem lið.“ Valur spilar sinn næsta leik á móti nýliðum Vestra á fimmtudaginn. „Við verðum að vera betri. Við þurfum að vera miklu beittari í 40 mínútur. Það þýðir ekki bara að eiga nokkur góð móment og falla niður þess á milli. Það er þetta klassíska, við þurfum að fjölga góðum mómentum og fækka þeim lélegu,“ svaraði Finnur, aðspurður af því hvað Valur þarf að bæta fyrir næsta leik gegn Vestra. „Að vera á toppnum núna skiptir akkúrat bara engu máli“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur og landsliðsþjálfari kvenna.Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var bæði ánægður og áhyggjufullur eftir sigurinn á Val í kvöld. „Það eru blendnar tilfinningar. Ég er sáttur við tvö stig en loka úrslitin gefa kannski ekki rétta mynd af leiknum því ég hef áhyggjur af herra Njarðvík,“ sagði Benni í viðtali við Vísi eftir leik. „Það er erfitt að týna eitthvað eitt eða tvennt til. Þetta var bara góður liðsigur, allir voru að leggja sitt af mörkunum. Meira að segja þegar guttarnir koma inn í restina, þá komu þeir inn með fullt sjálfstraust. Þetta er búið að smella vel hjá okkur. Það eina sem ég hugsa um núna þó er að Logi hafi ekki meitt sig alvarlega.“ Logi Gunnarsson fór meiddur af velli í fjórða leikhluta þegar hann og liðsfélagi hans, Nicolas Richotti, lentu í samstuði en Logi virtist vera sárkvalinn eftir atvikið. „Þetta er ‘hyper extension‘ á hné. Það versta væri ef það gæti verið eitthvað slitið. Maður óttast það versta en vonar ekki. Hann þekkir líkamann sinn gífurlega vel og hann hugsar vel um hann. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að þetta sé ekki alvarlegt.“ Njarðvíkingar eru eftir sigurinn í kvöld komnir á topp deildarinnar eftir þrjár umferðir. Viðsnúningurinn á liðinu hefur verið ótrúlegur eftir komu Benedikts en á síðasta tímabili voru Njarðvíkingar nánast í fallbaráttu. „Ég vil ekki bera þetta saman við síðasta tímabil en við lögðum gífurlega vinnu í að sækja góða menn og það er fullt að fólki sem heldur það sé bara heppni að ná í góða menn. Við ætlum að leyfa því fólki að halda að þetta sé bara heppni. Það voru allir hérna tilbúnir að leggja sitt á vogarskálarnar að eiga gott tímabil núna. Það eru samt bara þrjár umferðir búnar, að vera á toppnum núna skiptir akkúrat bara engu máli,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur Körfubolti Íslenski körfuboltinn
Njarðvík heldur áfram ótrúlegri byrjun sinni undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Bikarmeistaratitill áður en tímabilið hófst og síðan hefur hver sigurinn fylgt á fætur öðrum. Liðið lagði Val með 26 stiga mun í kvöld, lokatölur 96-70. Valsmenn voru hægir í gang á upphafs mínútunum en þeir klikkuðu á fyrstu fimm skotum sínum í leiknum. Valur náði svo að skjóta sig í gang og gestirnir leiddu með sjö stigum þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður, 5-12, en þetta var mesta forysta sem Valur náði í leiknum því við þetta hrukku heimamenn í gang og vörnin fór að virka ansi vel. Njarðvík vann seinni hluta fyrsta fjórðungs 12-4 og heimamenn unnu því fyrsta leikhluta með einu stigi, 17-16. Njarðvíkingar koma áfram með sama kraft í annan leikhluta en þeir negla niður tveimur þristum í röð og var þar að verki Fotios Lampropoulos og Ólafur Helgi og þá voru heimamenn allt í einu komnir með sjö stiga forystu. Leikurinn hélt þessum 6-8 stiga mismun þangað til að Nicholas Richotti, leikmaður Njarðvíkur, negldi niður þrist, stuttu eftir að Fotios setti sniðskot um miðbik 2. leikhluta og munurinn milli liðanna allt í einu orðinn 11 stig. Þriggja stiga nýting Njarðvíkinga var töluvert betri en gestanna frá Hlíðarenda en Valur náði aldrei að jafna leikinn aftur það sem eftir lifði leiks. Fór að lokum að Njarðvík vann líka annan leikhlutan en þá með alls 9 stigum 26-17 og staðan í hálfleik var því 43-33 fyrir heimamenn. Valsmenn komu þó gífurlega grimmir út í seinni hálfleikinn og náðu mest að minnka muninn niður í þrjú stig í stöðunni 46-43. Þá var Pablo Bertone á eldi og skoraði sjö af tíu stigum Vals. Njarðvíkingar settu fór þá aftur í fluggír og náðu hægt og rólega að auka forskot sitt það sem eftir lifði af leikhlutanum og unnu þriðja leikhluta líkt og hina tvo, en í þetta skiptið með þremur stigum, 20-17. Það var svo í fjórða leikhluta sem flugeldasýning Njarðvíkinga hófst af alvöru. Á tímabili virtist eins og öll skot heimamanna rötuðu ofan í körfuna. Eftir einungis tvær mínútur var munurinn orðinn 17 stig í stöðunni 69-52. Heimamenn héldu áfram að keyra yfir gestina sem náðu mest að minnka muninn milli liðanna í 10 stig í síðasta fjórðung eftir ágætis áhlaup um miðjan leikhlutan. Eins og áður í leiknum eftir áhlaup Vals þá fór allt að virka hjá Njarðvík. Heimamenn keyrðu upp hraðan, varnarleikurinn virkaði eins og vel smurð vél og skotin á hinum enda vallarins fóru flest ofan í. Mestur var munurinn á milli liðanna heil 29 stig þegar einungis ein mínúta var eftir af leiknum. Kristófer Acox, leikmaður Vals, setti þó niður síðustu körfu leiksins fyrir aftan þriggja stiga línuna og leiknum lauk því með 26 stiga stórsigri Njarðvíkur, 96-70. Afhverju vann Njarðvík? Blanda af frábærri sókn og vörn. Sóknarlega voru heimamenn að hitta vel en 52% þriggja stiga nýting úr 34 skotum er ekki slæmt. Varnarlega náðu þeir að þvinga Val í erfið skot utan af velli en ásamt því rifu Njarðvíkingar 31 varnarfráköst gegn einungis 7 sóknarfráköstum Vals. Hverjir stóðu upp úr? Fotios Lampropoulos var illviðráðanlegur en hann skoraði 20 stig ásamt því að taka 13 fráköst fyrir Njarðvík, 27 framlagspunktar hjá Fotios. Hvað gerist næst? Njarðvík á leik núna strax á mánudaginn næsta gegn Grindavík. Valur fær Vestri í heimsókn á Hlíðarenda á fimmtudaginn. „Allt of margar lélegar sóknir“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var óánægður með úrslitin í kvöld og virtist setja spurningarmerki við hugarfar sinna leikmanna. „Fyrst af öllu þá spilar Njarðvík töluvert betur en við á löngum köflum. Góðu kaflarnir okkar voru fínir en voru bara allt of fáir. Þegar mótlætið kom þá vorum við allt of fljótir að bakka niður og fara að hugsa um eitthvað annað,“ sagði Finnur í viðtali við Vísi eftir leik. „Það komu svona móment það sem við erum að sækja hratt á þá og við töpuðum boltanum klaufalega. Það voru allt of margar lélegar sóknir á þessum tímapunkti þegar við þurftum að fá kannski aðeins meiri þolinmæði, betri framkvæmdir og betri móment með okkur, þá förum við illa að ráði. Svona gott lið eins og Njarðvík refsar okkur fyrir varnar mistökin sem við vorum að gera. Það voru of mörg móment í leiknum þar sem við erum að klikka á planinu okkar. Það er svona það helsta sem ég tek út úr þessum leik, hvernig við ætlum að bregðast við mótlæti annars vegar og hins vegar hvernig við ætlum að framfylgja því sem við ætlum að gera, saman sem lið.“ Valur spilar sinn næsta leik á móti nýliðum Vestra á fimmtudaginn. „Við verðum að vera betri. Við þurfum að vera miklu beittari í 40 mínútur. Það þýðir ekki bara að eiga nokkur góð móment og falla niður þess á milli. Það er þetta klassíska, við þurfum að fjölga góðum mómentum og fækka þeim lélegu,“ svaraði Finnur, aðspurður af því hvað Valur þarf að bæta fyrir næsta leik gegn Vestra. „Að vera á toppnum núna skiptir akkúrat bara engu máli“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur og landsliðsþjálfari kvenna.Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var bæði ánægður og áhyggjufullur eftir sigurinn á Val í kvöld. „Það eru blendnar tilfinningar. Ég er sáttur við tvö stig en loka úrslitin gefa kannski ekki rétta mynd af leiknum því ég hef áhyggjur af herra Njarðvík,“ sagði Benni í viðtali við Vísi eftir leik. „Það er erfitt að týna eitthvað eitt eða tvennt til. Þetta var bara góður liðsigur, allir voru að leggja sitt af mörkunum. Meira að segja þegar guttarnir koma inn í restina, þá komu þeir inn með fullt sjálfstraust. Þetta er búið að smella vel hjá okkur. Það eina sem ég hugsa um núna þó er að Logi hafi ekki meitt sig alvarlega.“ Logi Gunnarsson fór meiddur af velli í fjórða leikhluta þegar hann og liðsfélagi hans, Nicolas Richotti, lentu í samstuði en Logi virtist vera sárkvalinn eftir atvikið. „Þetta er ‘hyper extension‘ á hné. Það versta væri ef það gæti verið eitthvað slitið. Maður óttast það versta en vonar ekki. Hann þekkir líkamann sinn gífurlega vel og hann hugsar vel um hann. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að þetta sé ekki alvarlegt.“ Njarðvíkingar eru eftir sigurinn í kvöld komnir á topp deildarinnar eftir þrjár umferðir. Viðsnúningurinn á liðinu hefur verið ótrúlegur eftir komu Benedikts en á síðasta tímabili voru Njarðvíkingar nánast í fallbaráttu. „Ég vil ekki bera þetta saman við síðasta tímabil en við lögðum gífurlega vinnu í að sækja góða menn og það er fullt að fólki sem heldur það sé bara heppni að ná í góða menn. Við ætlum að leyfa því fólki að halda að þetta sé bara heppni. Það voru allir hérna tilbúnir að leggja sitt á vogarskálarnar að eiga gott tímabil núna. Það eru samt bara þrjár umferðir búnar, að vera á toppnum núna skiptir akkúrat bara engu máli,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti