Umfjöllun: Ísland - Tékkland 4-0 | Frábær íslenskur sigur Ingvi Þór Sæmundsson og Sverrir Mar Smárason skrifa 22. október 2021 20:50 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar fyrsta marki íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Íslandi yfir á 12. mínútu og í seinni hálfleik bættu Dagný Brynjarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir við mörkum. Íslendingar voru sterkari aðilinn í leiknum þótt 4-0 sigur gefi kannski alveg rétta mynd af gangi máli. En sigurinn var góður, sanngjarn og sérstaklega sætur í ljósi þess að Tékkar komu í veg fyrir að Íslendingar komust í umspil um sæti á HM 2019. Næsti leikur Íslands er gegn Kýpur á þriðjudaginn. Það er jafnframt síðasti heimaleikur íslenska liðsins á árinu. Vel heppnaðar breytingar Þorsteinn Halldórsson gerði tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá 0-2 tapinu fyrir Hollandi í síðasta mánuði. Guðrún Arnardóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komu inn í stað Ingibjargar Sigurðardóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur. Breytingarnar heppnuðust vel, Guðrún átti virkilega góðan leik í miðri vörninni og Karólína lék vel á miðjunni. Guðný Árnadóttir var áfram í stöðu hægri bakvarðar og Dagný var öftust á miðjunni. Íslenska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann en sóknarleikurinn var mun beittari í seinni hálfleik en þeim fyrri. Íslenska liðið var með vindi í fyrri hálfleik og stýrði leiknum. Íslendingar héldu boltanum vel og sóttu meira, án þess þó að skapa sér mörg færi. Í raun fékk Ísland bara eitt gott færi í fyrri hálfleik og það endaði með marki. Eftir hornspyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur á 12. mínútu hélt íslenska liðið pressunni á tékknesku vörninni. Karólína fékk boltann á vinstri kantinum og sendi fyrir. Berglind tók hlaup á nærsvæðið og átti skot sem fór í stöngina, bakið á Barboru Votíkovú og í netið. Fjórum mínútum síðar átti Sveindís rosalegan sprett fram hægri kantinn og sendi fyrir á Berglindi sem átti skot í varnarmann. Tékkar áttu fleiri marktilraunir en Íslendingar í fyrri hálfleik en þær voru flestar viðráðanlegar fyrir vörnina og Söndru Sigurðardóttur í íslenska markinu. Besta færi Tékklands kom á 43. mínútu. Eftir gott þríhyrningaspil á hægri kantinum fékk Kamila Dubcová dauðafæri en skallaði beint á Söndru. Kröftug byrjun Íslenska gaf í eftir hlé og spilaði betur í fyrri hálfleiknum en þeim seinni. Byrjunin á seinni hálfleik var stérstaklega góð. Á 50. mínútu var Berglind hársbreidd frá því að skora sitt annað mark. Eftir hornspyrnu skallaði Dagný boltann áfram á Berglindi sem átti skot en boltinn fór ofan á slána. Íslenska liðið hélt áfram að sækja og á 59. mínútu fékk Guðrún óvænt færi í vítateignum en Votíková varði frá henni í horn. Karólína tók hornspyrnuna stutt á Öglu Maríu sem sendi inn á teiginn þar sem Dagný reis hæst allra og skallaði boltann í netið. Hennar 31. mark fyrir landsliðið. Tékkneska liðið reyndi að sækja eftir þetta en af frekar litlum mætti. Andrea Stašková fékk reyndar ágætis færi á 65. mínútu en Glódís Perla Viggósdóttir komst fyrir skot hennar. Þegar þrettán mínútur voru til leiksloka slapp Stašková í gegn en Guðrún elti hana uppi og komst fyrir skotið. Þar kórónaði hún frábæran leik sinn. Á 75. mínútu gerði Þorsteinn tvöfalda skiptingu. Svava Rós og Alexandra komu inn á fyrir Berglindi og Karólínu. Frábær lokakafli Svava var ekki lengi að láta að sér kveða því aðeins sex mínútum eftir að hún kom inn á skoraði hún þriðja mark Íslands. Guðný átti þá fyrirgjöf inn á vítateig Tékklands, Gunnhildur Yrsa var fljót að hugsa og kom boltanum á Svövu Rós sem afgreiddi hann með vinstri fæti í netið. Tveimur mínútum síðar kom fjórða markið. Guðný átti þá aðra fyrirgjöf, varnarmenn Tékka misreiknuðu boltann, Gunnhildur Yrsa nýtti sér það, tók vel við boltanum og skilaði honum í netið. Eftir þetta var allur vindur úr tékkneska liðinu. Svava Rós fékk gott færi í uppbótartíma en skaut beint á Votíkovú. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 4-0 íslenskur sigur staðreynd. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran sigur á Tékklandi, 4-0, á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland fékk þar með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Íslandi yfir á 12. mínútu og í seinni hálfleik bættu Dagný Brynjarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir við mörkum. Íslendingar voru sterkari aðilinn í leiknum þótt 4-0 sigur gefi kannski alveg rétta mynd af gangi máli. En sigurinn var góður, sanngjarn og sérstaklega sætur í ljósi þess að Tékkar komu í veg fyrir að Íslendingar komust í umspil um sæti á HM 2019. Næsti leikur Íslands er gegn Kýpur á þriðjudaginn. Það er jafnframt síðasti heimaleikur íslenska liðsins á árinu. Vel heppnaðar breytingar Þorsteinn Halldórsson gerði tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá 0-2 tapinu fyrir Hollandi í síðasta mánuði. Guðrún Arnardóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komu inn í stað Ingibjargar Sigurðardóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur. Breytingarnar heppnuðust vel, Guðrún átti virkilega góðan leik í miðri vörninni og Karólína lék vel á miðjunni. Guðný Árnadóttir var áfram í stöðu hægri bakvarðar og Dagný var öftust á miðjunni. Íslenska liðið var með góð tök á leiknum allan tímann en sóknarleikurinn var mun beittari í seinni hálfleik en þeim fyrri. Íslenska liðið var með vindi í fyrri hálfleik og stýrði leiknum. Íslendingar héldu boltanum vel og sóttu meira, án þess þó að skapa sér mörg færi. Í raun fékk Ísland bara eitt gott færi í fyrri hálfleik og það endaði með marki. Eftir hornspyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur á 12. mínútu hélt íslenska liðið pressunni á tékknesku vörninni. Karólína fékk boltann á vinstri kantinum og sendi fyrir. Berglind tók hlaup á nærsvæðið og átti skot sem fór í stöngina, bakið á Barboru Votíkovú og í netið. Fjórum mínútum síðar átti Sveindís rosalegan sprett fram hægri kantinn og sendi fyrir á Berglindi sem átti skot í varnarmann. Tékkar áttu fleiri marktilraunir en Íslendingar í fyrri hálfleik en þær voru flestar viðráðanlegar fyrir vörnina og Söndru Sigurðardóttur í íslenska markinu. Besta færi Tékklands kom á 43. mínútu. Eftir gott þríhyrningaspil á hægri kantinum fékk Kamila Dubcová dauðafæri en skallaði beint á Söndru. Kröftug byrjun Íslenska gaf í eftir hlé og spilaði betur í fyrri hálfleiknum en þeim seinni. Byrjunin á seinni hálfleik var stérstaklega góð. Á 50. mínútu var Berglind hársbreidd frá því að skora sitt annað mark. Eftir hornspyrnu skallaði Dagný boltann áfram á Berglindi sem átti skot en boltinn fór ofan á slána. Íslenska liðið hélt áfram að sækja og á 59. mínútu fékk Guðrún óvænt færi í vítateignum en Votíková varði frá henni í horn. Karólína tók hornspyrnuna stutt á Öglu Maríu sem sendi inn á teiginn þar sem Dagný reis hæst allra og skallaði boltann í netið. Hennar 31. mark fyrir landsliðið. Tékkneska liðið reyndi að sækja eftir þetta en af frekar litlum mætti. Andrea Stašková fékk reyndar ágætis færi á 65. mínútu en Glódís Perla Viggósdóttir komst fyrir skot hennar. Þegar þrettán mínútur voru til leiksloka slapp Stašková í gegn en Guðrún elti hana uppi og komst fyrir skotið. Þar kórónaði hún frábæran leik sinn. Á 75. mínútu gerði Þorsteinn tvöfalda skiptingu. Svava Rós og Alexandra komu inn á fyrir Berglindi og Karólínu. Frábær lokakafli Svava var ekki lengi að láta að sér kveða því aðeins sex mínútum eftir að hún kom inn á skoraði hún þriðja mark Íslands. Guðný átti þá fyrirgjöf inn á vítateig Tékklands, Gunnhildur Yrsa var fljót að hugsa og kom boltanum á Svövu Rós sem afgreiddi hann með vinstri fæti í netið. Tveimur mínútum síðar kom fjórða markið. Guðný átti þá aðra fyrirgjöf, varnarmenn Tékka misreiknuðu boltann, Gunnhildur Yrsa nýtti sér það, tók vel við boltanum og skilaði honum í netið. Eftir þetta var allur vindur úr tékkneska liðinu. Svava Rós fékk gott færi í uppbótartíma en skaut beint á Votíkovú. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 4-0 íslenskur sigur staðreynd.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti