Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar verður eini þjálfari Keflavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eysteinn Húni Hauksson er ekki lengur meðþjálfari Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar hjá Keflavík.
Eysteinn Húni Hauksson er ekki lengur meðþjálfari Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar hjá Keflavík. vísir/Hulda Margrét

Sigurður Ragnar Eyjólfsson verður einn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í fótbolta eftir að hafa starfað við hlið Eysteins Húna Haukssonar undanfarin tvö ár.

Eysteinn tók við Keflavík um mitt sumar 2018. Liðið féll þá úr Pepsi Max-deildinni ásamt með að vinna leik. Eysteinn stýrði Keflvíkingum svo einn sumarið 2019 en eftir það tímabilið fékk hann Sigurð Ragnar sér við hlið.

Keflavík vann Lengjudeildina í fyrra og endaði í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili, auk þess sem liðið komst í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Haraldur Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars. Undanfarin ár hefur hann verið þjálfari Reynis í Sandgerði. Haraldur lék lengi með Keflavík og var meðal annars fyrirliði liðsins.

Þótt Eysteinn sé hættur að þjálfara meistaraflokk karla hjá Keflavík mun hann áfram starfa við þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Þá er hann í viðræðum um að taka að sér stærra hlutverk í afreksstarfi Keflavíkur.

Sigurður Ragnar þjálfaði áður kvennalandslið Íslands og Kína og karlalið ÍBV og kvennalið Jiangsu Suning. Þá var hann aðstoðarþjálfari Lillestrøm í Noregi og var fræðslustjóri KSÍ.

Breytingarnar voru ræddar í Þungavigtinni í morgun þar sem heimildir voru fyrir breytingunum áður en Keflavík greindu frá þjálfaraskiptunum á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×