Tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2021 08:00 Sólveig Svavarsdóttir. adelina antal Móðir sem tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum í heimakennslu segir það gamla hugmyndafræði að börn sitji í skólastofu allan daginn. Hún vill að sveitarfélögum verði gert að greiða foreldrum fyrir heimakennslu. Sólveig er fjögurra barna móðir búsett í Mosfellsbæ. Sjö ára sonur hennar gengur ekki í skóla hins hefðbundna skólakerfis heldur fær hann heimakennslu frá móður sinni. „Ég hef rosalega lengi verið hrifin af þessari aðferð og fylgst með henni. Núna hef ég góðar aðstæður í þetta og treysti mér til að kenna börnunum mínum heima. Þetta er algjörlega einstaklingsmiðað nám og ég get alveg sniðið námið að þörfum hans og okkar.“ Krafa um kennsluréttindi Til þess að fá leyfi til heimakennslu þarf foreldri að sækja um hjá sveitarfélagi en það er ýmsum kröfum háð. „Einstaklingur sem sækir um að kenna heima hann þarf að hafa kennsluréttindi en svo eru allskonar aðrar kröfur sem þarf líka að uppfylla og ef maður stenst þessar kröfur þá gefur sveitarfélagið manni leyfi í eitt ár í senn.“ Hér má sjá reglugerð um heimakennslu á grunnskólastigi. Sólveig býr til kennsluáætlun út frá sinni hugmyndafræði en þarf að styðjast við aðalnámskrá.adelina antal Skólinn hennar Sólveigar Sólveig þarf að styðjast við aðalnámskrá líkt og krafa er í grunnskólum landsins. „En ég bý til út frá henni mína eigin kennsluáætlun og hún er algjörlega út frá minni hugmyndafræði og í rauninni er pínu eins og ég sé að stofna skóla því þetta er bara skólinn minn og einn nemandi þannig öll hugmyndafræði mín er inni en auðvitað þarf ég að styðjast við aðalnámskrá því að lög og reglur segja til um það.“ Sonurinn tekur samræmd próf eins og önnur börn og svo er heimilt að kalla hann inn í stöðumat endrum og eins. Sólveig segir misjafnt hvernig hefðbundinn skóladagur fer fram á heimilinu. „Ég er oftast með eitthvað fyrirfram ákveðið. Ég kenni honum út frá markmiðum. Ég er búin að setja allan veturinn niður í markmið og svo förum við oftast í einn og hálfan til þrjá klukkutíma í bóklegu en svo flétta ég inn í daginn margt annað eins og matreiðslu, smíði, íþróttir og þetta er allt í daglegu lífi hjá okkur.“ Kennslan fer að hluta til fram úti.adelina antal „Gömul hugmyndafræði að börn sitji í skólastofu allan daginn“ Þannig það er ekki endilega setið við allan daginn? „Alls ekki því það er ekki gott fyrir börn að sitja við allan daginn. Þetta er dálítið gömul hugmyndafræði að börn eigi að sitja í skólastofu allan daginn af því að lífið er allt, allt öðruvísi.“ Já og ef hún finnur að sonurinn er með mikla hreyfiþörf þá fara þau í göngutúr eða taka kennslustundina úti. Lóð fjölskyldunnar er algjör paradís og fer kennsla meðal annars fram þar. Sólveig leggur mikið upp úr samverustundum fjölskyldunnar og hugsa börnin meðal annars um hænur og kanínur sem búa í garðinum. Væri þetta til dæmis hluti af heimakennslu? „Já algjörlega það er þetta að börnin fái að gera hlutina og sjá um dýrin og það er til dæmis hlutverk heimakennslu barnsins að gefa kanínunum einu sinni á dag. Mesta námið er falið í því að vera með eitthvað áþreifanlegt.“ Kanínur eru á lóðinni.adelina antal Góð áhrif á vellíðan barnsins Kennslan fer nefnilega ekki fram eftir stundatöflu heldur er unnið eftir flæði og segir Sólveig að barninu líði mjög vel í þessu fyrirkomulagi. „Hann er rosalega sáttur í eigin skinni og glaður en auðvitað erum við alveg í ströggli stundum, þetta er ekki allt eitthvað slétt og fellt. Við erum alltaf að finna okkar leið til að koma inn ákveðnu námi en hann er ótrúlega hamingjusamur með þennan tíma og að þurfa ekki að drífa sig. Hann fer síðan í sínar tómstundir og hittir vini ótrúlega ferskur seinnipartinn þannig að þetta hefur ótrúlega góð áhrif á hans vellíðan.“ „Ég hefði aldrei farið í þetta með tveimur eldri börnunum mínum“ Einhverjum foreldrum þykir hugmynd um heimakennslu óyfirstíganleg hugsun. Sólveig segir að það sé lykilatriði að foreldrið sé tilbúið. „Nú er ég búin að vera mamma í 17 ár, ég hefði aldrei farið í þetta með tveimur eldri börnunum mínum, ég er búin að vera í mikilli sjálfsvinnu og ná miklum þroska og veit svolítið hvað ég er að fara út í.“ Kennsluáætlun fyrir skólaárið.adelina antal Foreldrar þurfi að fá greiðslu fyrir Sólveig fær enga greiðslu frá sveitarfélaginu fyrir heimakennsluna. Hún segir að víkka þurfi lagarammann því fáir geti kennt barni sínu heima án þess að fá einhverja innkomu fyrir. „Það vantar upp á í þessu kerfi. Það er lagarammi um að gefa mér leyfi og leyfa mér að kenna barninu mínu heima en svo stoppar hann. Það er eitthvað sem vonandi lagast í framtíðinni að það komi eitthvað inn til foreldra sem kjósa þessa leið af því að það er verið að greiða með hverju barni inn í skólakerfið.“ Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur í heimakennslu Að Sólveigu vitandi eru þrjár fjölskyldur í þessu fyrirkomulagi heimakennslu. „Og ég veit um börn sem eru í háskóla í dag og hafa fengið heimakennslu þannig þetta hefur verið til en kannski ekki áberandi og alls ekki margir.“ En heldur þú að fólk sé meðvitað um að þetta sé hægt hér á landi? „Nei ekki endilega og ég veit að mín heimakennsla, sem ég kýs að hafa mjög opna á samfélagsmiðlum, er að vekja mikla athygli og fólki finnst þetta mjög áhugavert.“ Er hann einmanna á daginn, verandi ekki í skóla með öðrum börnum? „Nei ég er eiginlega meira í vandræðum með að fá hann til að gera eitthvað með einhverjum öðrum, en einstaklingar eru misjafnir. Hann er ótrúlega heimakær. Það er dálítil mýta að börn æfi eingöngu félagsfærni og leiki eingöngu við vini í leikskólum og grunnskólum. Það eru fjölmörg önnur tækifæri. Barnið er í tómstund og hittir vini eftir á. Svo skipta sterk fjölskyldutengsl gríðarlegu máli.“ Hluti af hæglæti Allt er þetta hluti af hugmyndafræði eða lífsstíl sem snýr að hæglæti. Sólveig stofnaði ásamt tíu konum Hæglætishreyfingu Íslands en lesa má um hreyfinguna á heimasíðu þeirra. Þær halda úti bloggi og hlaðvarpi. Hér er hægt að fylgjast með heimakennslunni og hæglætinu á Instagram reikningi Sólveigar. Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Sólveig er fjögurra barna móðir búsett í Mosfellsbæ. Sjö ára sonur hennar gengur ekki í skóla hins hefðbundna skólakerfis heldur fær hann heimakennslu frá móður sinni. „Ég hef rosalega lengi verið hrifin af þessari aðferð og fylgst með henni. Núna hef ég góðar aðstæður í þetta og treysti mér til að kenna börnunum mínum heima. Þetta er algjörlega einstaklingsmiðað nám og ég get alveg sniðið námið að þörfum hans og okkar.“ Krafa um kennsluréttindi Til þess að fá leyfi til heimakennslu þarf foreldri að sækja um hjá sveitarfélagi en það er ýmsum kröfum háð. „Einstaklingur sem sækir um að kenna heima hann þarf að hafa kennsluréttindi en svo eru allskonar aðrar kröfur sem þarf líka að uppfylla og ef maður stenst þessar kröfur þá gefur sveitarfélagið manni leyfi í eitt ár í senn.“ Hér má sjá reglugerð um heimakennslu á grunnskólastigi. Sólveig býr til kennsluáætlun út frá sinni hugmyndafræði en þarf að styðjast við aðalnámskrá.adelina antal Skólinn hennar Sólveigar Sólveig þarf að styðjast við aðalnámskrá líkt og krafa er í grunnskólum landsins. „En ég bý til út frá henni mína eigin kennsluáætlun og hún er algjörlega út frá minni hugmyndafræði og í rauninni er pínu eins og ég sé að stofna skóla því þetta er bara skólinn minn og einn nemandi þannig öll hugmyndafræði mín er inni en auðvitað þarf ég að styðjast við aðalnámskrá því að lög og reglur segja til um það.“ Sonurinn tekur samræmd próf eins og önnur börn og svo er heimilt að kalla hann inn í stöðumat endrum og eins. Sólveig segir misjafnt hvernig hefðbundinn skóladagur fer fram á heimilinu. „Ég er oftast með eitthvað fyrirfram ákveðið. Ég kenni honum út frá markmiðum. Ég er búin að setja allan veturinn niður í markmið og svo förum við oftast í einn og hálfan til þrjá klukkutíma í bóklegu en svo flétta ég inn í daginn margt annað eins og matreiðslu, smíði, íþróttir og þetta er allt í daglegu lífi hjá okkur.“ Kennslan fer að hluta til fram úti.adelina antal „Gömul hugmyndafræði að börn sitji í skólastofu allan daginn“ Þannig það er ekki endilega setið við allan daginn? „Alls ekki því það er ekki gott fyrir börn að sitja við allan daginn. Þetta er dálítið gömul hugmyndafræði að börn eigi að sitja í skólastofu allan daginn af því að lífið er allt, allt öðruvísi.“ Já og ef hún finnur að sonurinn er með mikla hreyfiþörf þá fara þau í göngutúr eða taka kennslustundina úti. Lóð fjölskyldunnar er algjör paradís og fer kennsla meðal annars fram þar. Sólveig leggur mikið upp úr samverustundum fjölskyldunnar og hugsa börnin meðal annars um hænur og kanínur sem búa í garðinum. Væri þetta til dæmis hluti af heimakennslu? „Já algjörlega það er þetta að börnin fái að gera hlutina og sjá um dýrin og það er til dæmis hlutverk heimakennslu barnsins að gefa kanínunum einu sinni á dag. Mesta námið er falið í því að vera með eitthvað áþreifanlegt.“ Kanínur eru á lóðinni.adelina antal Góð áhrif á vellíðan barnsins Kennslan fer nefnilega ekki fram eftir stundatöflu heldur er unnið eftir flæði og segir Sólveig að barninu líði mjög vel í þessu fyrirkomulagi. „Hann er rosalega sáttur í eigin skinni og glaður en auðvitað erum við alveg í ströggli stundum, þetta er ekki allt eitthvað slétt og fellt. Við erum alltaf að finna okkar leið til að koma inn ákveðnu námi en hann er ótrúlega hamingjusamur með þennan tíma og að þurfa ekki að drífa sig. Hann fer síðan í sínar tómstundir og hittir vini ótrúlega ferskur seinnipartinn þannig að þetta hefur ótrúlega góð áhrif á hans vellíðan.“ „Ég hefði aldrei farið í þetta með tveimur eldri börnunum mínum“ Einhverjum foreldrum þykir hugmynd um heimakennslu óyfirstíganleg hugsun. Sólveig segir að það sé lykilatriði að foreldrið sé tilbúið. „Nú er ég búin að vera mamma í 17 ár, ég hefði aldrei farið í þetta með tveimur eldri börnunum mínum, ég er búin að vera í mikilli sjálfsvinnu og ná miklum þroska og veit svolítið hvað ég er að fara út í.“ Kennsluáætlun fyrir skólaárið.adelina antal Foreldrar þurfi að fá greiðslu fyrir Sólveig fær enga greiðslu frá sveitarfélaginu fyrir heimakennsluna. Hún segir að víkka þurfi lagarammann því fáir geti kennt barni sínu heima án þess að fá einhverja innkomu fyrir. „Það vantar upp á í þessu kerfi. Það er lagarammi um að gefa mér leyfi og leyfa mér að kenna barninu mínu heima en svo stoppar hann. Það er eitthvað sem vonandi lagast í framtíðinni að það komi eitthvað inn til foreldra sem kjósa þessa leið af því að það er verið að greiða með hverju barni inn í skólakerfið.“ Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur í heimakennslu Að Sólveigu vitandi eru þrjár fjölskyldur í þessu fyrirkomulagi heimakennslu. „Og ég veit um börn sem eru í háskóla í dag og hafa fengið heimakennslu þannig þetta hefur verið til en kannski ekki áberandi og alls ekki margir.“ En heldur þú að fólk sé meðvitað um að þetta sé hægt hér á landi? „Nei ekki endilega og ég veit að mín heimakennsla, sem ég kýs að hafa mjög opna á samfélagsmiðlum, er að vekja mikla athygli og fólki finnst þetta mjög áhugavert.“ Er hann einmanna á daginn, verandi ekki í skóla með öðrum börnum? „Nei ég er eiginlega meira í vandræðum með að fá hann til að gera eitthvað með einhverjum öðrum, en einstaklingar eru misjafnir. Hann er ótrúlega heimakær. Það er dálítil mýta að börn æfi eingöngu félagsfærni og leiki eingöngu við vini í leikskólum og grunnskólum. Það eru fjölmörg önnur tækifæri. Barnið er í tómstund og hittir vini eftir á. Svo skipta sterk fjölskyldutengsl gríðarlegu máli.“ Hluti af hæglæti Allt er þetta hluti af hugmyndafræði eða lífsstíl sem snýr að hæglæti. Sólveig stofnaði ásamt tíu konum Hæglætishreyfingu Íslands en lesa má um hreyfinguna á heimasíðu þeirra. Þær halda úti bloggi og hlaðvarpi. Hér er hægt að fylgjast með heimakennslunni og hæglætinu á Instagram reikningi Sólveigar.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira