Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 17:29 Alec Baldwin var við tökur á kúrekamyndinni Rust þegar Hutchins lést. Getty/Mark Sagliocco Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. Í yfirlýsingum sem Baldwin birti á Twitter og Instagram í dag lýsti hann atvikinu sem sorglegu slysi og sagðist hann vera í sambandi við lögreglu og að hann myndi hjálpa við rannsókn á því hvað gerðist í rauninni. Þá lýsti hann yfir samúð sinni við fjölskyldu Hutchins. Byssan sem Baldwin hleypti af átti að innihalda púðurskot en fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluna ekki búna að opinbera hvað það var sem skaust úr hlaupi byssunnar og hæfði þau Hutchins og Souza. Slysið varð við tökur á kúrekamyndarinnar Rust. Hutchins var flutt á sjúkrahús með þyrlu þar sem hún lést. 1-There are no words to convey my shock and sadness regarding the tragic accident that took the life of Halyna Hutchins, a wife, mother and deeply admired colleague of ours. I'm fully cooperating with the police investigation to address how this tragedy occurred and— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021 2- I am in touch with her husband, offering my support to him and his family. My heart is broken for her husband, their son, and all who knew and loved Halyna.— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021 Hér má sjá myndefndi AP fréttaveitunnar frá tökustaðnum í Nýju Mexíkó og viðtal við sérfræðing í meðferð skotvopna. Hutchins, sem var 42 ára, úskrifaðist frá American Film Institute árið 2015 og var meðal annars nefnd „rísandi stjarna“ af American Cinematographer árið 2019. Baldwin hefur notið frægðar um árabil en er ekki síst þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum 30 Rock. Dauði Hutchens þykir minna á dauða leikarans Brandon Lee við tökur á The Crow árið 1993. Raunveruleg byssukúla reyndist enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og varð Lee fyrir skoti úr henni. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Í yfirlýsingum sem Baldwin birti á Twitter og Instagram í dag lýsti hann atvikinu sem sorglegu slysi og sagðist hann vera í sambandi við lögreglu og að hann myndi hjálpa við rannsókn á því hvað gerðist í rauninni. Þá lýsti hann yfir samúð sinni við fjölskyldu Hutchins. Byssan sem Baldwin hleypti af átti að innihalda púðurskot en fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluna ekki búna að opinbera hvað það var sem skaust úr hlaupi byssunnar og hæfði þau Hutchins og Souza. Slysið varð við tökur á kúrekamyndarinnar Rust. Hutchins var flutt á sjúkrahús með þyrlu þar sem hún lést. 1-There are no words to convey my shock and sadness regarding the tragic accident that took the life of Halyna Hutchins, a wife, mother and deeply admired colleague of ours. I'm fully cooperating with the police investigation to address how this tragedy occurred and— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021 2- I am in touch with her husband, offering my support to him and his family. My heart is broken for her husband, their son, and all who knew and loved Halyna.— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021 Hér má sjá myndefndi AP fréttaveitunnar frá tökustaðnum í Nýju Mexíkó og viðtal við sérfræðing í meðferð skotvopna. Hutchins, sem var 42 ára, úskrifaðist frá American Film Institute árið 2015 og var meðal annars nefnd „rísandi stjarna“ af American Cinematographer árið 2019. Baldwin hefur notið frægðar um árabil en er ekki síst þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum 30 Rock. Dauði Hutchens þykir minna á dauða leikarans Brandon Lee við tökur á The Crow árið 1993. Raunveruleg byssukúla reyndist enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og varð Lee fyrir skoti úr henni.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent