Boston og NBA í bobba í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 22:13 Enes Kanter hefur birt tvö myndbönd þar sem hann fór hörðum orðum um Xi Jinping, forseta Kína. EPA/Erik S. Lesser Stjórnvöld Bandaríkjanna gagnrýndu í dag hvernig ráðamenn í Kína hafa beitt sér gegn NBA-deildinni. Það er í kjölfar þess að áhorfendum í Kína var meinað að horfa á leiki Boston Celtics í kjölfar gagnrýnna ummæla eins leikmanns í garð kínverskra stjórnvalda. Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag. Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Enes Kanter birti í vikunni myndband þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Tíbet og kallaði Xi Jinping, forseta Kína, „grimman einræðisherra“. Körfuboltamaðurinn var harðlega gagnrýndur á kínverskum samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Reuters, og í kjölfarið var ekki hægt að horfa á leiki Celtics í Kína og myndbönd frá liðinu voru fjarlægð af internetinu í Kína. Í svari við fyrirspurn Reuters segir talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að ríkið hafi miklar áhyggjur af aðgerðum ráðamanna í Kína. Var eftirlýstur í Tyrklandi Kanter, sem er af tyrknesku bergi brotinn, var eftirlýstur þar í landi árið 2019 þegar yfirvöld í Tyrklandi sökuðu hann tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og var hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Sjá einnig: Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Kanter birti annað myndband í dag þar sem hann gagnrýnir Kommúnistaflokk Kína fyrir aðgerðir þeirra í Xinjiang-héraði. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn Úígúrum, sem eru múslimar. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Kanter gagnrýndi sérstaklega ráðamenn í Mið-Austurlöndum og aðra íþróttamenn sem eru múslimar fyrir að þaga um Xinjiang. Heartless Dictator of China,XI JINPING and the Communist Party of China.I am calling you out in front of the whole world.Close down the SLAVE labor camps and free the UYGHUR people!Stop the GENOCIDE, now!#FreeUyghurs pic.twitter.com/eEoiw5Uz2K— Enes Kanter (@EnesKanter) October 22, 2021 CNN segir að notendur Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill, hafi krafist þess í vikunni að Celtics refsuðu Kanter eða bæðust afsökunar. Þöglir enn sem komið er Forsvarsmenn NBA hafa ekki tjáð sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Kína verða ósáttir við menn í NBA og stöðva útsendingu leikja þar. NBA hefur varið mörgum árum og milljónum dala í fjárfestingar í Kína. Árið 2019 lýsti framkvæmdastjóri Houston Rockets yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong, þar sem yfirvöld í Kína hafa dregið verulega úr lýðræði og tjáningarfrelsi íbúa. Þegar Daryl Morey lýsti því yfir að fólk ætti að standa með Hong Kong fóru þar fram umfangsmikil mótmæli gegn andlýðræðislegum aðgerðum Kínverja. Þá var áætlað að um tíu prósent tekna NBA kæmu frá Kína og að hlutfallið gæti náð 30 prósentum fyrir 2030. Forsvarsmenn NBA báðust afsökunar en allir samstarfsaðilar NBA í Kína riftu samningum sínum við sambandið. Auglýsingar voru teknar niður og hætt var við sýningu leikja, svo eitthvað sé nefnt. Í Bandaríkjunum og víðar voru NBA-liðar hins vegar gagnrýndir fyrir að lúffa fyrir Kommúnistaflokki Kína. South Park hefur verið bannað í Kína eftir að þættirnir gerðu grín að Xi og því hve mikið alþjóðleg fyrirtæki legðu á sig til að komast á kínverskan markað. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa versnað töluvert frá 2019. NBA-liðar voru gagnrýndir töluvert fyrir afsökunarbeiðnina 2019 en gera má ráð fyrir því að viðbrögðin yrðu enn verri í dag.
Bandaríkin Kína Mannréttindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira