Bundesligan: Þægilegt hjá þýsku risunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 15:31 Lewandowski skoraði í dag EPA-EFE/RONALD WITTEK Bayern Munchen vann afskaplega þægilegan sigur á Hoffenheim á heimavelli í þýsku Bundesligunni í dag, lokatölur 4-0 og Lewandowski að sjálfsögðu með mark. Dortmund vann sinn leik líka nokkuð örugglega á móti Armenia Bielefeld á útivelli, 1-3. Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg Þýski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira
Bayern Munchen voru í efsta sæti deildarinnar fyrir daginn í dag og það átti ekkert eftir að breytast. Bæjarar með nítján stig í átta leikjum með markatöluna 29-8. Hoffenheim voru hins vegar um miðja deild með ellefu stig. Bayern byrjuðu leikinn mun betur og strax á 4. mínútu skoraði Serge Gnabry mark sem var dæmt af vegna brots. Gnabry lét þetta þó ekkert á sig fá heldur skoraði bara aftur. Í þetta sinn eftir frábært samspil liðsins á 16. mínútu. Það var Jamal Musiala sem átti sendinguna á Gnabry. Á 30. mínútu var komið að sennilega besta miðframherja heimsins í dag, Robert Lewandowski. Lewandowski fékk boltann fyrir utan teig og klíndi boltanum upp í hornið. 2-0 i hálfleik. Það voru svo þeir Eric Choupo-Mouting og Kingsley Coman sem lokuðu þessum leik með mörkum á 82. og 87. mínútu. Auðvelt hjá Bayern sem er með 22 stig á toppnum. Jude Bellingham dribbled through the whole Arminia Bielefeld defense to score a wondergoal.Incredible pic.twitter.com/KxPnujS7sI— B/R Football (@brfootball) October 23, 2021 Dortmund gerði góða ferð til Bielefeld og unni 1-3 sigur á Armenia Bielefeld. Emre Can kom gulum Dortmundarmönnum yfir á 31. mínútu úr vítaspyrnu en Mads Hummels bætti við öðru marki rétt áður en hálfleiksflautan gall. 0-2 í hálfleik. Það var svo Jude Bellingham sem skoraði hið mikilvæga þriðja mark á 72. mínútu og var það af dýrari gerðinni. Bellingham fékk boltann á vítateigslínunni, lék á þrjá leikmenn Armenia og vippaði yfir markvörðinn. Stórglæsilegt mark. Fabien Klos lagaði stöðuna með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en lengra komust leikmenn Armenia ekki og Dortmund fagnaði sigri. Dortmund er með 21. stig í öðru sæti deildarinnar. Önnur úrslit í deildinni í dag: RB Leipzig 4-1 Greuther Furth Wolfsburg 0-2 Freiburg
Þýski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira