Réttarhöld í mannránsmáli Salvini hafin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2021 08:41 Salvini ræddi við blaðamenn fyrir utan dómhúsið í Palermo í gær. Þar hæddist hann meðal annars að þeirri staðreynd að leikarinn Richard Gere væri á meðal vitna ákæruvaldsins. AP/Gregorio Borgia Réttarhöld yfir Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, eru hafin. Hann er ákærður fyrir mannrán og vanrækslu embættiskyldna með því að hafa komið í veg fyrir að björgunarskip með farandverkafólk innanborðs kæmi að höfn á Ítalíu. Hann neitar sök. Meint embættisbrot Salvinis átti sér stað í ágúst árið 2019, þegar hann lét loka höfnum fyrir spænsku björgunarskipi sem innihélt 150 farandverkafólks sem hafði verið bjargað af flekum og bátum í Miðjarðarhafinu. Áhöfn og farþegar skipsins vörðu því 19 dögum úti fyrir ströndum Ítalíu áður en því var leyft að leggja að höfn. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að aðstæður um borð hafi á þeim tíma orðið afar slæmar. Hollywood-leikari meðal vitna Á fyrsta degi réttarhaldanna í gær var hlustað á vitnaskýrslur frá vitnum beggja megin borðsins, þeirra sem ákæruvaldið og verjendur Salvini höfðu kallað til. Meðal vitna ákæruvaldsins er bandaríski leikarinn Richard Gere, sem var um borð í björgunarskipinu. Áður en réttarhöldin hófust hæddist Salvini að aðkomu leikarans að málinu. „Ég velti fyrir mér hvort það sé raunverulega satt að Richard Gere frá Hollywood ætli að bera vitni um hegðun mína fyrir réttinum,“ sagði Salvini við blaðamenn fyrir utan dómsalinn. Meðal annarra vitna í málinu eru Giuseppe Conte forsætisráðherra og ráðherrar í ríkisstjórn hans. Gere hafði farið um borð í skipið skömmu áður en því var leyft að leggjast að höfn á ítölsku eyjunni Lampedusa. Málið var afar umdeilt á sínum tíma og olli togstreitu í þáverandi ríkisstjórn Ítalíu. Það var svo í febrúar á síðasta ári sem öldungadeild ítalska þingsins greiddi atkvæði með því að svipta Salvini friðhelgi sem hann naut sem þingmaður. Í kjölfarið var hægt að ákæra hann fyrir hin meintu brot. Ítalía Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Meint embættisbrot Salvinis átti sér stað í ágúst árið 2019, þegar hann lét loka höfnum fyrir spænsku björgunarskipi sem innihélt 150 farandverkafólks sem hafði verið bjargað af flekum og bátum í Miðjarðarhafinu. Áhöfn og farþegar skipsins vörðu því 19 dögum úti fyrir ströndum Ítalíu áður en því var leyft að leggja að höfn. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að aðstæður um borð hafi á þeim tíma orðið afar slæmar. Hollywood-leikari meðal vitna Á fyrsta degi réttarhaldanna í gær var hlustað á vitnaskýrslur frá vitnum beggja megin borðsins, þeirra sem ákæruvaldið og verjendur Salvini höfðu kallað til. Meðal vitna ákæruvaldsins er bandaríski leikarinn Richard Gere, sem var um borð í björgunarskipinu. Áður en réttarhöldin hófust hæddist Salvini að aðkomu leikarans að málinu. „Ég velti fyrir mér hvort það sé raunverulega satt að Richard Gere frá Hollywood ætli að bera vitni um hegðun mína fyrir réttinum,“ sagði Salvini við blaðamenn fyrir utan dómsalinn. Meðal annarra vitna í málinu eru Giuseppe Conte forsætisráðherra og ráðherrar í ríkisstjórn hans. Gere hafði farið um borð í skipið skömmu áður en því var leyft að leggjast að höfn á ítölsku eyjunni Lampedusa. Málið var afar umdeilt á sínum tíma og olli togstreitu í þáverandi ríkisstjórn Ítalíu. Það var svo í febrúar á síðasta ári sem öldungadeild ítalska þingsins greiddi atkvæði með því að svipta Salvini friðhelgi sem hann naut sem þingmaður. Í kjölfarið var hægt að ákæra hann fyrir hin meintu brot.
Ítalía Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira