Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2021 11:36 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/einar Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun. Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun.
Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46