Íslandsmeistari í járningum kemur frá Belgíu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2021 20:16 Geert Cornelis Íslandsmeistari í járningum 2021 með verðlaunin sín, ásamt þeim Gunnari Halldórssyni og Halldóri Kristni Guðjónssyni, sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Marteinn Magnússon Nýr Íslandsmeistari í járningum var krýndur um helgina en átta keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu með því að járna nokkur hross frá Eldhestum í Ölfusi.“Gott skap og sterkur líkami þarf að einkenna góðan járningamann“, segir yfirdómari mótsins. Það var Járningamannafélag Íslands, sem stóð að Íslandsmótinu, sem fór fram í gær hjá Eldhestum. Keppendurnir átta komu víða að landinu, allt karlmenn og vanir járningamenn. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við járningu hesta og hófhirðu þeirra. Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands. „Fyrir þann sem skilur járninguna og kann hana þá er þetta ekkert flókið verk, það er bara mjög auðvelt. En til þess þurfa menn að vita hvað þeir eru að gera, þetta er bara eins og með læknirinn og bílvirkjana,“ segir Sigurður. En hvað þarf að einkenna góðan járningamann? „Gott skap og sterkur líkami. Það þarf alltaf að vera jákvæður hrossunum og láta sér ekki renna í skap mikið og vita hvað þú ert að gera. Svo verður þú náttúrulega að hafa heppilegan skrokk fyrir járninguna því að þú sérð það seinna að þetta er rosalega þung vinna.“ Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum í Rangárþingi ytra var yfirdómari á Íslandsmótinu en hann hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin var hörð og spennandi og gekk Sigurður á milli keppenda og tók út verk þeirra, ásamt Sturlu Þórhallssonar meðdómara, enda var til mikils að vinna að fá þennan risa farandbikar. Það fór svo að lokum að Geert Cornelis, sem er frá Belgíu en hefur járnað á Íslandi til fjölda ára var krýndur Íslandsmeistari í járningum fyrir árið 2021. Í öðru sæti varð Gunnar Halldórsson og Halldór Kristinn Guðjónsson varð í þriðja sæti. Geert segir að þrátt fyrir að járningar geti verið erfiðar og tekið á þá séu þær mjög skemmtilegar og gaman að vinna sem járningamaður. „Allt hefur sína kosti og galla,“ segir hann alsæll með Íslandsmeistaratitilinn. Geert Cornelis, sem er frá Belgíu hefur járnað á Íslandi til fjölda ára og líkar starfið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Engin kona tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í ár en vonast er til að einhverjar þeirra skrái sig til keppninnar á næsta ári því það færist mjög í vöxt að konur starfi við járningar á Íslandi líkt og karlarnir. Járningamannafélag Íslands stóð að Íslandsmeistaramótinu í járningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Það var Járningamannafélag Íslands, sem stóð að Íslandsmótinu, sem fór fram í gær hjá Eldhestum. Keppendurnir átta komu víða að landinu, allt karlmenn og vanir járningamenn. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga við járningu hesta og hófhirðu þeirra. Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands. „Fyrir þann sem skilur járninguna og kann hana þá er þetta ekkert flókið verk, það er bara mjög auðvelt. En til þess þurfa menn að vita hvað þeir eru að gera, þetta er bara eins og með læknirinn og bílvirkjana,“ segir Sigurður. En hvað þarf að einkenna góðan járningamann? „Gott skap og sterkur líkami. Það þarf alltaf að vera jákvæður hrossunum og láta sér ekki renna í skap mikið og vita hvað þú ert að gera. Svo verður þú náttúrulega að hafa heppilegan skrokk fyrir járninguna því að þú sérð það seinna að þetta er rosalega þung vinna.“ Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum í Holtum í Rangárþingi ytra var yfirdómari á Íslandsmótinu en hann hefur járnað mörg þúsund hesta í gegnum árin enda einn af færustu járningamönnum Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Keppnin var hörð og spennandi og gekk Sigurður á milli keppenda og tók út verk þeirra, ásamt Sturlu Þórhallssonar meðdómara, enda var til mikils að vinna að fá þennan risa farandbikar. Það fór svo að lokum að Geert Cornelis, sem er frá Belgíu en hefur járnað á Íslandi til fjölda ára var krýndur Íslandsmeistari í járningum fyrir árið 2021. Í öðru sæti varð Gunnar Halldórsson og Halldór Kristinn Guðjónsson varð í þriðja sæti. Geert segir að þrátt fyrir að járningar geti verið erfiðar og tekið á þá séu þær mjög skemmtilegar og gaman að vinna sem járningamaður. „Allt hefur sína kosti og galla,“ segir hann alsæll með Íslandsmeistaratitilinn. Geert Cornelis, sem er frá Belgíu hefur járnað á Íslandi til fjölda ára og líkar starfið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Engin kona tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í ár en vonast er til að einhverjar þeirra skrái sig til keppninnar á næsta ári því það færist mjög í vöxt að konur starfi við járningar á Íslandi líkt og karlarnir. Járningamannafélag Íslands stóð að Íslandsmeistaramótinu í járningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira