Samkvæmt yfirlýsingu frá umboðsmanni Tyler lést hann friðsamlega á heimili sínu í Los Angeles í morgun. „Ef þú hittir hann, þá áttir þú vin fyrir lífstíð,“ sagði í yfirlýsingunni. „Hann lætur eftir sig eiginkonu sína Jennifer Carno; ást lífs hans.“
Tyler greindist með blöðruhálskirtilskrabbamein árið 2018, sem breiddist seinna út í bein. Hann var ófeiminn við að ræða veikindi sín og hvatti karlmenn til að vera meðvitaðir um sjúkdóminn og fara í blóðprufu.
Warner Bros. Television mourns the loss of James Michael Tyler, a beloved actor and integral part of our FRIENDS family. Our thoughts are with his family, friends, colleagues and fans. ❤️☕️ pic.twitter.com/9coGnT5BHz
— FRIENDS (@FriendsTV) October 24, 2021
Gunther var ein ástsælasta aukapersónuna í sjónvarpsþáttunum Friends. Hann var yfirmaður á kaffihúsinu Central Perk og umbar hinn arfaslaka starfskraft Rachel Green, enda yfir sig ástafanginn af henni.
„Heimurinn þekkti hann sem Gunther (sjöunda Vininn) en ástvinir Michael þekktu hann sem leikara, tónlistarmann, baráttumann og elskulegan eiginmann,“ sagði umboðsmaður Tyler.
Tyler birtist stuttlega í endurfunda-útgáfu Friends í síðasta mánuði þar sem hann sagði að þau tíu ár þegar hann átti aðkomu að þáttunum hefðu verið þau eftirminnilegustu á ævinni.
Fyrir sjónvarsunnendur er skammt stórra högga á milli en á dögunum var greint frá því að Willie Garson, sem lék Stanford í þáttunum Sex and the City, hefði látist úr briskrabbameini.
Hann var 59 ára.