Glæpabaróninn Otoniel verður framseldur til Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 23:11 Otoniel er leiðtogi Clan del Golfo, eða Flóagengisins. Það er talið telja um 1.800 meðlimi, sem hafa meðal annars verið handteknir í Argentínu, Brasilíu, Hondúras, Perú og á Spáni. Gengið ræður yfir fjölda smyglleiða frá Kólumbíu til Bandaríkjanna. AP Eiturlyfjabaróninn Dario Antonio Úsuga, kallaður Otoniel, verður framseldur til Bandaríkjanna. Otoniel var handsamaður á laugardag í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og hersins í Kólumbíu. Otoniel er leiðtogi stærsta glæpagengis Kólumbíu og hefur um árabil verið á lista bandaríska eiturlyfjaeftirlitsins yfir eftirlýsta glæpamenn. Bandarísk yfirvöld höfðu sett 5 milljónir bandaríkjadala til höfuðs glæpabaróninum en Otoniel hefur meðal annars verið sakaður um að flytja 73 rúmmetra af kókaíni til Bandaríkjanna á árunum 2003 til 2014. Varnarmálaráðherra Kólumbíu, Diego Molano, sagði í samtali við dagblaðið El Tiempo að næsta skref væri að koma til móts við framsalskröfu Bandaríkjamanna. Otoniel hefur verið fluttur á herstöð í höfuðborginni Bogotá og mun dvelja þar þar til hann verður framseldur. Forsetinn Iván Duque fagnaði handtöku Otoniel í sérstöku sjónvarpsávarpi. „Þetta er stærsta högg sem fíkniefnasmygl í landinu hefur orðið fyrir á þessari öld,“ sagði hann. „Það er aðeins samanburðarhæft við fall Pablo Escobar á tíunda áratug síðustu aldar.“ Otoniel var handsamaður á felustað sínum í Antioquia-héraði í norðvesturhluta Kólumbíu, nálægt landamærunum að Panama. 500 hermenn tóku þátt og 22 þyrlur voru notaðar í aðgerðinni. Einn lögreglumaður lést. Glæpabaróninn hafði farið huldu höfði um langt skeið og flutt sig á milli staða á strjálbýlum svæðum landsins til að forðast handtöku. Þá notaði hann ekki síma, heldur reiddi sig á aðstoðarmenn sem fluttu skrifleg skilaboð til þeirra sem hann þurfti að hafa samband við. Að sögn yfirvalda tókst að hafa uppi á Otoniel með notkun gervihnatta. Þau fengu aðstoð bæði frá bandarískum og breskum stofnunum. Duque sagði um að ræða umfangsmestu aðgerðir sem herinn hefði ráðist í í frumskógum landsins. Kólumbía Bandaríkin Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Handsömuðu einn alræmdasta glæpaforingja Kólumbíu Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit. 23. október 2021 23:52 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Otoniel er leiðtogi stærsta glæpagengis Kólumbíu og hefur um árabil verið á lista bandaríska eiturlyfjaeftirlitsins yfir eftirlýsta glæpamenn. Bandarísk yfirvöld höfðu sett 5 milljónir bandaríkjadala til höfuðs glæpabaróninum en Otoniel hefur meðal annars verið sakaður um að flytja 73 rúmmetra af kókaíni til Bandaríkjanna á árunum 2003 til 2014. Varnarmálaráðherra Kólumbíu, Diego Molano, sagði í samtali við dagblaðið El Tiempo að næsta skref væri að koma til móts við framsalskröfu Bandaríkjamanna. Otoniel hefur verið fluttur á herstöð í höfuðborginni Bogotá og mun dvelja þar þar til hann verður framseldur. Forsetinn Iván Duque fagnaði handtöku Otoniel í sérstöku sjónvarpsávarpi. „Þetta er stærsta högg sem fíkniefnasmygl í landinu hefur orðið fyrir á þessari öld,“ sagði hann. „Það er aðeins samanburðarhæft við fall Pablo Escobar á tíunda áratug síðustu aldar.“ Otoniel var handsamaður á felustað sínum í Antioquia-héraði í norðvesturhluta Kólumbíu, nálægt landamærunum að Panama. 500 hermenn tóku þátt og 22 þyrlur voru notaðar í aðgerðinni. Einn lögreglumaður lést. Glæpabaróninn hafði farið huldu höfði um langt skeið og flutt sig á milli staða á strjálbýlum svæðum landsins til að forðast handtöku. Þá notaði hann ekki síma, heldur reiddi sig á aðstoðarmenn sem fluttu skrifleg skilaboð til þeirra sem hann þurfti að hafa samband við. Að sögn yfirvalda tókst að hafa uppi á Otoniel með notkun gervihnatta. Þau fengu aðstoð bæði frá bandarískum og breskum stofnunum. Duque sagði um að ræða umfangsmestu aðgerðir sem herinn hefði ráðist í í frumskógum landsins.
Kólumbía Bandaríkin Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Handsömuðu einn alræmdasta glæpaforingja Kólumbíu Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit. 23. október 2021 23:52 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Handsömuðu einn alræmdasta glæpaforingja Kólumbíu Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit. 23. október 2021 23:52