Áhorfandi þurfti að gefa Tom Brady aftur bolta sem var meira en 64 milljóna virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 09:31 Áhorfandinn gefur hér boltann aftur til búningstjóra Tampa Bay liðsins en til hægri þakkar Tom Brady áhorfendum eftir leik. Samsett/AP/Jason Behnken Tom Brady varð í gær fyrsti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar til að gefa sex hundruð snertimarkssendingar en því náði kappinn í sannfærandi 38-3 sigri Tampa Bay Buccaneers á Chicago Bears. Brady gaf þessa sögulega sendingu strax í fyrsta leikhlutanum þegar hann fann útherjann Mike Evans. Evans var aftur á móti ekki alveg með söguna á hreinu. Evans hljóp nefnilega með boltann upp í stúku og gaf einum kátum stuðningsmanni Tampa Bay Buccaneers liðsins. Brady vildi auðvitað fá boltann og búningsstjóri Tampa Bay Buccaneers fór því til áhorfandans og fékk hann til að skipta á boltum. Mike Evans accidentally gave a fan Tom Brady's 600th TD ball and the Bucs had to negotiate to get it back (via @NFLonCBS)pic.twitter.com/j0hfiBPQ1t— Bleacher Report (@BleacherReport) October 24, 2021 Sérfræðingar voru hins vegar fljótir að benda á það að áhorfandinn hefði þarna tapað að minnsta kosti fimm hundruð þúsund Bandaríkjadölum eða meira en 64 milljónum króna. Boltinn hefði líklega verið enn meira virði á endursölumarkaðu. Þarna var besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar að ná tímamótaárangri sem ólíklegt er að nokkur annar leikstjórnandi muni ná. Brady var þegar búinn að eignast metið yfir flestar snertimarkssendingar en Drew Brees var með 571 þegar hann setti skóna upp á hillu eftir síðasta tímabil. Það voru því margir sem vildu að umræddur áhorfandi fengi miklu meira en annan bolta eða áritaða treyju frá Tom Brady. Það má búast við því að einhverjir fjölmiðlar í Tampa Bay munu ræða við hann í vikunni. Fan gets Tom Brady s 600th TD ball after Mike Evans handed it to him not realizing what it was. The Bucs staff came over to ask for it back and fan complied. Just spoke with @KenGoldin of @GoldinAuctions. Said the ball is worth $500,000 at minimum.— Darren Rovell (@darrenrovell) October 24, 2021 NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira
Brady gaf þessa sögulega sendingu strax í fyrsta leikhlutanum þegar hann fann útherjann Mike Evans. Evans var aftur á móti ekki alveg með söguna á hreinu. Evans hljóp nefnilega með boltann upp í stúku og gaf einum kátum stuðningsmanni Tampa Bay Buccaneers liðsins. Brady vildi auðvitað fá boltann og búningsstjóri Tampa Bay Buccaneers fór því til áhorfandans og fékk hann til að skipta á boltum. Mike Evans accidentally gave a fan Tom Brady's 600th TD ball and the Bucs had to negotiate to get it back (via @NFLonCBS)pic.twitter.com/j0hfiBPQ1t— Bleacher Report (@BleacherReport) October 24, 2021 Sérfræðingar voru hins vegar fljótir að benda á það að áhorfandinn hefði þarna tapað að minnsta kosti fimm hundruð þúsund Bandaríkjadölum eða meira en 64 milljónum króna. Boltinn hefði líklega verið enn meira virði á endursölumarkaðu. Þarna var besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar að ná tímamótaárangri sem ólíklegt er að nokkur annar leikstjórnandi muni ná. Brady var þegar búinn að eignast metið yfir flestar snertimarkssendingar en Drew Brees var með 571 þegar hann setti skóna upp á hillu eftir síðasta tímabil. Það voru því margir sem vildu að umræddur áhorfandi fengi miklu meira en annan bolta eða áritaða treyju frá Tom Brady. Það má búast við því að einhverjir fjölmiðlar í Tampa Bay munu ræða við hann í vikunni. Fan gets Tom Brady s 600th TD ball after Mike Evans handed it to him not realizing what it was. The Bucs staff came over to ask for it back and fan complied. Just spoke with @KenGoldin of @GoldinAuctions. Said the ball is worth $500,000 at minimum.— Darren Rovell (@darrenrovell) October 24, 2021
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira