Makamál

Fæstir taka með sér verjur út á lífið

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segjast aðeins 16% kvenna og 16% karla alltaf taka með sér verjur þegar farið er út á lífið. 
Samkvæmt niðurstöðum úr könnun Makamála segjast aðeins 16% kvenna og 16% karla alltaf taka með sér verjur þegar farið er út á lífið.  Getty

Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 

Flestir eru meðvitaðir um mikilvægi þess að nota verjur í kynlífi, þá sérstaklega þegar kemur að skyndikynnum eða þegar fólk er að byrja ástarsamband.

Smokkurinn fer þar fremstur í fararbroddi, vörn bæði gegn kynsjúkdómum sem og getnaði.

Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þeir tækju með sér verjur þegar haldið er út á djammið. Könnunin var kynjaskipt til að sjá hvort að einhver greinanlegur munur væri þar á svörum kynjanna.  

Svo virtist ekki vera og mátti vart sjá neinn mun á svörunum en yfir þrjú þúsund manns tóku þátt í könnuninni. 

Ef marka má niðurstöðurnar má sjá að langfæstir eru fyrirfram undirbúnir undir óvænt ástarævintýri eða einungis 16%.

Um 50% svara því að taka aldrei með sér verjur út á lífið og um 20% yfirleitt ekki.  


Niðurstöður*

KONUR:

Já, alltaf - 16%

Já, yfirleitt - 12%

Nei, yfirleitt ekki - 19%

Nei, aldrei - 53%

KARLAR:

Já, alltaf - 16%

Já, yfirleitt - 15%

Nei, yfirleitt ekki - 21%

Nei, aldrei - 48%


 *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×