„Mér finnst auðvitað þessi gagnrýnandi í Dagens Nyheter vera hvínandi fábjáni“ Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2021 11:52 Eiríkur Örn Norðdahl fær útreið á síðum Dagens Nyheter. Hann segir gagnrýnandann hvínandi fábjána, en það sé hans réttur að sárna gagnrýni sem honum þykir ómakleg. Annars er hann bara hress og veit ekki alveg hvort hann eigi að gráta stjörnugjöfina sem er að hverfa víða. BALDUR PÁLL HÓLMGEIRSSON Eiríkur Örn Norðdahl fær ekki háa einkunn fyrir bók sína Brúin yfir Tangagötu í Dagens Nyheter. Bók Eiríks kom út í fyrra á Íslandi og hlaut afar lofsamlega dóma og góðar viðtökur. Bókin er komin út í Svíþjóð en Jesper Högström, gagnrýnandi Dagens Nyheter, er ekki hrifinn. Vægast sagt. Hann segir bókina skorta tilfinningalega dýpt, hinn meinti húmor í bókinni sé misheppnaður, þýðandinn John Swedemark vinni afrek með að þæfa sig í gegnum vaðalinn og ósamstæðan stílinn. Sem er í raun óvinnandi vegur. Eiríkur Örn birtir dóminn í heild sinni á Facebook-síðu sinni og fylgir honum úr hlaði með þeim orðum að vinir hans þær ættu ekki að ímynda sér að líf hans sé stanslaus sigurganga, sem það þó auðvitað annars er. „Brúnni gersamlega slátrað – eða hún „söguð“, einsog maður segir á sænsku og meikar auðvitað meira sens í þessu tilviki – í Dagens Nyheter í dag. Gagnrýnandinn (sem mér er sagt til huggunar að sé húmorslaus, og hafi t.d. slátrað hinni stórkostlegu Sellout Pauls Beatty, af því það væri bara alls ekkert hlægilegt við rasisma) hatar Brúna svo mikið að hann klykkir út með því að óska þess eiginlega að Ísafjörður leggist í eyði. Það verður ekki annað sagt en að þetta sé svolítið hressilegt.“ Slátranir alveg úr móð Eiríkur, sem býr í Svíþjóð sem og á Ísafirði, og segir þetta hressandi þegar blaðamaður Vísis innti hann eftir þessum forvitnilega dómi en sjaldgæft er orðið í seinni tíð að krassandi „hauskúpudómar“ sjáist á Íslandi. Eða er ekki rétt munað að bókinni hafi verið afar vel tekið þegar hún kom út á Íslandi? „Jújú,“ segir Eiríkur Örn og bendir á að hún hafi unnið til verðlauna. Og hún hafi reyndar fengið fjölda fínna dóma í Svíþjóð líka. En svo kom þessi sem rekur lestina. „Og sker sig almennt úr, slátranir eru alveg úr móð,“ segir Eiríkur Örn. Ástar/haturssamband listamanna og gagnrýnanda er athyglisvert fyrirbæri. Meðan rithöfundar hafa horn í síðu gagnrýnenda þá geta þeir ekki án gagnrýninnar verið. Og kalla ákaft eftir henni því verst er að fá enga gagnrýni. Eiríkur Örn hefur velt þessu talsvert fyrir sér, meðal annars í viðtali við Vísi: Eiríkur Örn merkir ekki mikinn mun á bókadómum í Svíþjóð og á Íslandi. „Nei, ekki þannig. Það er ábyggilega aðeins meira um slátranir í Svíþjóð en hér heima, en ekki svo neinu munar. Skalinn er 3-5 stjörnur, sirka. Svo verður maður að rýna í 3 stjörnudómana til að átta sig á því hvort gagnrýnandanum fannst bókin í meðallagi góð eða ömurleg.“ En þarf ekki stöku slátrun til að lofið öðlist merkingu? „Ég veit ekki með lofið en það þarf allavega að nota neðra rófið á skalanum ef þriggja stjörnu dómarnir eiga að hafa einhverja merkingu. 5 stjörnu dómarnir finnst mér síður missa gildi sitt en miðjan verður alger moðreykur. Þess vegna taka höfundar líka oft þriggja stjörnu dómum svona illa. Það er enginn leið að vita hvort þeir eru heiðarlegir 3 stjörnu dómar eða uppdressaðar hauskúpur – klæddar í fjarvistarsönnun, svo gagnrýnandinn sé sjálfur laus undan því að í hann sé potað.“ Óttast að afstöðuleysið verði meira með hvarfi stjörnugjafar Eiríkur Örn segist, sem ritstjóri menningarvefritsins Stafafugls þekkja það að ef þú dæmir eitthvað og gefur því minna en þrjár stjörnur, þá verði allt vitlaust. „En ef þú smyrð 1-2 aukastjörnum á þetta og einblínir á hlutlausar lýsingar eða bara það sem er ágætt, þá færðu frið.“ Það hefur verið óðaverðbólga í stjörnugjöfinni á undanförnum árum. En nú er Fréttablaðið búið að fella út stjörnugjöfina. Hvað finnst þér og kollegum þínum almennt um það? „Ég er á báðum áttum með það. Mér sýnist kollegarnir fagna því. En ég óttast að miðjumoðið verði ennþá meira. Eða réttara sagt afstöðuleysið. Mér finnst auðvitað þessi gagnrýnandi í Dagens Nyheter vera hvínandi fábjáni – það er réttur minn, og hann misskilur bókina frá upphafi til enda – en það er til fyrirmyndar að láta bækur skipta sig nógu miklu máli til að leyfa þeim að fara í taugarnar á sér. Best er auðvitað ef afstaðan er bara í textanum, frekar en stjörnunum en stjörnunum var áreiðanlega þvingað upp á gagnrýnendurna svo þeir neyddust til þess að taka afstöðu fremur en bara lýsa bókunum.“ Það má og á að ögra Eiríkur Örn segist ekki geta svarað fyrir „rithöfunda“ en hann hafi alltaf verið áhugamaður um gagnrýni. Og hann segist leyfa sér að taka hana nærri sér ef svo ber undir og svara henni ef þannig liggi á sér. Það getur reynst tvíeggja sverð, en Eiríkur veltir því fyrir sér á móti hvernig það megi vera? En einhverjir eru á því að ekki sé við hæfi að svara gagnrýni á þeim forsendum að það sé til marks um óviðeigandi viðkvæmni og svo eru til kenningar sem ganga út á að höfundurinn hafi ekkert meira um bækur sínar að segja en hver annar lesandi? „Ég legg bara frekar lítið upp úr því að vera viðeigandi. Lífið er ekki stássstofa – og ég held að bókmenntir einsog aðrar listir hafi svolítið gott af því að það séu einhver fagurfræðileg átök í senunni. Höfundurinn hefur ekki endilega neitt meira um bækur sínar að segja en hver annar lesandi – og ekki gagnrýnandinn heldur – en hann er eðli málsins samkvæmt þaulkunnugur verkum sínum og veruleika þeirra og hefur bæði rétt á sínu sjónarmiði og getur einfaldlega bent á það sem ekki gengur upp eða jafnvel krafið gagnrýnandann svara. Hvað áttu við með X, Y og Z og hvar sér þess stað í bókinni? Eiríkur fær það óþvegið á síðum Dagens Nyheter.skjáskot Gagnrýni er svo stutt núorðið og þar með hnitmiðuð og fullyrðingaglöð – frekar en að gagnrýnandinn reyni að sanna kenningar sínar heldur hann þeim bara fram og lætur gott heita. Því má og á að ögra.“ Ætlar að sjá til hvort hann sakni stjörnugjafarinnar Eiríkur Örn segir að eins og í allri rökræðu þá sé það svo annarra að ákveða hver hafi „rétt fyrir sér“ sem er meira að segja ekki alltaf viðeigandi þanki í fagurfræðilegu debatt. En Dagens Nyheter styðst ekki við stjörnugjöf? „Nei – ég held það sé alveg hætt í Svíþjóð. Dagens Nyheter var áreiðanlega aldrei með stjörnugjöf, en Aftonbladet var með, en ég sé ekki betur en hún sé hætt þar líka.“ Við söknum stjarnanna? „Ég ætla bara að bíða og sjá. Það gæti farið alveg á hinn veginn – að gagnrýnendur telji sig loks knúna til að segja hug sinn í textanum, taka afstöðu, nú þegar þeir geta ekki vísað henni í stjörnugjöfina. Ég verð að viðurkenna að ég tók ekki eftir því þegar hún hvarf í Svíþjóð.“ Og þessi Jesper Högström þarf engar hauskúpur til að slátra bók þinni? „Nei, stjörnurnar eru til einhvers annars. Högström fær nærri 1000 orð til að tala um bókina. Maður með þúsund orð hefur ekkert við stjörnur að gera.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Svíþjóð Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Bók Eiríks kom út í fyrra á Íslandi og hlaut afar lofsamlega dóma og góðar viðtökur. Bókin er komin út í Svíþjóð en Jesper Högström, gagnrýnandi Dagens Nyheter, er ekki hrifinn. Vægast sagt. Hann segir bókina skorta tilfinningalega dýpt, hinn meinti húmor í bókinni sé misheppnaður, þýðandinn John Swedemark vinni afrek með að þæfa sig í gegnum vaðalinn og ósamstæðan stílinn. Sem er í raun óvinnandi vegur. Eiríkur Örn birtir dóminn í heild sinni á Facebook-síðu sinni og fylgir honum úr hlaði með þeim orðum að vinir hans þær ættu ekki að ímynda sér að líf hans sé stanslaus sigurganga, sem það þó auðvitað annars er. „Brúnni gersamlega slátrað – eða hún „söguð“, einsog maður segir á sænsku og meikar auðvitað meira sens í þessu tilviki – í Dagens Nyheter í dag. Gagnrýnandinn (sem mér er sagt til huggunar að sé húmorslaus, og hafi t.d. slátrað hinni stórkostlegu Sellout Pauls Beatty, af því það væri bara alls ekkert hlægilegt við rasisma) hatar Brúna svo mikið að hann klykkir út með því að óska þess eiginlega að Ísafjörður leggist í eyði. Það verður ekki annað sagt en að þetta sé svolítið hressilegt.“ Slátranir alveg úr móð Eiríkur, sem býr í Svíþjóð sem og á Ísafirði, og segir þetta hressandi þegar blaðamaður Vísis innti hann eftir þessum forvitnilega dómi en sjaldgæft er orðið í seinni tíð að krassandi „hauskúpudómar“ sjáist á Íslandi. Eða er ekki rétt munað að bókinni hafi verið afar vel tekið þegar hún kom út á Íslandi? „Jújú,“ segir Eiríkur Örn og bendir á að hún hafi unnið til verðlauna. Og hún hafi reyndar fengið fjölda fínna dóma í Svíþjóð líka. En svo kom þessi sem rekur lestina. „Og sker sig almennt úr, slátranir eru alveg úr móð,“ segir Eiríkur Örn. Ástar/haturssamband listamanna og gagnrýnanda er athyglisvert fyrirbæri. Meðan rithöfundar hafa horn í síðu gagnrýnenda þá geta þeir ekki án gagnrýninnar verið. Og kalla ákaft eftir henni því verst er að fá enga gagnrýni. Eiríkur Örn hefur velt þessu talsvert fyrir sér, meðal annars í viðtali við Vísi: Eiríkur Örn merkir ekki mikinn mun á bókadómum í Svíþjóð og á Íslandi. „Nei, ekki þannig. Það er ábyggilega aðeins meira um slátranir í Svíþjóð en hér heima, en ekki svo neinu munar. Skalinn er 3-5 stjörnur, sirka. Svo verður maður að rýna í 3 stjörnudómana til að átta sig á því hvort gagnrýnandanum fannst bókin í meðallagi góð eða ömurleg.“ En þarf ekki stöku slátrun til að lofið öðlist merkingu? „Ég veit ekki með lofið en það þarf allavega að nota neðra rófið á skalanum ef þriggja stjörnu dómarnir eiga að hafa einhverja merkingu. 5 stjörnu dómarnir finnst mér síður missa gildi sitt en miðjan verður alger moðreykur. Þess vegna taka höfundar líka oft þriggja stjörnu dómum svona illa. Það er enginn leið að vita hvort þeir eru heiðarlegir 3 stjörnu dómar eða uppdressaðar hauskúpur – klæddar í fjarvistarsönnun, svo gagnrýnandinn sé sjálfur laus undan því að í hann sé potað.“ Óttast að afstöðuleysið verði meira með hvarfi stjörnugjafar Eiríkur Örn segist, sem ritstjóri menningarvefritsins Stafafugls þekkja það að ef þú dæmir eitthvað og gefur því minna en þrjár stjörnur, þá verði allt vitlaust. „En ef þú smyrð 1-2 aukastjörnum á þetta og einblínir á hlutlausar lýsingar eða bara það sem er ágætt, þá færðu frið.“ Það hefur verið óðaverðbólga í stjörnugjöfinni á undanförnum árum. En nú er Fréttablaðið búið að fella út stjörnugjöfina. Hvað finnst þér og kollegum þínum almennt um það? „Ég er á báðum áttum með það. Mér sýnist kollegarnir fagna því. En ég óttast að miðjumoðið verði ennþá meira. Eða réttara sagt afstöðuleysið. Mér finnst auðvitað þessi gagnrýnandi í Dagens Nyheter vera hvínandi fábjáni – það er réttur minn, og hann misskilur bókina frá upphafi til enda – en það er til fyrirmyndar að láta bækur skipta sig nógu miklu máli til að leyfa þeim að fara í taugarnar á sér. Best er auðvitað ef afstaðan er bara í textanum, frekar en stjörnunum en stjörnunum var áreiðanlega þvingað upp á gagnrýnendurna svo þeir neyddust til þess að taka afstöðu fremur en bara lýsa bókunum.“ Það má og á að ögra Eiríkur Örn segist ekki geta svarað fyrir „rithöfunda“ en hann hafi alltaf verið áhugamaður um gagnrýni. Og hann segist leyfa sér að taka hana nærri sér ef svo ber undir og svara henni ef þannig liggi á sér. Það getur reynst tvíeggja sverð, en Eiríkur veltir því fyrir sér á móti hvernig það megi vera? En einhverjir eru á því að ekki sé við hæfi að svara gagnrýni á þeim forsendum að það sé til marks um óviðeigandi viðkvæmni og svo eru til kenningar sem ganga út á að höfundurinn hafi ekkert meira um bækur sínar að segja en hver annar lesandi? „Ég legg bara frekar lítið upp úr því að vera viðeigandi. Lífið er ekki stássstofa – og ég held að bókmenntir einsog aðrar listir hafi svolítið gott af því að það séu einhver fagurfræðileg átök í senunni. Höfundurinn hefur ekki endilega neitt meira um bækur sínar að segja en hver annar lesandi – og ekki gagnrýnandinn heldur – en hann er eðli málsins samkvæmt þaulkunnugur verkum sínum og veruleika þeirra og hefur bæði rétt á sínu sjónarmiði og getur einfaldlega bent á það sem ekki gengur upp eða jafnvel krafið gagnrýnandann svara. Hvað áttu við með X, Y og Z og hvar sér þess stað í bókinni? Eiríkur fær það óþvegið á síðum Dagens Nyheter.skjáskot Gagnrýni er svo stutt núorðið og þar með hnitmiðuð og fullyrðingaglöð – frekar en að gagnrýnandinn reyni að sanna kenningar sínar heldur hann þeim bara fram og lætur gott heita. Því má og á að ögra.“ Ætlar að sjá til hvort hann sakni stjörnugjafarinnar Eiríkur Örn segir að eins og í allri rökræðu þá sé það svo annarra að ákveða hver hafi „rétt fyrir sér“ sem er meira að segja ekki alltaf viðeigandi þanki í fagurfræðilegu debatt. En Dagens Nyheter styðst ekki við stjörnugjöf? „Nei – ég held það sé alveg hætt í Svíþjóð. Dagens Nyheter var áreiðanlega aldrei með stjörnugjöf, en Aftonbladet var með, en ég sé ekki betur en hún sé hætt þar líka.“ Við söknum stjarnanna? „Ég ætla bara að bíða og sjá. Það gæti farið alveg á hinn veginn – að gagnrýnendur telji sig loks knúna til að segja hug sinn í textanum, taka afstöðu, nú þegar þeir geta ekki vísað henni í stjörnugjöfina. Ég verð að viðurkenna að ég tók ekki eftir því þegar hún hvarf í Svíþjóð.“ Og þessi Jesper Högström þarf engar hauskúpur til að slátra bók þinni? „Nei, stjörnurnar eru til einhvers annars. Högström fær nærri 1000 orð til að tala um bókina. Maður með þúsund orð hefur ekkert við stjörnur að gera.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Svíþjóð Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira