Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 14:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill að skjölunum verði komið á rafrænt form þegar þau verða birt. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál. Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt. Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Kennedy var skotinn til bana árið 1963 Í minnisblaði sem Hvíta húsið birti á föstudaginn skrifaði Joe Biden, forseti, að faraldur kórónuveirunnar hefðu komið niður á störfum opinberra starfsmanna og því væri ekki hægt að birta skjölin strax. Forsetinn sagði að hluta skjalanna ætti að birta seinna á þessu ári en restina í fyrsta lagi í desember árið 2022. Biden sagði þó í minnisblaðinu að hann hefði kallað eftir áætlun um að koma öllum skjölunum á rafrænt form. Um 300 þúsund skjöl er að ræða. Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók einnig ákvörðun um að tefja birtingu skjalanna árið 2018. Bandaríkjaþing samþykkti lög árið 1992 um að öll opinber skjöl vegna morðsins ætti að opinbera. Það yrði að gera til að almenningur gæti kynnt sér sannleikann um morðið sem hefur leitt af sér margar samsæriskenningar í gegnum árin. Lögin innihéldu þó klausur, samkvæmt frétt NPR, um að fresta ætti útgáfu skjalanna ef opinberun þeirra myndi valda hernum, leyniþjónustum eða löggæslustofnunum skaða. Búast ekki við miklu Í frétt Politico er bent á að kannanir sýni fram á að meirihluti Bandaríkjamanna trúi ekki niðurstöðu Warren-rannsóknarnefndarinnar svokölluðu um að Lee Harvey Oswald hefði skotið Kennedy til bana og hann hefði einn staðið við morðið. Oswald var fyrrverandi landgönguliði sem hafði um tíma flúið til Sovétríkjanna. Hann var svo skotinn til bana í haldi lögreglu af Jack Ruby. Þá bendir Politico á niðurstöðu þingnefndar frá árinu 1978 um að Kennedy hefði líklega verið myrtur vegna einhvers konar samsæris. Miðillinn hefur eftir sagnfræðingum og rannsakendum að þeir búist ekki við því að skjölin muni hafa mikil áhrif á umræðuna um morð Kennedy, þegar þau verða loks birt.
Bandaríkin Joe Biden Kalda stríðið Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent