Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 16:00 Minningarathöfn um Halyna Hutchins var haldin í gær. AP Photo/Chris Pizzello Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Sem kunnugt er lést Hutchins í síðustu viku. Fjölmiðlar hafa greint frá því að Baldwin hafi verið að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar þegar skot reið af með þeim afleiðingum að Hutchins lést. Áður hefur verið greint frá því að viðstöddum hafði verið tilkynnt að byssan væri „köld“, það er að segja óhlaðin og þar með hættulaus, þegar harmleikurinn átti sér stað. Þetta staðfesti leikstjóri kvikmyndarinnar, Joel Souza í skýrslutöku hjá lögreglu. Hann slasaðist einnig í atvikinu. Í úttekt Deadline kemur fram að fjórir kvikmyndatökumenn hafi látist við tökur í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár, tvöfalt fleiri en tala áhættuleikara sem látist hafa við tökur. Starf kvikmyndatökumanna sé langsamlega það hættulegasta sem til er í Hollywood. Varð fyrir flutnignalest á fullri ferð Kemur fram í frétt Deadline að kvikmyndatökumenn séu yfirleitt mjög nærri því sem á sér stað við tökurnar. Oftar en ekki sé ekkert nema myndavélin á milli þeirra og bíla eða á fullri ferð, svo dæmi séu nefnd. Í frétt Deadline er birtur langur listi af kvikmyndatökumönnum sem hafa látist á tökustöðum við gerð kvikmynda eða þátta. Verið var að æfa atriði í þessari kirkju þegar Baldwin hleypti skoti úr byssu sem hann vissi ekki að væri hlaðin.AP/roberto E. Rosales Er andlát hinnar 27 ára gömlu Sara Jones árið 2014 nefnt sem sérstaklega dæmi. Hún starfaði sem aðstoðarmaður kvikmyndatöku við gerð myndarinnar Midnight Rider. Hún lést er hún varð fyrir flutningalest á fullri ferð. Hætt var við gerð myndarinnar og að lokum fór það svo að leikstjóri hennar, Randall Miller, var dæmdur í árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Eftir dauðsfall Söru varð til hreyfing sem ber nafnið Safety for Sarah, en hreyfingin berst fyrir auknu öryggi á tökustöðum. Spjótin beinast að aðstoðarleikstjóranum Fjölmiðlar ytra hafa greint frá því að í máli Hutchins beinist öll spjót að aðstoðarleikstjóranum Dave Halls. Hann rétti Baldwin umrædda byssu. Kvartað hafði verið undan honum á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. Þegar atvikið átti sér stað höfðu tökumenn og aðrir á setti lagt niður störf, nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25. október 2021 08:03
Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24. október 2021 23:53
Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24. október 2021 18:11
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58