Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2021 16:49 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur barist harkalega gegn margskonar aðgerðum gegn Covid-19. Hann hefur meðal annars meinað forsvarsmönnum skóla í ríkinu að setja á skyldugrímu. AP/Marta Lavandier Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19. Í viðtali á Fox News í gær sagði DeSantis að enginn ætti að missa starf sitt vegna bólusetningarskyldu. Hvatti hann lögregluþjóna sem teldu illa komið fram við sig til að flytja til Flórída og hefja störf þar. Fyrir það fengju þeir fimm þúsund dali. Þrátt fyrir að bandarískir lögregluþjónar hafi verið meðal þeirra fyrstu í heiminum sem fengu aðgang að bóluefni gegn Covid-19 eru marir þeirra enn óbólusettir. Samhliða bólusetningarskilyrðum í borgum og ríkjum víða í um Bandaríkin hafa óbólusettir lögregluþjónar deilt við stjórnmála- og embættismenn. Það er þrátt fyrir að Covid-19 hefur leitt til dauða fjölmargra lögregluþjóna í Bandaríkjunum að undanförnu. Í síðustu viku sögðu CBS News frá því að minnst 716 starfandi lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 frá mars 2020 og byggði það á tölum frá samtökum lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Á tímabilinu hefði fleiri lögregluþjónar dáið vegna Covid-19 en vegna nokkurs annars. Washington Post segir að 182 lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 í fyrra og minnst 133 á þessu ári. Það er byggt á tölum frá öðrum samtökum lögregluþjóna. New York Times vitnaði í enn ein samtökin fyrr í mánuðinum og sagði rúmlega 460 lögreglujóna hafa dáið eftir að hafa smitast af Covid-19 við störf. Það séu fjórfalt fleiri lögregluþjónar en hafi verið skotnir til bana á tímabilinu Augljóst er að tölurnar eru á reiki og fer það að einhverju leyti eftir skilgreiningum. Einnig er þó augljóst að margir lögregluþjónar hafa dáið vegna Covid-19. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans hafa minnst 735.992 Bandaríkjamenn dáið vegna Covid-19. Minnst 45, 4 milljónir manna hafa smitast. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Í viðtali á Fox News í gær sagði DeSantis að enginn ætti að missa starf sitt vegna bólusetningarskyldu. Hvatti hann lögregluþjóna sem teldu illa komið fram við sig til að flytja til Flórída og hefja störf þar. Fyrir það fengju þeir fimm þúsund dali. Þrátt fyrir að bandarískir lögregluþjónar hafi verið meðal þeirra fyrstu í heiminum sem fengu aðgang að bóluefni gegn Covid-19 eru marir þeirra enn óbólusettir. Samhliða bólusetningarskilyrðum í borgum og ríkjum víða í um Bandaríkin hafa óbólusettir lögregluþjónar deilt við stjórnmála- og embættismenn. Það er þrátt fyrir að Covid-19 hefur leitt til dauða fjölmargra lögregluþjóna í Bandaríkjunum að undanförnu. Í síðustu viku sögðu CBS News frá því að minnst 716 starfandi lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 frá mars 2020 og byggði það á tölum frá samtökum lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Á tímabilinu hefði fleiri lögregluþjónar dáið vegna Covid-19 en vegna nokkurs annars. Washington Post segir að 182 lögregluþjónar hefðu dáið vegna Covid-19 í fyrra og minnst 133 á þessu ári. Það er byggt á tölum frá öðrum samtökum lögregluþjóna. New York Times vitnaði í enn ein samtökin fyrr í mánuðinum og sagði rúmlega 460 lögreglujóna hafa dáið eftir að hafa smitast af Covid-19 við störf. Það séu fjórfalt fleiri lögregluþjónar en hafi verið skotnir til bana á tímabilinu Augljóst er að tölurnar eru á reiki og fer það að einhverju leyti eftir skilgreiningum. Einnig er þó augljóst að margir lögregluþjónar hafa dáið vegna Covid-19. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans hafa minnst 735.992 Bandaríkjamenn dáið vegna Covid-19. Minnst 45, 4 milljónir manna hafa smitast.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira