Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 17:40 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. Byrlanir á skemmtistöðum hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og fjöldi fólks, að meginstefnu til konur, hafa deilt sögum af því að hafa verið byrlað ólyfjan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var til viðtals um málefnið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir eðli slíkra brota erfitt, einkum og sér í lagi vegna erfiðrar sönnunarfærslu. „Það hefur þó ekki legið á lögreglu að senda mál áfram ef það fást einhverjar sönnur fyrir því, en þar kannski liggur mesti vandinn. Að sanna þessi brot. Þau eru auðvitað þess eðlis að þetta hefur breyst hratt. Efnin sem notuð eru og hvernig þau eru notuð, hvað þau hafa löng áhrif og hvernig þau mælast í þessum prófum. Sum hafa einfaldlega ekki mælst í ákveðnum prófum, þó ég sé ekki sérstakur sérfræðingur í því.“ Lagaramminn ekki vandamálið Áslaug segir það að byrla fólki ólyfjan geta fallið undir ýmis hegningarlagaákvæði og geti þar af leiðandi komið til með að þyngja refsingar þeirra sem gerst hafi sekir um önnur brot gegn manneskjunni sem byrlað var. „En byrlunin sjálf er auðvitað líka brot á hegningarlögum. Það hafa ekki komið neinar ábendingar frá ákæruvaldinu eða öðrum um að það þurfi að breyta lagarammanum sérstaklega. En það þarf auðvitað alltaf að passa að hann sé í takti við tímann eins og öðrum,“ sagði ráðherrann. Byrlanir á skemmtistöðum hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og orðið „byrlunarfaraldur“ meðal annars verið notað. Aðspurð hvað hægt sé að gera til að sporna við slíkri þróun segir Áslaug að slík mál þurfi að taka alvarlega. „Skoða hvernig er hægt að færa sönnur á þessu brot með betri hætti. Eru prófin nægileg? Erum við að taka nóg af prófum? Er aðgengi að þeim nægilega gott? Eru verklagsreglur hjá lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum nægilega skýr varðandi þessi mögulegu atvik? Það þarf auðvitað að vekja athygli á því að það þarf að leita til læknis eins fljótt og auðið er til þess að sanna þessi brot en við þurfum auðvitað að fylgjast með því hvort tilkynningum hafi fjölgað,“ sagði Áslaug og bætti við að þróun síðustu ára benti til að byrlunum væri að fjölga. Þannig hefðu skráð byrlunarmál verið um tuttugu á ári fyrir tíu árum síðan, en fyrir fimm árum hafi þau verið að nálgast hundrað. Hún kvaðst ekki vera með nýjustu tölur um slík mál á reiðum höndum, en hún hafi þegar óskað eftir þeim. „Þetta getur varðað við hin ýmsu hegningarlagabrot. Auðvitað getur þetta varðað við ákvæði um líkamsárás, þetta getur varðað við ákvæði um frelsissviptingu, þetta getur varðað við hættubroti, að þú komir ekki manneskju til aðstoðar, þetta getur síðan varðað við nauðgun og verið þá refsiþyngingarástæða, nauðgun eftir að þér hefur verið byrlað. Þarna eru refsirammar alveg upp í fjórtán ár. En bara kannski byrlun, þá er það kannski frelsissvipting að einhverju leyti. Áslaug bendir á að Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari hafi fjallað nokkuð um þessi mál og að ekki hafi komið athugasemdir frá embættinu um að skýra þurfi lagarammann sérstaklega. „Heldur frekar þurfi kannski að horfa til þess hvernig við getum sannað þetta og búið þannig um hnútana að fólk geti nálgast þá aðstoð og þann aðbúnað til þess að eiga þess kost.“ Fyrst og fremst þurfi að horfa til gerenda Aðspurð hvort skemmtistaðir og forsvarsmenn þeirra geti lagt hönd á plóg í baráttunni gegn byrlunum bendir Áslaug á að í sumum löndum sé einfaldlega leitað á fólki áður en því er hleypt inn á skemmtistaði. „Auðvitað geta efnin verið mjög smá og við höfum auðvitað upplifað það, eins og ég þekki úr fangelsiskerfinu, þú getur komið inn með efni á hinum ýmsu stöðum og það dugað í alveg fleiri hundruð skammta. Á sama tíma þá er allt eftirlit inni á skemmtistöðum til góðs og þessi vitundarvakning um einkenni og að fólk horfi til náungans í þessum efnum. „En við þurfum auðvitað fyrst og fremst að einbeita okkur að þessum gerendum og átta okkur á því hversu stórt þetta vandamál er. Þessar sögur eru alvarlegar og þær ber að taka alvarlega,“ sagði Áslaug. Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Næturlíf Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Byrlanir á skemmtistöðum hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og fjöldi fólks, að meginstefnu til konur, hafa deilt sögum af því að hafa verið byrlað ólyfjan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var til viðtals um málefnið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir eðli slíkra brota erfitt, einkum og sér í lagi vegna erfiðrar sönnunarfærslu. „Það hefur þó ekki legið á lögreglu að senda mál áfram ef það fást einhverjar sönnur fyrir því, en þar kannski liggur mesti vandinn. Að sanna þessi brot. Þau eru auðvitað þess eðlis að þetta hefur breyst hratt. Efnin sem notuð eru og hvernig þau eru notuð, hvað þau hafa löng áhrif og hvernig þau mælast í þessum prófum. Sum hafa einfaldlega ekki mælst í ákveðnum prófum, þó ég sé ekki sérstakur sérfræðingur í því.“ Lagaramminn ekki vandamálið Áslaug segir það að byrla fólki ólyfjan geta fallið undir ýmis hegningarlagaákvæði og geti þar af leiðandi komið til með að þyngja refsingar þeirra sem gerst hafi sekir um önnur brot gegn manneskjunni sem byrlað var. „En byrlunin sjálf er auðvitað líka brot á hegningarlögum. Það hafa ekki komið neinar ábendingar frá ákæruvaldinu eða öðrum um að það þurfi að breyta lagarammanum sérstaklega. En það þarf auðvitað alltaf að passa að hann sé í takti við tímann eins og öðrum,“ sagði ráðherrann. Byrlanir á skemmtistöðum hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og orðið „byrlunarfaraldur“ meðal annars verið notað. Aðspurð hvað hægt sé að gera til að sporna við slíkri þróun segir Áslaug að slík mál þurfi að taka alvarlega. „Skoða hvernig er hægt að færa sönnur á þessu brot með betri hætti. Eru prófin nægileg? Erum við að taka nóg af prófum? Er aðgengi að þeim nægilega gott? Eru verklagsreglur hjá lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum nægilega skýr varðandi þessi mögulegu atvik? Það þarf auðvitað að vekja athygli á því að það þarf að leita til læknis eins fljótt og auðið er til þess að sanna þessi brot en við þurfum auðvitað að fylgjast með því hvort tilkynningum hafi fjölgað,“ sagði Áslaug og bætti við að þróun síðustu ára benti til að byrlunum væri að fjölga. Þannig hefðu skráð byrlunarmál verið um tuttugu á ári fyrir tíu árum síðan, en fyrir fimm árum hafi þau verið að nálgast hundrað. Hún kvaðst ekki vera með nýjustu tölur um slík mál á reiðum höndum, en hún hafi þegar óskað eftir þeim. „Þetta getur varðað við hin ýmsu hegningarlagabrot. Auðvitað getur þetta varðað við ákvæði um líkamsárás, þetta getur varðað við ákvæði um frelsissviptingu, þetta getur varðað við hættubroti, að þú komir ekki manneskju til aðstoðar, þetta getur síðan varðað við nauðgun og verið þá refsiþyngingarástæða, nauðgun eftir að þér hefur verið byrlað. Þarna eru refsirammar alveg upp í fjórtán ár. En bara kannski byrlun, þá er það kannski frelsissvipting að einhverju leyti. Áslaug bendir á að Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari hafi fjallað nokkuð um þessi mál og að ekki hafi komið athugasemdir frá embættinu um að skýra þurfi lagarammann sérstaklega. „Heldur frekar þurfi kannski að horfa til þess hvernig við getum sannað þetta og búið þannig um hnútana að fólk geti nálgast þá aðstoð og þann aðbúnað til þess að eiga þess kost.“ Fyrst og fremst þurfi að horfa til gerenda Aðspurð hvort skemmtistaðir og forsvarsmenn þeirra geti lagt hönd á plóg í baráttunni gegn byrlunum bendir Áslaug á að í sumum löndum sé einfaldlega leitað á fólki áður en því er hleypt inn á skemmtistaði. „Auðvitað geta efnin verið mjög smá og við höfum auðvitað upplifað það, eins og ég þekki úr fangelsiskerfinu, þú getur komið inn með efni á hinum ýmsu stöðum og það dugað í alveg fleiri hundruð skammta. Á sama tíma þá er allt eftirlit inni á skemmtistöðum til góðs og þessi vitundarvakning um einkenni og að fólk horfi til náungans í þessum efnum. „En við þurfum auðvitað fyrst og fremst að einbeita okkur að þessum gerendum og átta okkur á því hversu stórt þetta vandamál er. Þessar sögur eru alvarlegar og þær ber að taka alvarlega,“ sagði Áslaug.
Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Næturlíf Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira