Leggja drög að stjórnarsáttmála Birgir Olgeirsson og Snorri Másson skrifa 25. október 2021 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hittust á fundi í ráðherrabústaðanum í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa formennirnir sett texta á blað um þau málefni sem hafa náðst sátt um en þó er ekki svo að samkomulag ríki um öll atriði. Fréttastofa hefur sjálfstæðar heimildir fyrir því að formönnunum hafi orðið nokkuð ágengt og að allt stefni í að stjórnarsáttmáli geti tekið á sig heildstæða mynd frá og með næstu viku. Í millitíðinni eru þó fyrirhugaðar utanlandsferðir af hálfu ráðherranna og svo er til þess að taka að stjórnarsáttmálinn verður kynntur flokkunum áður en gengið er frá honum. „Verið að setja texta niður á blað“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir aðspurður að viðræðurnar ganga vel en vill ekki þó ganga svo langt að segja að leiðtogarnir séu farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála. „Við höfum auðvitað verið að setja niður texta á blað en það kemur að því að við munum komast á þann stað,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Allt sé undir í þessum viðræðum. „Við erum bara að vinna að þessu áfram með allt undir en erum ekki komin á endastöð. En smátt og smátt skýrist myndin,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir hafa áður gefið út að stjórnarmyndun sé ólíkleg fyrr en búið væri að leysa úr þeim ágreiningi sem er uppi varðandi endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar, hefur sagt að það sé gerlegt að nefndin klári sína vinnu í næstu viku. Flokkarnir nái sömu sýn Sigurður Ingi segir mikilvægt að vanda til verka og skapa traustan grundvöll fyrir samstarf. Rammaáætlun og frekari orkuvinnsla standi út af borðinu, en þar eru mikil tækifæri að mati Sigurðar Inga. „En við þurfum auðvitað að finna lausnir á því að þessir þrír flokkar nái sömu sýn á því að efla samfélagið með grænum fjárfestingum og grænni orku því þar liggja gríðarleg tækifæri hjá okkur á Íslandi.“ Hann er vongóður að flokkarnir þrír nái saman. „Og við sitjum auðvitað ekki við á hverjum degi nema af því við trúum að það sé skynsamlegt og við sjáum hag okkar og þjóðarinnar best borgið í því að við vinnum saman áfram.“ Verðbólgan áskorun Ein af áskorunum sem ríkisstjórnin horfir á er að halda verðbólgu í skefjum næstu misseri. Hrávöruverð hefur hækkað um allan heim en Sigurður Ingi segir mikilvægt að ríkisstjórnin ýti ekki undir verðbólguna með sínum aðgerðum. Hann telur þó skynsamlegt að viðhalda fjárfestingastiginu til að viðhalda störfum í landinu. Bensínverð hefur hækkað mikið og kallað eftir að ríkið lækki álögur tímabundið en Sigurður bendir á að ríkissjóður sé rekinn með tapi. „Ef hann er rekinn með miklu tapi þá mun hann hafa áhrif á verðbólguna. Það er heildarmyndin sem þarf að horfa á. Ríkissjóður býr ekki svo vel að geta gengið í einhverja sjóði. Við erum í taprekstri og erum að snúa því við með því að efla atvinnulífið. Þess vegna held ég að sé skynsamlegt að viðhalda opinberri fjárfestingu áfram og jafnvel auka hana ef hægt er. En á sama tíma þurfum við að gæta okkar í öðrum útgjöldum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hittust á fundi í ráðherrabústaðanum í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa formennirnir sett texta á blað um þau málefni sem hafa náðst sátt um en þó er ekki svo að samkomulag ríki um öll atriði. Fréttastofa hefur sjálfstæðar heimildir fyrir því að formönnunum hafi orðið nokkuð ágengt og að allt stefni í að stjórnarsáttmáli geti tekið á sig heildstæða mynd frá og með næstu viku. Í millitíðinni eru þó fyrirhugaðar utanlandsferðir af hálfu ráðherranna og svo er til þess að taka að stjórnarsáttmálinn verður kynntur flokkunum áður en gengið er frá honum. „Verið að setja texta niður á blað“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir aðspurður að viðræðurnar ganga vel en vill ekki þó ganga svo langt að segja að leiðtogarnir séu farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála. „Við höfum auðvitað verið að setja niður texta á blað en það kemur að því að við munum komast á þann stað,“ segir Sigurður Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm Allt sé undir í þessum viðræðum. „Við erum bara að vinna að þessu áfram með allt undir en erum ekki komin á endastöð. En smátt og smátt skýrist myndin,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir hafa áður gefið út að stjórnarmyndun sé ólíkleg fyrr en búið væri að leysa úr þeim ágreiningi sem er uppi varðandi endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar, hefur sagt að það sé gerlegt að nefndin klári sína vinnu í næstu viku. Flokkarnir nái sömu sýn Sigurður Ingi segir mikilvægt að vanda til verka og skapa traustan grundvöll fyrir samstarf. Rammaáætlun og frekari orkuvinnsla standi út af borðinu, en þar eru mikil tækifæri að mati Sigurðar Inga. „En við þurfum auðvitað að finna lausnir á því að þessir þrír flokkar nái sömu sýn á því að efla samfélagið með grænum fjárfestingum og grænni orku því þar liggja gríðarleg tækifæri hjá okkur á Íslandi.“ Hann er vongóður að flokkarnir þrír nái saman. „Og við sitjum auðvitað ekki við á hverjum degi nema af því við trúum að það sé skynsamlegt og við sjáum hag okkar og þjóðarinnar best borgið í því að við vinnum saman áfram.“ Verðbólgan áskorun Ein af áskorunum sem ríkisstjórnin horfir á er að halda verðbólgu í skefjum næstu misseri. Hrávöruverð hefur hækkað um allan heim en Sigurður Ingi segir mikilvægt að ríkisstjórnin ýti ekki undir verðbólguna með sínum aðgerðum. Hann telur þó skynsamlegt að viðhalda fjárfestingastiginu til að viðhalda störfum í landinu. Bensínverð hefur hækkað mikið og kallað eftir að ríkið lækki álögur tímabundið en Sigurður bendir á að ríkissjóður sé rekinn með tapi. „Ef hann er rekinn með miklu tapi þá mun hann hafa áhrif á verðbólguna. Það er heildarmyndin sem þarf að horfa á. Ríkissjóður býr ekki svo vel að geta gengið í einhverja sjóði. Við erum í taprekstri og erum að snúa því við með því að efla atvinnulífið. Þess vegna held ég að sé skynsamlegt að viðhalda opinberri fjárfestingu áfram og jafnvel auka hana ef hægt er. En á sama tíma þurfum við að gæta okkar í öðrum útgjöldum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira