Icardi-sápuóperan heldur áfram: Sundur, saman, aftur sundur og nú aftur saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 11:01 Ekki vantar dramatíkina í líf Icardi-hjónanna. getty/Jean Catuffe Sápuóperan með Icardi-hjónunum í aðalhlutverki heldur áfram. Síðustu daga hafa þau hætt saman og tekið saman á víxl og allt fyrir opnum tjöldum. Miðað við nýjustu fréttir eru þau enn hjón. Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014. Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014.
Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira