Skoðun

Við munum sækja hverja einustu krónu

Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson skrifa

Við gerð síðustu kjarasamninga var litið til þess að samningar hefðu í för með sér lækkun vaxta. Við sömdum því með hófstilltari hætti til að leggja grunn að því að auka ráðstöfunartekjur launafólks með fleiri þáttum en beinum launahækkunum.

Seðlabankinn hefur nú í þrígang hækkað stýrivexti og Landsbankinn spáir því að þeir verði komnir í 4,25% árið 2023. Eða á sama stað og þeir voru við gerð Lífskjarasamningsins vorið 2019.

Það er mikilvægt að Seðlabankinn sé upplýstur um það að við munum sækja hverja einustu krónu sem þeir leggja á heimilin, í formi hærri vaxta, í næstu kjarasamningum. Við munum ekki sætta okkur við að aukin verðbólga vegna aðgerðarleysis stjórnmálanna í húsnæðismálum eða ytri áhrifa vegna erlendra hækkanna verði settar á herðar okkar félagsmanna með hærri vöxtum.

Sama má segja um hið opinbera, bankana, tryggingafélögin og fyrirtæki í þjónustu og verslun sem hafa hækkað verð til neytenda langt umfram það sem eðlilegt getur talist, skert þjónustu og skilað met afkomu.

Við munum sækja hverja einustu krónu sem þið takið af fólkinu okkar í næstu kjarasamningum.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR og Vilhjálmur Birgisson er formaður VLFA.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×