Íslendingur uppnefndur Eminem í orðastríði á Old Trafford Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2021 14:59 Birkir Snær lætur stuðningsmenn Liverpool heyra það á móti í orðastríði stuðningsmanna eftir leikinn. Birkir Snær Sigurðsson, leikmaður Grindavíkur í 4. deild og stuðningsmaður Manchester United í enska boltanum, varð fyrir aðkasti á léttum nótum um liðna helgi. Hans menn biðu lægri hlut gegn erkifjendunum í Liverpool, var í raun slátrað 5-0 á Old Trafford. Birkir Snær deildi myndbandi á Twitter í gær sem tekið er á síma stuðningsmanns Liverpool eftir leikinn. Stuðningsmaður sigurliðsins var greinilega í hressara lagi eftir stórsigurinn á Rauðu djöflunum. Stuðningsmenn Liverpool heyrast í myndbandinu syngja lag um lokaniðurstöðu leiksins, 5-0, þegar einn þeirra rekur augun í Birki Snæ. Lögreglumenn stóðu vörð á milli stuðningsmanna félaganna sem hafa eldað grátt silfur saman í langan tíma. Grindvíkingurinn minnti stuðningsmennina greinilega á þekktan bandarískan rappara. „Eminem! Eminem! Sjáðu Eminem! Slim Shady!“ heyrist í hlæjandi stuðningsmanni Liverpool. Allt gert til að skjóta á stuðningsmenn andstæðingsins. Birkir stóð í hópi stuðningsmanna Manchester United sem sungu vel valda söngva á móti. Not my proudest moment https://t.co/AABm4ZCV6i— Birkir Snær Sigurðsson (@birkirsigurdss) October 25, 2021 Hálf milljón manna hafa horft á myndbandið á Twitter og Birkir Snær deildi því sem fyrr segir og skrifaði: „Not my proudest moment“ sem má snara yfir á íslensku: „Ekki mitt besta augnablik.“ Birkir Snær segir í stuttu samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið létt grín hjá stuðningsmönnum en slíkt þekkist vel á leikjum í ensku úrvalsdeildinni og víðar. Birkir deilir ljósu hári Eminem en köll stuðningsmanns Liverpool lifðu ekki lengi því lögregla skarst í leikinn. Fótbolti Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Birkir Snær deildi myndbandi á Twitter í gær sem tekið er á síma stuðningsmanns Liverpool eftir leikinn. Stuðningsmaður sigurliðsins var greinilega í hressara lagi eftir stórsigurinn á Rauðu djöflunum. Stuðningsmenn Liverpool heyrast í myndbandinu syngja lag um lokaniðurstöðu leiksins, 5-0, þegar einn þeirra rekur augun í Birki Snæ. Lögreglumenn stóðu vörð á milli stuðningsmanna félaganna sem hafa eldað grátt silfur saman í langan tíma. Grindvíkingurinn minnti stuðningsmennina greinilega á þekktan bandarískan rappara. „Eminem! Eminem! Sjáðu Eminem! Slim Shady!“ heyrist í hlæjandi stuðningsmanni Liverpool. Allt gert til að skjóta á stuðningsmenn andstæðingsins. Birkir stóð í hópi stuðningsmanna Manchester United sem sungu vel valda söngva á móti. Not my proudest moment https://t.co/AABm4ZCV6i— Birkir Snær Sigurðsson (@birkirsigurdss) October 25, 2021 Hálf milljón manna hafa horft á myndbandið á Twitter og Birkir Snær deildi því sem fyrr segir og skrifaði: „Not my proudest moment“ sem má snara yfir á íslensku: „Ekki mitt besta augnablik.“ Birkir Snær segir í stuttu samtali við Fréttablaðið að þetta hafi verið létt grín hjá stuðningsmönnum en slíkt þekkist vel á leikjum í ensku úrvalsdeildinni og víðar. Birkir deilir ljósu hári Eminem en köll stuðningsmanns Liverpool lifðu ekki lengi því lögregla skarst í leikinn.
Fótbolti Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira