Fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:30 Josh Cavallo í leik með Adelaide United í áströlsku úrvalsdeildinni. getty/Cameron Spencer Ástralinn Josh Cavallo greindi opinberlega frá því að hann væri hommi. Hann er fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum svo vitað sé. Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United. Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Cavallo sagði sögu sína á Twitter-síðu sinni í dag. „Ég tilkynni stoltur að ég er hommi. Leiðin að þessum stað hefur verið löng en ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun. Ég hef leynt kynhneigð minni í sex ár og er glaður að þurfa þess ekki lengur,“ sagði hinn 21 árs Cavallo. „Þið sem þekkið mig persónulega vita að ég held einkalífi mínu fyrir mig. Þegar ég ólst upp fannst mér ég þurfa að fela mig því ég skammaðist mín fyrir að geta ekki gert það sem ég elskaði og vera hommi. Að fela hinn sanna mig til að geta elt drauminn að verða atvinnumaður í fótbolta.“ pic.twitter.com/CwrfpeWRVL— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Cavallo sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér að hann gæti verið atvinnumaður í fótbolta ef hann greindi opinberlega frá kynhneigð sinni. „Verandi fótboltamaður inni í skápnum þurfti ég að læra að fela tilfinningar mínar til að passa inn í ímyndina. Að alast upp sem hommi og spila fótbolta voru tveir heimar ég hélt að myndu aldrei mætast. Ég hélt að þetta yrði eitthvað sem yrði aldrei talað um,“ sagði Cavallo. pic.twitter.com/gSfymTagGl— Josh Cavallo (@JoshuaCavallo) October 27, 2021 Hann segir það sláandi að enginn annar atvinnumaður í fótbolta hafi áður komið út úr skápnum en vonast til að geta hjálpað til við að breyta því. Loks þakkar Cavallo öllum þeim sem hafa staðið við bakið á honum, fjölskyldu, vinum og félaginu sínu, Adelaide United, sem hann hefur leikið með frá því í febrúar. Cavallo lék áður með Melbourne City og Western United.
Fótbolti Ástralía Hinsegin Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Fótbolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira