Fylgifiskar yfirgefa Borgartúnið og stefnt að opnun Krónunnar Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2021 11:50 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar og Guðbjörg Glóð Logadóttir, eigandi Fylgifiska. Fylgifiskar munu loka verslun sinni í Borgartúni 26 í byrjun næsta mánaðar og þá er stefnt að opnun Krónuverslunar í sama og aðliggjandi rýmum. Stefnt er að opnun Krónunnar í Borgartúni í byrjun næsta árs. Guðbjörg Glóð Logadóttir, eigandi Fylgifiska, staðfestir að verslun Fylgifiska í Borgartúni verði lokað 3. nóvember næstkomandi og muni starfsemin þá sameinast í verslun fyrirtækisins á Nýbýlavegi í Kópavogi þar sem nú er unnið að endurbótum. Guðbjörg Glóð Logadóttir er eigandi Fylgifiska.Aðsend „Við erum nú að rýma til fyrir öðru í Borgartúninu. Okkur bauðst að opna í öðru rými í húsinu en það hentaði okkur ekki svo við ákváðum að flytja frekar allt saman undir einn hatt á Nýbýlavegi. Við erum að fara að endurbæta þá búð, erum að fara í framkvæmdir og gera hana alveg ótrúlega flotta, svo við þurfum að hafa lokað þar á morgun og hinn og svo aftur eitthvað í næstu viku. Verslunin í Borgartúni mun hins vegar loka á miðvikudaginn í næstu viku, 3. nóvember.“ Eins og að segja upp hundrað kærustum á dag Guðbjörg segir að Fylgifiskar hafi opnað í Borgartúni árið 2016. „Við opnuðum fyrir fimm árum og þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegur tími. Góðir viðskiptavinir og gaman að vera þarna. Okkur bauðst að fara í húsnæði við hliðina en eftir að hafa lagt mat á stöðuna ákváðum við frekar að loka í Borgartúninu. Sú ákvörðun er tekin að mjög vel ígrunduðu máli. Það er þó ýmislegt í pípunum hjá okkur, spennandi tímar framundan.“ Guðbjörg segir mikið hafa verið af fastakúnnum í Borgartúnunum. „Það hefur verið erfitt fyrir marga að fá þessar fréttir að við séum að loka. Mikil sorg hjá mörgum. Síðustu daga hefur þetta verið eins og að segja upp hundrað kærustum á dag,“ segir Guðbjörg létt í bragði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Opnar fyrri hluta næsta árs Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú unnið að því að Krónan opni verslun í umræddu húsnæði, sem og húsnæði sem áður hýsti Vínbúðina, Fylgifiska og Blackbox. Þá muni Blackbox flytja í húsnæði sem hefur hýst Krambúðina í sama húsnæði. Ásta Sigríður staðfestir í samtali við fréttastofu að stefnt sé að því að opna Krónuverslun í Borgartúni 26 á fyrri hluta næsta árs. „Þetta verður um 700 fermetra verslun, auk baksvæðis. Við hlökkum mikið til að mæta aftur til leiks á þessu líflega svæði sem er á besta stað í Reykjavík og í mikilli uppbyggingu. Við munum líkt og áður leggja áherslu á að þarna verði frábært vöruúrval með áherslu á ferskvöru, hollustu og umhverfismál. Við erum að mæta þarna aftur í 105 Reykjavík og ætlum okkur að taka upp nútímaverslunarhætti, með Skannað og skundað og gera upplifun viðskiptavina sem besta.“ Krónuverslun mun opna í húsinu á næsta ári.Vísir/Egill Ásta Sigríður segir Borgartúnið um um margt ólíkt öðrum þeim stöðum þar sem Krónan rekur verslanir. „Við sjáum fyrir okkur verslun þar sem fólk mætir í hádegishléinu og eftir vinnu og verði þannig mjög lífleg frá morgni til kvölds. Þarna er traffíkin þannig. Eftir skrifstofutíma mun losna töluvert um á þessu svæði og umferðarþunginn verður allt annar. Sömuleiðis um helgar.“ Lokuðu nýverið verslun í Nóatúni Krónan var lengi með verslun í Nóatúni 17, um fimm hundruð metra frá þeim stað þar sem stefnt er að opnun verslunar í Borgartúni. Verslunin í Nóatúni var hins vegar lokað fyrr á árinu og opnaði þar verslun Nettó skömmu síðar. Krónan lokaði versluninni í Nóatúni eftir að hafa selt hana til Samkaupa. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Verslun Veitingastaðir Tengdar fréttir Kaupa verslanir Krónunnar á Hellu og í Nóatúni Kaupsamningur hefur verið undirritaður um kaup Samkaupa á tveimur verslunum Krónunnar, annars vegar Kjarval á Hellu en hins vegar Krónunni Nóatúni 17, Reykjavík. 9. apríl 2021 14:01 Sleppa við afgreiðslukassann Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. 28. september 2021 21:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Guðbjörg Glóð Logadóttir, eigandi Fylgifiska, staðfestir að verslun Fylgifiska í Borgartúni verði lokað 3. nóvember næstkomandi og muni starfsemin þá sameinast í verslun fyrirtækisins á Nýbýlavegi í Kópavogi þar sem nú er unnið að endurbótum. Guðbjörg Glóð Logadóttir er eigandi Fylgifiska.Aðsend „Við erum nú að rýma til fyrir öðru í Borgartúninu. Okkur bauðst að opna í öðru rými í húsinu en það hentaði okkur ekki svo við ákváðum að flytja frekar allt saman undir einn hatt á Nýbýlavegi. Við erum að fara að endurbæta þá búð, erum að fara í framkvæmdir og gera hana alveg ótrúlega flotta, svo við þurfum að hafa lokað þar á morgun og hinn og svo aftur eitthvað í næstu viku. Verslunin í Borgartúni mun hins vegar loka á miðvikudaginn í næstu viku, 3. nóvember.“ Eins og að segja upp hundrað kærustum á dag Guðbjörg segir að Fylgifiskar hafi opnað í Borgartúni árið 2016. „Við opnuðum fyrir fimm árum og þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegur tími. Góðir viðskiptavinir og gaman að vera þarna. Okkur bauðst að fara í húsnæði við hliðina en eftir að hafa lagt mat á stöðuna ákváðum við frekar að loka í Borgartúninu. Sú ákvörðun er tekin að mjög vel ígrunduðu máli. Það er þó ýmislegt í pípunum hjá okkur, spennandi tímar framundan.“ Guðbjörg segir mikið hafa verið af fastakúnnum í Borgartúnunum. „Það hefur verið erfitt fyrir marga að fá þessar fréttir að við séum að loka. Mikil sorg hjá mörgum. Síðustu daga hefur þetta verið eins og að segja upp hundrað kærustum á dag,“ segir Guðbjörg létt í bragði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Opnar fyrri hluta næsta árs Samkvæmt heimildum fréttastofu er nú unnið að því að Krónan opni verslun í umræddu húsnæði, sem og húsnæði sem áður hýsti Vínbúðina, Fylgifiska og Blackbox. Þá muni Blackbox flytja í húsnæði sem hefur hýst Krambúðina í sama húsnæði. Ásta Sigríður staðfestir í samtali við fréttastofu að stefnt sé að því að opna Krónuverslun í Borgartúni 26 á fyrri hluta næsta árs. „Þetta verður um 700 fermetra verslun, auk baksvæðis. Við hlökkum mikið til að mæta aftur til leiks á þessu líflega svæði sem er á besta stað í Reykjavík og í mikilli uppbyggingu. Við munum líkt og áður leggja áherslu á að þarna verði frábært vöruúrval með áherslu á ferskvöru, hollustu og umhverfismál. Við erum að mæta þarna aftur í 105 Reykjavík og ætlum okkur að taka upp nútímaverslunarhætti, með Skannað og skundað og gera upplifun viðskiptavina sem besta.“ Krónuverslun mun opna í húsinu á næsta ári.Vísir/Egill Ásta Sigríður segir Borgartúnið um um margt ólíkt öðrum þeim stöðum þar sem Krónan rekur verslanir. „Við sjáum fyrir okkur verslun þar sem fólk mætir í hádegishléinu og eftir vinnu og verði þannig mjög lífleg frá morgni til kvölds. Þarna er traffíkin þannig. Eftir skrifstofutíma mun losna töluvert um á þessu svæði og umferðarþunginn verður allt annar. Sömuleiðis um helgar.“ Lokuðu nýverið verslun í Nóatúni Krónan var lengi með verslun í Nóatúni 17, um fimm hundruð metra frá þeim stað þar sem stefnt er að opnun verslunar í Borgartúni. Verslunin í Nóatúni var hins vegar lokað fyrr á árinu og opnaði þar verslun Nettó skömmu síðar. Krónan lokaði versluninni í Nóatúni eftir að hafa selt hana til Samkaupa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Verslun Veitingastaðir Tengdar fréttir Kaupa verslanir Krónunnar á Hellu og í Nóatúni Kaupsamningur hefur verið undirritaður um kaup Samkaupa á tveimur verslunum Krónunnar, annars vegar Kjarval á Hellu en hins vegar Krónunni Nóatúni 17, Reykjavík. 9. apríl 2021 14:01 Sleppa við afgreiðslukassann Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. 28. september 2021 21:01 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Kaupa verslanir Krónunnar á Hellu og í Nóatúni Kaupsamningur hefur verið undirritaður um kaup Samkaupa á tveimur verslunum Krónunnar, annars vegar Kjarval á Hellu en hins vegar Krónunni Nóatúni 17, Reykjavík. 9. apríl 2021 14:01
Sleppa við afgreiðslukassann Viðskiptavinir Krónunnar geta nú í fyrsta sinn hér á landi notað símann til að afgreiða sig sjálfa sem gerir þeim kleift að kaupa inn án þess að koma nálægt afgreiðslukassa. 28. september 2021 21:01