Sýnum verðmætasköpun í (hug)verki! Einar Mäntylä og Jón Gunnarsson skrifa 28. október 2021 11:01 Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Nýsköpun Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi? Betri, stærri, stöndugri fyrirtæki Í nýlegri skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) um hugverkavernd og árangur yfir 1200 fyrirtækja í Evrópu kemur fram að fyrirtæki sem eiga skráð hugverk eru með að meðaltali 20% hærri tekjur á starfsmann en önnur fyrirtæki. Jafnframt borga þessi fyrirtæki að meðaltali 19% hærri laun en önnur fyrirtæki. Þegar einungis eru skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki, sem á við um 99% fyrirtækja á Íslandi í dag, eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri á starfsmann en önnur fyrirtæki. Verndun hugverka hjálpar einnig fyrirtækjum að vaxa og dafna. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá 2019 eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem vernda hugverkin sín 26% líklegri en önnur fyrirtæki til að ná örum vexti og 109% líklegri til að ná örum vexti í kjölfar nýinnlagðrar einkaleyfaumsóknar. Þessi fyrirtæki skila augljóslega meiri skatttekjum á mann til samfélagsins. Hvernig verða velferðar- og skólakerfi framtíðarinnar fjármögnuð? Hvernig fyrirtæki vilt þú reka? Hjá hvernig fyrirtæki vilt þú vinna? Hugverkavernd er í raun sameiginlegt hagsmunamál okkar allra. Og þar getum við gert miklu betur. Þetta ætti ekki að koma á óvart, en tölurnar eru sláandi. Hugverk eru helstu verðmæti fyrirtækja í dag, ekki steinsteypa eða tæki. Þau sem standa vörð um verðmætin sín eru betur í stakk búin til að laða að sér fjárfesta, koma að samstarfi á sviði nýsköpunar og koma hugmynd sinni á markað. Fyrirtæki sem sinna hugverkavernd eru einfaldlega verðmætari. Verndun hugverka hjálpar þeim ekki aðeins að koma nýsköpunarhugmynd í loftið, heldur getur nýst sem bein tekjulind. Allt þetta getur hjálpað fyrirtækjum að ná árangri, skapa tekjur og borga hærri laun. Mikilvæg forsenda fyrir vexti Marels, Össurar og lyfjageirans er sívirk og vakandi hugverkavernd. Arðbærari fjárfesting Carnegie fjárfestingarbankinn hefur gert áhugaverða greiningu sem sýnir að þau fyrirtæki sem eru virkust í að sinna vörumerkja- og einkaleyfavernd skara framúr sem fjárfestingarkostur í dönsku kauphöllinni. Það er ekki nóg að lifa á fornri frægð, eins og berlega kemur fram í skýrslu Carnegie, heldur eru arðbærustu fyrirtækin þau sem stöðugt bæta í hugverkasafnið sitt en það endurspeglar einmitt árangur rannsóknar- og þróunarstarfs. Gaman er að nefna að Össur, sem heldur upp á 50 ár afmæli sitt í ár, heldur sér síungum með hugverkavernd og skorar hátt í nýsköpun í samanburði við dönsku fyrirtækin. Með hugverkavernd skilgreinum við þekkingu, hugvit og uppfinningar einstaklinga, starfsmanna og vísindamanna og meðhöndlum þau sem verðmæti. Öflugur nýsköpunar- og hugverkaiðnaður sem byggir á vernduðum hugverkum er þannig öllum til hagsbóta. Þetta eru líka fyrirtækin sem skapa eftirsóknarverð, vel launuð störf þar sem afraksturinn eru verðmæti. Samkeppnisforskot íslenskra fyrirtækja mun seint byggja á því að bjóða lægri kostnað, t.d. í launum, húsnæði eða aðföngum. Samkeppnishæfni okkar, tækifæri og framtíðar atvinnuvegir hljóta alltaf að liggja í hugviti, hugverkum, ímynd og orðspori, hveim sér góðan getur. Slíkt má vernda með hugverkaréttindum eins og einkaleyfum, skráðum vörumerkjum og hönnun. Hugvitið í askana Við stöndum á tímamótum þar sem þetta hefur aldrei verið mikilvægara. Það er hugvitið sem verður í askana látið. Þær stórkostlegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir verða aðeins tæklaðar með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfbærni og orkuskiptum. Á sama tíma getur hugverkaiðnaður orðið ein stærsta útflutningsgreinin svo lengi sem haldið sé rétt utan um verðmætin og þekkinguna sem þar skapast. Hugverkastofan og Auðna starfa að því sameiginlega markmiði að aðstoða íslenska aðila við hugverkavernd og verðmætasköpun til að hér rísi blómlegur og gróskumikill þekkingariðnaður. Einar Mäntylä er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.Jón Gunnarsson er samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar