Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 10:45 Smituðum hefur fjölgað undanfarið hér á landi og eru nú þrír á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarlega öndunarerfiðleika. Vísir/Vilhelm Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Að uppfylltum skilyrðum getur tími í einangrun orðið skemmstur sjö dagar, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn krafa um dvöl í sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm, að því gefnu að henni ljúki með neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi. Ef einstaklingur undirgengst ekki PCR próf til að ljúka sóttkví þarf hann að sæta henni í fjórtán daga. Reglugerðin tekur gildi frá og með 29. október og taka breyttar reglur einnig til þeirra sem þegar eru í sóttkví eða einangrun. Vísar ráðuneytið til þess að sóttvarnalæknir hafi lokið endurskoðun á reglum um sóttkví og einangrun vegna Covid-19. Niðurstaðan sé að stytta megi einangrun smitaðra og sóttkví þeirra sem hafa verið útsettir fyrir Covid, án þess að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Með breytingunum má læknir nú aflétta einangrun vegna Covid-19 eftir sjö daga hjá einkennalausum, fullbólusettum einstaklingum og einkennalausum börnum sem eru fædd 2009 og síðar. Eftir tíu daga má læknir jafnframt aflétta einangrun fóllbólusettra einstaklinga eða barna sem eru fædd 2009 og síðar ef einkenni eru í rénun og viðkomandi hefur verið hitalaus í 48 klukkustundir fyrir afléttingu. Einnig má aflétta einangrun einkennalauss óbólusetts einstaklings. Allir þeir sem grunur leikur á um að hafi umgengist smitaðan einstakling þurfa að fara í sóttkví í fimm daga frá því að þeir umgengust hann síðast. Neikvætt PCR-próf þarf til að losna úr sóttkvínni. Fyrirkomulag sem hafi gefist vel til þessa Fram að þessu hafa smitaðir þurft að vera í einangrun í fjórtán daga frá greiningu og hafa verið einkennalausir í sjö daga áður en henni er aflétt. Þó hefur verið heimilt að stytta einangrun í tíu daga hjá almennt hraustu fólki sem er einkennalaust í 72 klukkustundir. Þá hefur fólk sem hefur verið útsett fyrir smiti þurft að dvelja fjórtán daga í sóttkví sem stytta hefur mátt í sjö daga með neikvæðu PCR-prófi. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra frá því á þriðjudag segir að þetta fyrirkomulag um einangrun og sóttkví hafi gefist vel til að hefta útbreiðslu Covid-19. Um 10% allra þeirra sem settir eru í sóttkví greinist með veiruna. Hlutfallið sé þó hærra hjá börnum yngri en tólf ára, á bilinu 15-20%. Sóttkví og einangrun séu þó verulega íþyngjandi bæði fyrir einstaklinga og atvinnulíf. Því hafi sóttvarnalæknir endurskoðað reglurnar í samráði við innlenda aðila. Breytingarnar eigi ekki að auka hættu á útbreiðslu veirunnar. Þær séu í samræmi við leiðbeiningar sem gilda í mörgum nágrannalöndum Íslands. Tengd skjöl Reglugerd_um_einangrun_og_sottkviPDF464KBSækja skjal Minnisblad_sottvarnalaeknisPDF576KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira