Grænþvottur og hrognkelsi Elvar Örn Friðriksson skrifar 28. október 2021 13:00 Þessa dagana keppist laxeldisiðnaðurinn við það klappa sjálfum sér á bakið. Reynt er að sannfæra landsmenn um það að sjókvíaeldi standi fyrir sjálfbæra, umhverfisvæna og græna framtíð. Þemað í flestum greinum um sjókvíaeldið þessa dagana er að við Íslendingar munum gera þetta svo vel og þetta mun allt verða í lagi hér þó svo að alls staðar annars staðar hafi iðnaðurinn skilið eftir sig visna náttúru og erfðablandaða laxastofna. Sem dæmi má nefna að þann 27. október birtust að minnsta kosti 10 aðkeyptar lofgreinar um fiskeldi í fjölmiðlum landsins. Það er þekkt aðferð hjá iðnaði sem hefur slæman málstað að verja að hreinlega kaupa sér pólitísk völd og jákvæða umfjöllun. Það var sérstaklega tvennt sem vakti athygli í þessum lofgreinum. Annars vegar var það umfjöllun um aukningu í ræktun á hrognkelsi og hins vegar fullyrðing framkvæmdastjóra Benchmark Genetics um að kynbætti norski eldislaxinn þeirra væri „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Byrjum á hrognkelsunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að hrognkelsin eru einungis ræktuð til þess að éta laxalús af eldislöxum og síðan drepast. Þó að aukin ræktun á hrognkelsi sé ánægjuefni fyrir Benchmark Genetics og fjárhag þeirra, þá nær það ekki lengra en það. Aukin ræktun hrognkelsa þýðir aðeins eitt, laxalúsin í sjókvíaeldinu er að færast í aukana. Þrátt fyrir það að helstu sérfræðingar iðnaðarins héldu því staðfastlega fram á sínum tíma að laxalúsin yrði aldrei vandamál hér. Eftir því sem umfang sjókvíaeldis eykst, þá aukast neikvæðu fylgikvillar þess. Að setja það í þetta jákvæða ljós er eins og að segja að það sé jákvætt að sala sýklalyfja hafi aukist með haustkvefinu. Í stuttu máli er þetta svona: Laxalúsin étur laxinn lifandi ➡️ Hrognkelsið étur laxalúsina ➡️ hrognkelsið drepst í kvíunum ➡️ og við étum svo laxinn, verkaðann og snyrtilegan með engin sjáanleg ummerki um neitt af þessu. Sannarlega ekki gleðitíðindi fyrir neinn (nema fyrir Benchmark Genetics). Þá komum við að fullyrðingunni mögnuðu „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Það er ekkert annað en móðgun við allt villt og náttúrulegt að segja að kynbættur norskur eldislax sé „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Vísindasamfélagið er sammála um það að það er einmitt þessi lax sem er helsta ógnin við hina villtu laxastofna. Eldislaxinn sleppur úr kvíum og syndir upp í ár með náttúrulega stofna, hrygnir og erfðablandast þannig villtum stofnum sem hafa aðlagast náttúrulega umhverfi sínu síðan á síðustu ísöld. Sjókvíaeldi og eldislaxinn sem þar er notaður mun verða til þess að villtir laxastofnar verða „óheilbrigðir“ og munu á endanum deyja út. Látum ekki sefjandi umfjöllun mengandi iðnaðar blekkja okkur. Sjókvíaeldi er úrelt og mun skilja eftir sig hörmungarsögu fyrir náttúru og vistkerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Þessa dagana keppist laxeldisiðnaðurinn við það klappa sjálfum sér á bakið. Reynt er að sannfæra landsmenn um það að sjókvíaeldi standi fyrir sjálfbæra, umhverfisvæna og græna framtíð. Þemað í flestum greinum um sjókvíaeldið þessa dagana er að við Íslendingar munum gera þetta svo vel og þetta mun allt verða í lagi hér þó svo að alls staðar annars staðar hafi iðnaðurinn skilið eftir sig visna náttúru og erfðablandaða laxastofna. Sem dæmi má nefna að þann 27. október birtust að minnsta kosti 10 aðkeyptar lofgreinar um fiskeldi í fjölmiðlum landsins. Það er þekkt aðferð hjá iðnaði sem hefur slæman málstað að verja að hreinlega kaupa sér pólitísk völd og jákvæða umfjöllun. Það var sérstaklega tvennt sem vakti athygli í þessum lofgreinum. Annars vegar var það umfjöllun um aukningu í ræktun á hrognkelsi og hins vegar fullyrðing framkvæmdastjóra Benchmark Genetics um að kynbætti norski eldislaxinn þeirra væri „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Byrjum á hrognkelsunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að hrognkelsin eru einungis ræktuð til þess að éta laxalús af eldislöxum og síðan drepast. Þó að aukin ræktun á hrognkelsi sé ánægjuefni fyrir Benchmark Genetics og fjárhag þeirra, þá nær það ekki lengra en það. Aukin ræktun hrognkelsa þýðir aðeins eitt, laxalúsin í sjókvíaeldinu er að færast í aukana. Þrátt fyrir það að helstu sérfræðingar iðnaðarins héldu því staðfastlega fram á sínum tíma að laxalúsin yrði aldrei vandamál hér. Eftir því sem umfang sjókvíaeldis eykst, þá aukast neikvæðu fylgikvillar þess. Að setja það í þetta jákvæða ljós er eins og að segja að það sé jákvætt að sala sýklalyfja hafi aukist með haustkvefinu. Í stuttu máli er þetta svona: Laxalúsin étur laxinn lifandi ➡️ Hrognkelsið étur laxalúsina ➡️ hrognkelsið drepst í kvíunum ➡️ og við étum svo laxinn, verkaðann og snyrtilegan með engin sjáanleg ummerki um neitt af þessu. Sannarlega ekki gleðitíðindi fyrir neinn (nema fyrir Benchmark Genetics). Þá komum við að fullyrðingunni mögnuðu „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Það er ekkert annað en móðgun við allt villt og náttúrulegt að segja að kynbættur norskur eldislax sé „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Vísindasamfélagið er sammála um það að það er einmitt þessi lax sem er helsta ógnin við hina villtu laxastofna. Eldislaxinn sleppur úr kvíum og syndir upp í ár með náttúrulega stofna, hrygnir og erfðablandast þannig villtum stofnum sem hafa aðlagast náttúrulega umhverfi sínu síðan á síðustu ísöld. Sjókvíaeldi og eldislaxinn sem þar er notaður mun verða til þess að villtir laxastofnar verða „óheilbrigðir“ og munu á endanum deyja út. Látum ekki sefjandi umfjöllun mengandi iðnaðar blekkja okkur. Sjókvíaeldi er úrelt og mun skilja eftir sig hörmungarsögu fyrir náttúru og vistkerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun