Fjölga í kynferðisbrotadeild vegna holskeflu mála Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 19:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/arnar Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu. Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira