Ræður fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 21:00 Hanna María Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ. Pug-hundar, eins og sá sem sést á myndinni til hægri, glíma sumir við alvarleg heilsufarsvandamál vegna óvarlegrar ræktunar. Vísir/Arnar Örkumlun og styttri lífími er á meðal þess sem getur fylgt flötu trýni, sem ræktað hefur verið upp í ýmsum gæludýrategundum. Dýralæknir ræður fólki frá því að fá sér slík dýr og kallar eftir stefnubreytingu hjá ræktendum. Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Pug-hundar eins og sá sem fréttamaður heldur á í meðfylgjandi myndskeiði eru ein vinsælasta hundategund á Íslandi. Þeir eru þekktir fyrir afbragðsgott geðslag en geta glímt við alvarlega heilsukvilla. Þar má nefna öndunarerfiðleika, vandræði með húðfellingar, tennur og hitastjórnun. Þetta má helst rekja til þess að trýni hundanna, sem og annarra vinsælla tegunda á borð við boxer, bolabíta og suma persneska ketti, hefur verið ræktað til að vera óeðlilega stutt og klesst. Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ segir þessa ræktunarstefnu stefna velferð dýranna í voða - en tekur þó fram að ræktendur vilji flestir vel. „Sumir þessara hunda fá svokallað hemivertibrae og þeir hljóta örkuml, þeir geta lamast inn á milli, lamast varanlega og þetta eru dýr sem eru eins til fjögurra ára sem er náttúrulega enginn líftími.“ Fimm sentímetra trýni myndi breyta miklu Vandinn liggi í því að dýr með stutt og kubbsleg trýni fái framgang á sýningum - og þannig framgang í ræktun. Hanna bendir á að Evrópusambandið hafi unnið að tillögum, þar sem ekki megi rækta undan dýrum með ýkt útlitseinkenni sem hafi áhrif á heilsu þeirra. „Við hljótum að vilja skoða þetta mjög ígrundað, þannig að við getum öll allavega gengið út frá því að við eigum dýrin okkar í að minnsta kosti átta til tólf ár,“ segir Hanna. „Það myndi breyta miklu fyrir þessi dýr að hafa þó ekki nema fimm til sjö sentímetra trýni, versus jafnvel innfallið trýni sem maður sér í „extreme“ tilfellum.“ Evrópskir dýralæknar lýstu í vikunni yfir áhyggjum af stöðunni og biðluðu til fólks að kaupa ekki flatnefja gæludýr. Hanna tekur heilshugar undir þetta. „Með því að kaupa þau ertu að viðhalda ræktuninni á þeim. Vertu gagnrýninn,“ segir Hanna.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira