Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 28-32 | Eyjamenn sóttu tvö stig í Safamýrina Dagur Lárusson skrifar 29. október 2021 21:00 Vísir/Hulda Margrét ÍBV er komið með átta stig í Olís-deild karla eftir sigur liðsins á Fram í Safamýrinni í kvöld en lokatölur voru 28-32. Fyrir leikinn var Fram í fjórða sæti deildarinnar með átta stig á meðan ÍBV var tveimur sætum neðar með sex stig. Í byrjun leiks voru það Eyjamenn sem voru með yfirhöndina og nánast hvert einasta skot frá þeim fór inn. Sigtryggur Daði var spilaði einstaklega vel fyrstu tíu mínúturnar en hann átti fimm af fyrstu tíu mörkum liðsins. Eftir frábærar upphafs mínútur Eyjamanna tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé. Eftir það leikhlé fóru liðsmenn Fram að taka við sér og minnkuðu smátt og smátt forystu ÍBV. Varnaleikur liðsins var virkilega öflugur á þessu tímabili og ÍBV átti fá svör við honum. Fram náði að jafna leikinn í 12-12 og náði síðan forystunni, 13-12 og 14-13. Eftir þennan flotta kafla hjá Fram tóku Eyjamenn hins vegar við sér á nýjan leik með mikilli baráttu. Á þessum tímapunkti í leiknum mátti engu muna að allt myndi sjóða upp úr en mikill hiti fór að færast í leikinn eftir atvik á 25.mínútu. Kári Kristján, leikmaður ÍBV, skoraði þá mark og öskraði síðan af fögnuði yfir liggjandi leikmann Fram. Liðsmenn Fram voru allt annað en sáttur með þetta og kjölfarið fékk Kári tveggja mínútna brottvísun. Þetta atvik kveikti í liðsmönnum beggja liða og þá aðallega Eyjamanna sem nýtti sér þessa stemningu og náðu forystunni aftur fyrir hálfleikinn og var staðan því í hálfleik 16-17. Í seinni hálfleiknum voru það aftur Eyjamenn sem byrjuðu mikið betur. Fram átti fá svör við öflugri vörn og markvörslu Eyjamanna og skoruðu aðeins fjögur mörk fyrstu sautján mínútur seinni hálfleiks. ÍBV náði á þessu tímabili fimm marka forystu og allt leit út fyrir að sigurinn væri nánast í höfn en liðsmenn Fram neituðu að játa sig sigraða. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var aðeins tveggja marka munur á liðunum og Fram átti möguleika á að minnka muninn í eitt mark. En allt kom fyrir ekki og í stað þess að Fram næði að jafna þá jók ÍBV forystu sína á ný og vann að lokum sigur, 28-32. Af hverju vann ÍBV? Í heildina voru þeir sterkari aðilinn og var það baráttuandinn og stemningin í liðinu sem skilaði sigrinum fyrir þá að mínu mati. Fram átti sína kafla í leiknum en ÍBV varðist í heildina betur og voru með öflugri sóknarleik. Hverjar stóðu upp úr? Dagur Arnarsson fór fyrir liði sínu í kvöld. Hann skoraði sjálfur sjö mörk og stjórnaði sóknarleiknum eins og herforingi. Sigtryggur Daði var síðan einnig mjög öflugur og þá sérstaklega fyrstu mínútur leiksins þar sem hann skoraði nánast úr hverju einasta skoti. Vilhelm Poulsen var síðan markahæstur í leiknum en hann skoraði níu mörk og hélt Fram inn í leiknum á tímabili. Hvað fór illa? Liðsmenn Fram leyfðu liðsmönnum ÍBV að fara í taugarnar á sér í leiknum og þá sérstaklega undir lok fyrri hálfleiks þegar allt var við það að sjóða upp úr. ÍBV var komið undir og þá brugðust þeir við með því að reyna að fá pirring í andstæðinga sína og virtist það virka að einhverju leyti. Baráttan á milli Arnórs Viðarssonar og Stefáns Darra undir lok fyrri hálfleiksins sýndi það bersýnilega. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn í næstu viku fer Fram norður og spilar við KA á meðan ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn á fimmtudaginn. Erlingur: Varnarleikurinn mjög góður Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég er auðvitað bara ánægður með sigurinn og framlag drengjanna. Frammistaðan í heildina var nokkuð góð,” byrjaði Erlingur Birgir Richardson, þjálfari ÍBV, að segja í viðtali eftir leik. „Mér fannst við virkilega góðir varnarlega og þá sérstaklega hérna í seinni hálfleiknum. Eins og ég sagði við þig hérna fyrir leik þá var það varnarleikurinn sem við þurftum að einblína á í kvöld og við náðum klárlega að stilla hann aðeins af og það skóp sigurinn.” „Frammistaðan var aðeins betri í seinni hálfleiknum og þá aðallega varnarlega. Sóknarleikurinn var heilt yfir nokkuð góður og vel uppsettur hjá Degi, hann stjórnaði honum vel. Björn kom svo inn á í fyrir hálfleiknum og kom markvörslunni aðeins í gang á meðan Petar gerði slíkt hið sama hérna undir lokin,” hélt Erlingur áfram. Stemningin í Eyjaliðinu var áþreyfanleg í kvöld og gladdi það Erling. „Já það greinilega þurfti smá kveikju í fyrri hálfleiknum, smá læti, og oft er það bara einmitt eitthvað svona sem er það sem þarf,” endaði Erlingur á að segja. Einar Jónsson: Menn voru að leggja sig alla fram Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega svekktur með tap sinna manna.Vísir/Hulda Margrét „Ég er auðvitað bara svekktur en ég er samt mjög ánægður með strákana. Við börðumst allan leikinn og það vantaði klárlega ekki upp á viljann,” byrjaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, á að segja í viðtali eftir leik. Í byrjun seinni hálfleiksins áttu Fram erfitt uppdráttar í sóknarleiknum og skoraði ekki nema fjögur mörk á fyrstu 17 mínútunum. „Ég veit svosem ekki alveg hvað gerist þar. Svona í fljótu bragði þá get ég sagt það að Bjössi kemur inn og ver nokkuð mikið af boltum í markinu fyrir ÍBV og við kannski hikuðum full mikið í sóknarleiknum á meðan að þeir halda sínu striki og halda okkur í fjórum mörkum. Við tökum síðan leikhlé, stillum saman strengi og komumst aftur inn í þetta í lokin en þá kemur Petar í markið og ver held ég fjóra bolta sem var mjög mikilvægt fyrir þá.” Þrátt fyrir tapið var Einar ánægður með sóknarleik síns liðs. „Jákvæðu punktarnir eru til dæmis sóknarleikurinn, mér fannst hann mjög góður, margir fínir kaflar sem við getum byggt á. Menn voru að leggja sig 150% fram, hvort sem við vorum yfir eða undir og ég er ánægður með það,” endaði Einar á að segja. Olís-deild karla Fram ÍBV
ÍBV er komið með átta stig í Olís-deild karla eftir sigur liðsins á Fram í Safamýrinni í kvöld en lokatölur voru 28-32. Fyrir leikinn var Fram í fjórða sæti deildarinnar með átta stig á meðan ÍBV var tveimur sætum neðar með sex stig. Í byrjun leiks voru það Eyjamenn sem voru með yfirhöndina og nánast hvert einasta skot frá þeim fór inn. Sigtryggur Daði var spilaði einstaklega vel fyrstu tíu mínúturnar en hann átti fimm af fyrstu tíu mörkum liðsins. Eftir frábærar upphafs mínútur Eyjamanna tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé. Eftir það leikhlé fóru liðsmenn Fram að taka við sér og minnkuðu smátt og smátt forystu ÍBV. Varnaleikur liðsins var virkilega öflugur á þessu tímabili og ÍBV átti fá svör við honum. Fram náði að jafna leikinn í 12-12 og náði síðan forystunni, 13-12 og 14-13. Eftir þennan flotta kafla hjá Fram tóku Eyjamenn hins vegar við sér á nýjan leik með mikilli baráttu. Á þessum tímapunkti í leiknum mátti engu muna að allt myndi sjóða upp úr en mikill hiti fór að færast í leikinn eftir atvik á 25.mínútu. Kári Kristján, leikmaður ÍBV, skoraði þá mark og öskraði síðan af fögnuði yfir liggjandi leikmann Fram. Liðsmenn Fram voru allt annað en sáttur með þetta og kjölfarið fékk Kári tveggja mínútna brottvísun. Þetta atvik kveikti í liðsmönnum beggja liða og þá aðallega Eyjamanna sem nýtti sér þessa stemningu og náðu forystunni aftur fyrir hálfleikinn og var staðan því í hálfleik 16-17. Í seinni hálfleiknum voru það aftur Eyjamenn sem byrjuðu mikið betur. Fram átti fá svör við öflugri vörn og markvörslu Eyjamanna og skoruðu aðeins fjögur mörk fyrstu sautján mínútur seinni hálfleiks. ÍBV náði á þessu tímabili fimm marka forystu og allt leit út fyrir að sigurinn væri nánast í höfn en liðsmenn Fram neituðu að játa sig sigraða. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var aðeins tveggja marka munur á liðunum og Fram átti möguleika á að minnka muninn í eitt mark. En allt kom fyrir ekki og í stað þess að Fram næði að jafna þá jók ÍBV forystu sína á ný og vann að lokum sigur, 28-32. Af hverju vann ÍBV? Í heildina voru þeir sterkari aðilinn og var það baráttuandinn og stemningin í liðinu sem skilaði sigrinum fyrir þá að mínu mati. Fram átti sína kafla í leiknum en ÍBV varðist í heildina betur og voru með öflugri sóknarleik. Hverjar stóðu upp úr? Dagur Arnarsson fór fyrir liði sínu í kvöld. Hann skoraði sjálfur sjö mörk og stjórnaði sóknarleiknum eins og herforingi. Sigtryggur Daði var síðan einnig mjög öflugur og þá sérstaklega fyrstu mínútur leiksins þar sem hann skoraði nánast úr hverju einasta skoti. Vilhelm Poulsen var síðan markahæstur í leiknum en hann skoraði níu mörk og hélt Fram inn í leiknum á tímabili. Hvað fór illa? Liðsmenn Fram leyfðu liðsmönnum ÍBV að fara í taugarnar á sér í leiknum og þá sérstaklega undir lok fyrri hálfleiks þegar allt var við það að sjóða upp úr. ÍBV var komið undir og þá brugðust þeir við með því að reyna að fá pirring í andstæðinga sína og virtist það virka að einhverju leyti. Baráttan á milli Arnórs Viðarssonar og Stefáns Darra undir lok fyrri hálfleiksins sýndi það bersýnilega. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn í næstu viku fer Fram norður og spilar við KA á meðan ÍBV fær Aftureldingu í heimsókn á fimmtudaginn. Erlingur: Varnarleikurinn mjög góður Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég er auðvitað bara ánægður með sigurinn og framlag drengjanna. Frammistaðan í heildina var nokkuð góð,” byrjaði Erlingur Birgir Richardson, þjálfari ÍBV, að segja í viðtali eftir leik. „Mér fannst við virkilega góðir varnarlega og þá sérstaklega hérna í seinni hálfleiknum. Eins og ég sagði við þig hérna fyrir leik þá var það varnarleikurinn sem við þurftum að einblína á í kvöld og við náðum klárlega að stilla hann aðeins af og það skóp sigurinn.” „Frammistaðan var aðeins betri í seinni hálfleiknum og þá aðallega varnarlega. Sóknarleikurinn var heilt yfir nokkuð góður og vel uppsettur hjá Degi, hann stjórnaði honum vel. Björn kom svo inn á í fyrir hálfleiknum og kom markvörslunni aðeins í gang á meðan Petar gerði slíkt hið sama hérna undir lokin,” hélt Erlingur áfram. Stemningin í Eyjaliðinu var áþreyfanleg í kvöld og gladdi það Erling. „Já það greinilega þurfti smá kveikju í fyrri hálfleiknum, smá læti, og oft er það bara einmitt eitthvað svona sem er það sem þarf,” endaði Erlingur á að segja. Einar Jónsson: Menn voru að leggja sig alla fram Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eðlilega svekktur með tap sinna manna.Vísir/Hulda Margrét „Ég er auðvitað bara svekktur en ég er samt mjög ánægður með strákana. Við börðumst allan leikinn og það vantaði klárlega ekki upp á viljann,” byrjaði Einar Jónsson, þjálfari Fram, á að segja í viðtali eftir leik. Í byrjun seinni hálfleiksins áttu Fram erfitt uppdráttar í sóknarleiknum og skoraði ekki nema fjögur mörk á fyrstu 17 mínútunum. „Ég veit svosem ekki alveg hvað gerist þar. Svona í fljótu bragði þá get ég sagt það að Bjössi kemur inn og ver nokkuð mikið af boltum í markinu fyrir ÍBV og við kannski hikuðum full mikið í sóknarleiknum á meðan að þeir halda sínu striki og halda okkur í fjórum mörkum. Við tökum síðan leikhlé, stillum saman strengi og komumst aftur inn í þetta í lokin en þá kemur Petar í markið og ver held ég fjóra bolta sem var mjög mikilvægt fyrir þá.” Þrátt fyrir tapið var Einar ánægður með sóknarleik síns liðs. „Jákvæðu punktarnir eru til dæmis sóknarleikurinn, mér fannst hann mjög góður, margir fínir kaflar sem við getum byggt á. Menn voru að leggja sig 150% fram, hvort sem við vorum yfir eða undir og ég er ánægður með það,” endaði Einar á að segja.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti