Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 30-24| Haukar í engum vandræðum með nýliða HK Andri Már Eggertsson skrifar 29. október 2021 22:39 vísir/Hulda Margrét Haukar fóru auðveldlega í gegnum nýliða HK í síðasta leik 6. umferðar. Snemma í seinni hálfleik komust heimamenn tíu mörkum yfir og þá var aðeins spurning hversu stór sigur Hauka yrði. Heimamenn enduðu á að vinna 30-24. Tveir uppaldir leikmenn Hauka sáu um að skora fyrstu 4 mörk HK í leiknum. Pálmi Fannar Sigurðsson og Hjörtur Ingi Halldórsson voru þar að verki. Fyrstu sex mörk Hauka í leiknum komu frá sex mismunandi leikmönnum. Halldór Ingi Jónsson var fyrsti leikmaður Hauka til að gera tvö mörk og þá tók Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, fyrsta leikhlé leiksins. Eftir leikhlé Sebastians tóku Haukar öll völd á vellinum og keyrðu yfir gestina frá Kópavogi. Staðan breyttist fljótlega úr jöfnum leik yfir í 13-7. Haukar gátu ekki keypt sér mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Þeir klikkuðu á hverju dauðafærinu á fætur öðru og fóru í gegnum síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks án þess að skora mark. HK tókst ekki að nýta sér þennan ótrúlega kafla Hauka eins vel og þeir hefðu óskað sér og skoruðu aðeins tvö mörk. Staðan í hálfleik 13-9. Geir Guðmundsson skoraði fyrsta mark Hauka í seinni hálfleik og endaði tæplega ellefu mínútna markaþurð heimamanna. Mörk Hauka komu síðan á færibandi á meðan Aron Rafn Eðvarðsson varði hvern æfingaboltann á fætur öðrum frá HK. Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var staðan 20-10. Síðustu sjö mínútur leiksins voru skrautlegar. Haukar skoruðu aðeins tvö mörk á þeim kafla og klikkuðu á mörgum dauðafærum líkt og í lok fyrri hálfleiks. HK tókst þá að saxa á forskot Hauka og endaði leikurinn 30-24. Af hverju unnu Haukar? Haukar voru betri á öllum sviðum leiksins en HK í kvöld. HK skoraði aðeins 21 mark á 58 mínútum og ógnaði aldrei Haukum nema á fyrstu tíu mínútum leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Hauka. Aron Rafn varði 14 skot og endaði með 48 prósent markvörslu. HK átti í miklum vandræðum með Heimi Óla Heimisson, línumann Hauka, Heimir skoraði 5 mörk úr 5 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK var afar slakur á löngum köflum í leiknum. HK skoraði aðeins 21 mark á 58 mínútum. HK átti í miklum vandræðum með línuspil Hauka. Heimamenn fengu mikið af auðveldum mörkum bæði frá línumönnum sínum sem og innleysingum. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé er næst á dagskrá. HK fær Selfoss í heimsókn í Kórnum þann 10. nóvember klukkan 18:00. Haukar mæta nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 19:30. Miðvikudaginn 10. nóvember. Aron: Full mikil læti undir lok leiks miðað við stöðu leiksins Aron Kristjánsson var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn sem hefði vel getað verið stærri en sex mörk. „Sigurinn hefði vel getað verið stærri. Í seinni hálfleik náðum við snemma góðri forystu og HK átti í miklum vandræðum með okkar spilamennsku. Við komumst mest tólf mörkum yfir en síðan fjaraði leikurinn út í vitleysu,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leik. Haukar áttu í miklum vandræðum með að finna taktinn sóknarlega um miðjan fyrri hálfleik og skoruðu heimamenn ekki mark í ellefu mínútur. „Þetta var sérstakur leikur á margan hátt. Mér fannst oft skrítið hvernig leikurinn var að þróast og síðan leystist þetta upp í vitleysu í lok seinni hálfleik.“ Aron fannst síðustu mínútur leiksins afar sérstakar og voru fullmikil læti miðað við úrslit leiksins að hans mati. „Það misstu allir haus fannst mér. Það voru rosaleg læti á báðum bekkjum. Þetta var algjör óþarfi miðað við stöðuna í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum. Olís-deild karla Haukar HK
Haukar fóru auðveldlega í gegnum nýliða HK í síðasta leik 6. umferðar. Snemma í seinni hálfleik komust heimamenn tíu mörkum yfir og þá var aðeins spurning hversu stór sigur Hauka yrði. Heimamenn enduðu á að vinna 30-24. Tveir uppaldir leikmenn Hauka sáu um að skora fyrstu 4 mörk HK í leiknum. Pálmi Fannar Sigurðsson og Hjörtur Ingi Halldórsson voru þar að verki. Fyrstu sex mörk Hauka í leiknum komu frá sex mismunandi leikmönnum. Halldór Ingi Jónsson var fyrsti leikmaður Hauka til að gera tvö mörk og þá tók Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, fyrsta leikhlé leiksins. Eftir leikhlé Sebastians tóku Haukar öll völd á vellinum og keyrðu yfir gestina frá Kópavogi. Staðan breyttist fljótlega úr jöfnum leik yfir í 13-7. Haukar gátu ekki keypt sér mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Þeir klikkuðu á hverju dauðafærinu á fætur öðru og fóru í gegnum síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks án þess að skora mark. HK tókst ekki að nýta sér þennan ótrúlega kafla Hauka eins vel og þeir hefðu óskað sér og skoruðu aðeins tvö mörk. Staðan í hálfleik 13-9. Geir Guðmundsson skoraði fyrsta mark Hauka í seinni hálfleik og endaði tæplega ellefu mínútna markaþurð heimamanna. Mörk Hauka komu síðan á færibandi á meðan Aron Rafn Eðvarðsson varði hvern æfingaboltann á fætur öðrum frá HK. Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var staðan 20-10. Síðustu sjö mínútur leiksins voru skrautlegar. Haukar skoruðu aðeins tvö mörk á þeim kafla og klikkuðu á mörgum dauðafærum líkt og í lok fyrri hálfleiks. HK tókst þá að saxa á forskot Hauka og endaði leikurinn 30-24. Af hverju unnu Haukar? Haukar voru betri á öllum sviðum leiksins en HK í kvöld. HK skoraði aðeins 21 mark á 58 mínútum og ógnaði aldrei Haukum nema á fyrstu tíu mínútum leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Hauka. Aron Rafn varði 14 skot og endaði með 48 prósent markvörslu. HK átti í miklum vandræðum með Heimi Óla Heimisson, línumann Hauka, Heimir skoraði 5 mörk úr 5 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK var afar slakur á löngum köflum í leiknum. HK skoraði aðeins 21 mark á 58 mínútum. HK átti í miklum vandræðum með línuspil Hauka. Heimamenn fengu mikið af auðveldum mörkum bæði frá línumönnum sínum sem og innleysingum. Hvað gerist næst? Landsleikjahlé er næst á dagskrá. HK fær Selfoss í heimsókn í Kórnum þann 10. nóvember klukkan 18:00. Haukar mæta nýliðum Víkings í Víkinni klukkan 19:30. Miðvikudaginn 10. nóvember. Aron: Full mikil læti undir lok leiks miðað við stöðu leiksins Aron Kristjánsson var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn sem hefði vel getað verið stærri en sex mörk. „Sigurinn hefði vel getað verið stærri. Í seinni hálfleik náðum við snemma góðri forystu og HK átti í miklum vandræðum með okkar spilamennsku. Við komumst mest tólf mörkum yfir en síðan fjaraði leikurinn út í vitleysu,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leik. Haukar áttu í miklum vandræðum með að finna taktinn sóknarlega um miðjan fyrri hálfleik og skoruðu heimamenn ekki mark í ellefu mínútur. „Þetta var sérstakur leikur á margan hátt. Mér fannst oft skrítið hvernig leikurinn var að þróast og síðan leystist þetta upp í vitleysu í lok seinni hálfleik.“ Aron fannst síðustu mínútur leiksins afar sérstakar og voru fullmikil læti miðað við úrslit leiksins að hans mati. „Það misstu allir haus fannst mér. Það voru rosaleg læti á báðum bekkjum. Þetta var algjör óþarfi miðað við stöðuna í leiknum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti