Birkir Blær kominn í níu manna úrslit Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 23:04 Birkir Blær er að gera það gott í Svíþjóð um þessar mundir. Idol Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig og eftir hvatningu stjúpsystur sinnar sótti hann um að taka þátt í sænsku útgáfu söngkeppninnar Idol. Sú ákvörðun hefur vægast sagt borgað sig. Áður bjó Birkir á Akureyri þar sem hann hafði getið sér gott orð sem tónlistarmaður. Árið 2018 tók hann þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og stóð hann uppi sem sigurvegari. Fyrirkomulag þáttanna er ólíkt því sem við þekkjum. Í hverjum þætti flytja keppendur lag og svo hafa áhorfendur heila viku til þess að kjósa og eru niðurstöður kynntar í næsta þætti. Í síðustu viku söng Birkir Blær lagið Yellow með Coldplay og flutningur hans hefur greinilega fallið í kramið hjá Svíanum. Nú hefur sænskur almenningur heila viku til að ákveða hvort flutningur Birkis Blæs á laginu Leave The Door Open með Silk Sonic í kvöld dugi honum til að komast áfram. Lögin sem flutt voru í kvöld voru valin fyrir keppendur af dómurum þáttanna. Þema næstu viku er tónlist hljómsveitarinnar Abba. Blaðamaður veltir því fyrir sér hvort sænskir keppendur njóti forskots á Birki Blæ í næstu keppni. Philip Ström var sá sem datt út úr keppninni að þessu sinni en hin níu sem eftir lifa má sjá hér að neðan ásamt þeim lögum sem þau fluttu í kvöld. Erik Elias Ekström – You’re Beautiful með James Blunt Lana Sulhav – Ain’t No Sunshine með Bill Withers Birkir Blær – Leave The Door Open með Silk Sonic Amena Alsameai – Ocean Eyes með Billie Eilish Fredrik Lundman – I Want It That Way með Backstreet Boys Jacqline Mossberg Mounkassa – Stay með Rihanna & Mikky Ekko Daut Ajvaz – U Got It Bad með Usher Annika Wickihalder – Take Me To Church með Hozier Sunny Taylor – Skate með Bruno Mars
Svíþjóð Tónlist Íslendingar erlendis Hæfileikaþættir Birkir Blær í sænska Idol Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira