Eins og frægt er þá gekk Birgir úr Miðflokknum og í Sjálfstæðisflokkinn skömmu eftir alþingiskosningarnar í september.
Sjá einnig: Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins
Kæran, sem sjá má hér, er send af Sigurði Hreini Sigurðssyni og segir í henni að Birgir hafi ákveðið löngu fyrir kjördag að fara úr Miðflokknum og er vitnað í hans eigin orð. Í kærunni segir að ætla megi að meirihluti kjósenda Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi ætlað sér að greiða Miðflokknum atkvæði þeirra en ekki Sjálfstæðismanninum Birgi Þórarinssyni.
Sigurður segir einnig að kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi keypt köttinn í sekknum því þau hafi ekki vitað að þau væru í raun að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
„Flestir hljóta að vera sammála um að það sé bæði óheiðarlegt og ólýðræðislegt að villa á sér heimildir í kosningum til Alþingis. Ef kjörbréfanefnd og Alþingi sjálft lætur svindl sem þetta óátalið þrátt fyrir heimildir í lögum má reikna með að fleiri slíkar uppákomur eigi sér stað í komandi kosningum. Þetta væri ömurlegt fordæmi og alls ekki til þess fallið að auka tiltrú fólks á störfum Alþingis og leikreglum lýðræðisins.“