Eiki hljóðmaður: „Viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. október 2021 09:00 Eiki hljóðmaður og svipurinn frægi. Stöð 2 Sport „Spurning frá Eika hljóðmanni,“ er orðin fastur liður í Körfuboltakvöldi en að þessu sinni spurði Eiki þá Darra Frey Atlason og Matthías Sigurðsson út í lottóið er kemur að erlendum leikmennum og hvaða lið hefði unnið. Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Eiríkur Hilmarsson, betur þekktur sem Eiki hljóðmaður, hefur miklar skoðanir á íslenskum körfubolta og hefur verið duglegur að láta í sér heyra í gegnum árin. Nú loks er hann kominn í sjónvörp landsmanna en þriðja þáttinn í röð fékk hann að spyrja sérfræðinga Körfuboltakvölds út í eitthvað sem honum lá á hjarta. „Ég er alltaf smá stressaður þegar við ætlum að fá spurningar fá Eika hljóðmanni, ég veit ekkert hvað hann ætlar að spyrja okkur um. Hann planar þær stundum, þriðja spurningin í þriðja þættinum í röð. Yfir til þín Eiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi í upphafi innslagsins sem má sjá hér að neðan. „Ég er með eina spurningu: Hvaða lið í deildinni fengu bingó í Kana-bingóinu og hvaða lið fengu bingó í Bosman-bingóinu? Fá að vita það,“ sagði Eiki hljóðmaður ákveðinn er hann var að gera og græja fyrir leik KR og Njarðvíkur á föstudaginn var. Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður „Ég myndi segja að svarið við báðum spurningum er Þór Þorlákshöfn í Daníel Mortensen og Glynn Watson. Góða við Watson er að hann getur farið í bæði hlutverk, vera stjórnandi og svo að vera með alla athyglina á sér. Mortensen er svo bara frábær,“ sagði Matthías. „Ég elska Ivan (Aurrecoechea Alcolado, leikmann Grindavíkur), hann er svona gæi sem býr bara til sigra. (David) Okeke væri hinn sem ég myndi nefna í þessum Bosman-flokki. Svo er ég spenntur fyrir (Javon Anthony) Bess í Tindastól. Var ekki spenntur fyrst þegar ég sá hann en hann er mjög skilvirkur í allri sinni framkvæmd,“ sagði Darri Freyr. „Ég er sammála þér með Bess. Þessi stallur sem hann hefur farið á, að spila undirbúningsleiki í NBA-deildinni segir ýmislegt um gæðaflokkinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Eiki sagði skoðun sína. „Jájá, þetta er náttúrulega ykkar skoðun, en viskan leynir sér ekki, þetta er eins og hákarl á rúgbrauð,“ sagði Eiki hljóðmaður en til að heyra allt svar hans þarf einfaldlega að kíkja í spilarann hér að ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira