Innlent

Fleiri karlkyns nemendur í framhaldsskólum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Flestar umsóknir um nám í framhaldsskóla í haust bárust Tækniskólanum.
Flestar umsóknir um nám í framhaldsskóla í haust bárust Tækniskólanum. Vísir/Vilhelm

Fleiri karlkyns nemendur eru nú skráðir í framhaldsskólanám en kvenkyns. Hlutfall karlkyns nemenda eru 53% á móti 47% kvenkyns nemendum. Í tölfræðinni er ekki gert ráð fyrir öðrum kynjum.

Miklu fleiri karlkyns nemendur eru í starfsnámi en skráðir eru 4.756 nemendur en kvenkyns aðeins 2.357. Þá er meðalaldur í nemenda í starfsnámi er einnig töluvert hærri en nemenda í bóknámi. Menntamálastofnun birti innritunartölfræði og samsetningu framhaldsskólanema nýlega.

Kynjaskipting í hefðbundnum framhaldsskólum.

Töfluna má sjá í heild sinni hér. 

Flestir sóttu um nám í Tækniskólanum

Flestar umsóknir um nám í framhaldsskóla í haust bárust Tækniskólanum. Skólanum bárust rétt tæplega 1.500 umsóknir í heildina. Samþykktar umsóknir voru 856 og 543 nemendum var hafnað. Tæplega hundrað eru í flokknum „önnur lok“ en það merkir til dæmis að nemandi hafi fengið samþykkta skólavist

Heildarfjöldi umsókna um framhaldsskóla á haustönn 2021 voru samtals 8.899 umsóknir. Þar af voru nýnemaumsóknir 4.214.

Flestir sóttu um í Tækniskólanum.

Nánara yfirlit má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×