„Fólk bara gefst upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 14:23 Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni, er orðin langþreytt á ástandinu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir ríkja algjörlega ótækt ástand. Álagið hafi vaxið mikið undanfarin ár. Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent