Körfubolti

Breiða­blik, ÍR, og Haukar í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bríet Sif skoraði 17 stig í liði Hauka í kvöld er liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins.
Bríet Sif skoraði 17 stig í liði Hauka í kvöld er liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins. Vísir/Bára Dröfn

Alls fóru fjórir leikir fram í 16-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell hafði þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum og nú er ljóst að Breiðablik, ÍR og Haukar eru einnig komin þangað.

Breiðablik vann einkar öruggan sigur á Tindastól í Smáranum en lokatölur voru 111-53 Blikum í vil. Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst í liði Breiðabliks með 26 stig. Telma Lind Ásgeirsdóttir kom þar á eftir með 21 stig.

ÍR vann níu stiga sigur á Aþenu-UMFK í Breiðholti, lokatölur 74-65. Danielle Marie Reinwald átti stórleik í liði ÍR en hún skoraði 24 stig og tók 21 frákast. Bergþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst í liði Aþenu-UMFK með 25 stig.

Þá unnu Haukar öruggan sigur á Grindavík í Ólafssal, lokatölur í Hafnafirði 77-59. Bríet Sif Hinriksdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar í liði Hauka með 17 stig á meðan Robbi Ryan skoraði 20 stig í liði Grindavíkur.


Tengdar fréttir

Snæfellingar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum

Snæfell tók á móti KR í 16-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubollta í dag. Eftir jafnan og spennandi leik voru það heimakonur sem höfðu betur, 79-73, og þær eru því komnar í átta liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×