Í tilkynningu á Facebook-síðu logreglunnar segir að þónokkrar tilkynningar um skothríð hafi borist um klukkan 23 að staðartíma. Þegar lögregluþjónar hafi mætt að Octavia's viðburðarsalnum hafi mikill hópur fólks á flótta mætt þeim.
Þegar inn var komið hafi fundist tíu særðir sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn þeirra hafi látist skömmu síðar. Lögreglan telur að minnst tvö hundruð manns hafi verið í partýinu.
Þá segir að óljóst sé hvað hafi vakað fyrir árásarmanninum en að frumrannsókn bendi til þess að einhvers konar ágreiningur hafi komið upp meðal partýgesta.
Færslu lögreglunnar í Texarkana má lesa í heild sinni hér að neðan: