„Betri heima en á parketinu í Safamýri“ Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 08:01 Þorgrímur Smári Ólafsson með dóttur þeirra Karenar Knútsdóttur sem vel gæti átt eftir að láta til sín taka í handboltanum þegar fram líða stundir. Stöð 2 „Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar. Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Karen á ríkan þátt í góðu gengi Framara það sem af er leiktíð og það var létt yfir handboltaparinu þegar íþróttafréttakonan Svava Kristín Gretarsdóttir heimsótti það í síðustu viku. Engu að síður er staðan alvarleg hjá Þorgrími Smára sem glímir við meiðsli sem gætu bundið enda á feril hans. Klippa: Þorgrímur Smári óviss með framtíðina í handboltanum „Ég fékk ekki góða dóma hjá lækni. Örnólfur [Valdimarsson] skar mig upp og hann talar um að ég eigi að hætta í handbolta, og hætta í öllum hlaupum reyndar. „Þú mætir í liðskipti hjá mér í framtíðinni,“ segir hann, svo ég veit ekki hvernig ég á að taka því heldur,“ segir Þorgrímur og bætir við: „Ég myndi ekki endilega vera ósáttur yfir að þurfa að hætta núna. Þegar maður er orðinn 31 árs og lítur til baka þá er maður alveg sáttur þó að maður hafi aldrei unnið neitt, þannig lagað. Maður á fullt af góðum vinum og minningarnar úr klefanum og af vellinum eru það sem maður lítur til baka vegna og brosir yfir.“ „Meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa“ Karen segir að það myndi vissulega flækja málin ef þau Þorgrímur myndu bæði geta sinnt handboltaíþróttinni af fullum krafti, nú þegar þau eiga litla stúlku saman. „Það er auðvitað gott að vera búin að hafa hann hérna heima og þetta verður meira púsluspil þegar hann byrjar að æfa líka. En ég set þá pressu á hann líka. Hann þarf að standa sig ef hann ætlar að fá að byrja að æfa aftur,“ segir Karen létt. „Toggi er að standa sig gífurlega vel í þessu verkefni og ég held að hann sé betri hérna heima en á parketinu í Safamýri. Ég ætla að hvetja hann til að vera áfram hérna,“ segir Karen sem með „hjálp“ frá kórónuveirufaraldrinum missti aðeins af þremur leikjum í barneignarleyfi sínu áður en hún sneri aftur til leiks í fyrra.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira