Tom Brady kastaði leiknum frá sér í bókstaflegri merkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 11:01 Tom Brady gerði sér grein fyrir því að hann væri búinn að kasta frá sér sigrinum. AP/Butch Dill Dýrlingarnir frá New Orleans enduðu fjögurra leikja sigurgöngu NFL-meistaranna Tampa Bay Buccaneers í gær. Varaleikstjórnandi Saints tók upp hanskann í meiðslum byrjunarliðsmannsins en hann var ekki eini varamaðurinn sem leiddi sitt lið til sigurs í NFL-deildinni í gær. Það má segja að þetta hafi verið dagur varaleikstjórnandanna því New Orleans Saints, Dallas Cowboys, Seattle Seahawks og New York Jets unnu öll sigra þökk sé flottri frammistöðu leikstjórnanda sem fáir bjuggust við að sjá hjá þessum liðum í vetur. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu 36-27 á móti New Orleans Saints þar sem úrslitin réðust þegar Brady kastaði boltanum frá sér og varnarmenn Saints fóru upp völlinn og skoruðu snertimark. This angle of the @Saints interception is great!Just listen to that noise!!! pic.twitter.com/7GvPHGjdql— NFL UK (@NFLUK) October 31, 2021 Brady hafði áður farið fyrir endurkomu Buccaneers sem unnu upp sextán stiga forystu Saints en þarna kastaði hann endanlega frá sér leiknum. Jameis Winston, leikstjórnandi New Orleans Saints var að mæta sínum gömlu félögum í Tampa Bay og byrjaði leikinn vel áður en hann meiddist á hné í stöðunni 7-7. Bucs létu Winston róa þegar þeir fengu Brady sem gerði liðið að meisturum á fyrsta ári. Í forföllum Winston þá steig Trevor Siemian inn og hjálpaði sínu liði að ná 23-7 forystu. Brady og félagar komust aftur yfir í 27-26 en vallarmark færði Dýrlingunum aftur forystuna. Það bjuggust flestir við að sjá klassíska Brady sókn í lokin en hann kastaði þá leiknum frá sér í bókstaflegri merkingu. COOPER TO COOPER.Cowboys take the lead! #DallasCowboys : #DALvsMIN on NBC : https://t.co/vo1pze9aC5 pic.twitter.com/CB4Ortl0MD— NFL (@NFL) November 1, 2021 Dak Prescott, aðalleikstjórnandi Dallas Cowboys, hitaði upp fyrir leikinn á móti Minnesota Vikings í nótt en var síðan ekki með vegna kálfameiðsla. Cooper Rush leiddi því Dallas sóknina og liðið vann samt Víkinga 20-16. Þetta var sjötti sigur Dallas liðsins í röð en sá fyrsti án Prescott. Rush hafði fyrir leikinn aðeins reynt þrjár sendingar á NFL-ferlinum en 24 af 40 sendingum hans heppnuðust í leiknum og hann átti tvær snertimarkssendingar. Úrslitin réðust þegar Rush fór upp allan völlinn og endaði á því að gefa snertimarkssendingu á útherjann Amari Cooper. For the 2nd time today, @GenoSmith3 hits @dkm14 for a #Seahawks TD! : #JAXvsSEA on CBS : NFL app pic.twitter.com/1Tz1FqG1Hp— NFL (@NFL) October 31, 2021 Seattle Seahawks liðið náði líka að vinna þrátt fyrir að leika án leikstjórnandans síns Russell Wilson. Seattle vann 31-7 sigur á Jacksonville Jaguars þar sem leikstjórnandinn Geno Smith átti flottan leik með tvær snertimarkssendingar og 20 af 24 sendingum heppnaðar. You already know who was getting the game ball... pic.twitter.com/Bq4PQ2tvLm— New York Jets (@nyjets) October 31, 2021 Fyrr um daginn hafði Mike White, varaleikstjórnandi New York Jets, leitt sitt lið til 34-31 sigurs á sjóðheitu liði Cincinnati Bengals. White kom fyrir Zach Wilson og hjálpaði Jets að vinna sinn annan leik á tímabilinu. Every touchdown from NFL RedZone in Week 8! pic.twitter.com/3qyBHfEbGA— NFL (@NFL) November 1, 2021 Úrslitin í leikjum NFL í gær: (Útiliðið á undan) New England Patriots 27-24 Los Angeles Chargers Jacksonville Jaguars 7-31 Seattle Seahawks Tampa Bay Buccaneers 27-36 New Orleans Saints Washington Football Team 10-17 Denver Broncos Minnesota Vikings 16-20 Dallas Cowboys Cincinnati Bengals 31-34 New York Jets Los Angeles Rams 38-22 Houston Texans Miami Dolphins 11-26 Buffalo Bills Carolina Panthers 19-13 Atlanta Falcons San Francisco 49ers 33-22 Chicago Bears Pittsburgh Steelers 15-10 Cleveland Browns Philadelphia Eagles 44-6 Detroit Lions NFL Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Það má segja að þetta hafi verið dagur varaleikstjórnandanna því New Orleans Saints, Dallas Cowboys, Seattle Seahawks og New York Jets unnu öll sigra þökk sé flottri frammistöðu leikstjórnanda sem fáir bjuggust við að sjá hjá þessum liðum í vetur. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers töpuðu 36-27 á móti New Orleans Saints þar sem úrslitin réðust þegar Brady kastaði boltanum frá sér og varnarmenn Saints fóru upp völlinn og skoruðu snertimark. This angle of the @Saints interception is great!Just listen to that noise!!! pic.twitter.com/7GvPHGjdql— NFL UK (@NFLUK) October 31, 2021 Brady hafði áður farið fyrir endurkomu Buccaneers sem unnu upp sextán stiga forystu Saints en þarna kastaði hann endanlega frá sér leiknum. Jameis Winston, leikstjórnandi New Orleans Saints var að mæta sínum gömlu félögum í Tampa Bay og byrjaði leikinn vel áður en hann meiddist á hné í stöðunni 7-7. Bucs létu Winston róa þegar þeir fengu Brady sem gerði liðið að meisturum á fyrsta ári. Í forföllum Winston þá steig Trevor Siemian inn og hjálpaði sínu liði að ná 23-7 forystu. Brady og félagar komust aftur yfir í 27-26 en vallarmark færði Dýrlingunum aftur forystuna. Það bjuggust flestir við að sjá klassíska Brady sókn í lokin en hann kastaði þá leiknum frá sér í bókstaflegri merkingu. COOPER TO COOPER.Cowboys take the lead! #DallasCowboys : #DALvsMIN on NBC : https://t.co/vo1pze9aC5 pic.twitter.com/CB4Ortl0MD— NFL (@NFL) November 1, 2021 Dak Prescott, aðalleikstjórnandi Dallas Cowboys, hitaði upp fyrir leikinn á móti Minnesota Vikings í nótt en var síðan ekki með vegna kálfameiðsla. Cooper Rush leiddi því Dallas sóknina og liðið vann samt Víkinga 20-16. Þetta var sjötti sigur Dallas liðsins í röð en sá fyrsti án Prescott. Rush hafði fyrir leikinn aðeins reynt þrjár sendingar á NFL-ferlinum en 24 af 40 sendingum hans heppnuðust í leiknum og hann átti tvær snertimarkssendingar. Úrslitin réðust þegar Rush fór upp allan völlinn og endaði á því að gefa snertimarkssendingu á útherjann Amari Cooper. For the 2nd time today, @GenoSmith3 hits @dkm14 for a #Seahawks TD! : #JAXvsSEA on CBS : NFL app pic.twitter.com/1Tz1FqG1Hp— NFL (@NFL) October 31, 2021 Seattle Seahawks liðið náði líka að vinna þrátt fyrir að leika án leikstjórnandans síns Russell Wilson. Seattle vann 31-7 sigur á Jacksonville Jaguars þar sem leikstjórnandinn Geno Smith átti flottan leik með tvær snertimarkssendingar og 20 af 24 sendingum heppnaðar. You already know who was getting the game ball... pic.twitter.com/Bq4PQ2tvLm— New York Jets (@nyjets) October 31, 2021 Fyrr um daginn hafði Mike White, varaleikstjórnandi New York Jets, leitt sitt lið til 34-31 sigurs á sjóðheitu liði Cincinnati Bengals. White kom fyrir Zach Wilson og hjálpaði Jets að vinna sinn annan leik á tímabilinu. Every touchdown from NFL RedZone in Week 8! pic.twitter.com/3qyBHfEbGA— NFL (@NFL) November 1, 2021 Úrslitin í leikjum NFL í gær: (Útiliðið á undan) New England Patriots 27-24 Los Angeles Chargers Jacksonville Jaguars 7-31 Seattle Seahawks Tampa Bay Buccaneers 27-36 New Orleans Saints Washington Football Team 10-17 Denver Broncos Minnesota Vikings 16-20 Dallas Cowboys Cincinnati Bengals 31-34 New York Jets Los Angeles Rams 38-22 Houston Texans Miami Dolphins 11-26 Buffalo Bills Carolina Panthers 19-13 Atlanta Falcons San Francisco 49ers 33-22 Chicago Bears Pittsburgh Steelers 15-10 Cleveland Browns Philadelphia Eagles 44-6 Detroit Lions
Úrslitin í leikjum NFL í gær: (Útiliðið á undan) New England Patriots 27-24 Los Angeles Chargers Jacksonville Jaguars 7-31 Seattle Seahawks Tampa Bay Buccaneers 27-36 New Orleans Saints Washington Football Team 10-17 Denver Broncos Minnesota Vikings 16-20 Dallas Cowboys Cincinnati Bengals 31-34 New York Jets Los Angeles Rams 38-22 Houston Texans Miami Dolphins 11-26 Buffalo Bills Carolina Panthers 19-13 Atlanta Falcons San Francisco 49ers 33-22 Chicago Bears Pittsburgh Steelers 15-10 Cleveland Browns Philadelphia Eagles 44-6 Detroit Lions
NFL Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira