Innlent

Bein útsending: Formannsefni kennara skiptast á skoðunum í Pallborðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Þór, Hanna Björg, Anna María og Heimir sitja fyrir svörum í Pallborðinu á Vísi klukkan 14.
Magnús Þór, Hanna Björg, Anna María og Heimir sitja fyrir svörum í Pallborðinu á Vísi klukkan 14.

Fjögur gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Formannsefnin mæta í Pallborðið í dag og ræða stöðuna í menntamálum hér heima og hvernig þau sjá fyrir sér að leiða kennara næstu árin.

Anna María Gunnarsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla, Heimir Eyvindsson dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði og Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla gefa kost á sér í starfið.

Atkvæðagreiðsla hefst meðal félagsmanna á morgun og stendur yfir út vikuna.

Hólmfríður Gísladóttir stýrir Pallborðinu sem verður sem fyrr í beinni útsendingu klukkan 14 á Stöð 2 Vísi, hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×