Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út Atli Arason skrifar 1. nóvember 2021 22:33 Milka var frábær þegar mest á reyndi í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Leikurinn var mjög jafn í byrjun en gestirnir úr Vesturbæ voru þó einu skrefi á undan í upphafi. Eftir að Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, jafnaði leikinn í 10-10 um miðbik fyrsta leikhluta þá tóku KR-ingar öll völd á leiknum. Vörnin þeirra hélt vel og á sama tíma fóru nánast öll skot KR ofan í körfuna hinu megin. KR komst í 10 stiga forystu í stöðunni 12-22, eftir þriggja stiga körfu frá Birni Kristjáns. Keflvíkingar ná þá smá áhlaupi og minnkuðu muninn niður í sex stig áður en að KR svaraði um hæl og unnu fyrsta leikhlutan sannfærandi með 11 stigum, 22-33. Sókn heimamanna lagaðist aðeins í öðrum leikhluta en KR héldu að sama hætti áfram að hitta vel en munurinn á milli liðana sveiflaðist frá 8 til 15 stiga forskoti KR í vil, nánast allan annan fjórðunginn en Keflvíkingar kláruðu þó leikhlutan betur. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum í stöðunni 39-54 þá settu heimamenn í fluggír og skoruðu næstu 9 stig og minnkuðu muninn niður í 6 stig áður en liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, í stöðunni 48-54. Keflavík hóf þriðja leikhluta á svipaðan hátt og þeir kláruðu þann annan með 9-2 kafla og var það að mestu leyti Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavíkur, að þakka. Hörður setti þrjá þrista niður fyrir Keflavík og heimamenn skyndilega komnir í forystu, 57-56, þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður en það var í fyrsta skipti sem Keflavík komst yfir frá upphafsmínútum leiksins. Keflvíkingar héldu í þessa forystu þangað til Shawn Glover jafnaði leikinn í 63-63. Gestirnir voru betri á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að lokum að vera einu stigi yfir áður en honum lauk, 65-66. Keflavík vann þriðja leikhlutan 17-12 og fyrir þann fjórða virtust þeir vera komnir í réttan gír. KR komst hélt þó forustunni þangað til að Dani Koljanin fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Jaka Brodnik er sendur á vítalínuna með fjögur vítaskot sem hann setur öll niður til að minnka muninn í eitt stig, 71-72, CJ Burks setti svo niður næstu tvö stig leiksins fyrir Keflavík. Næstu mínúturnar var leikurinn frekar jafn og skiptust liðin á því að ná litlu forskoti á hvort annað. Milka jafnar leikinn í 77-77 þegar tæpar fimm mínútur lifðu eftir leiks og eftir það var ekki aftur snúið fyrir heimamenn. KR-ingar fóru í erfið skot sem fóru ekki niður á meðan að Keflvíkingar léku á alls oddi með háværum stuðningi heimamanna í stúkunni. Keflavík fann þá lausn á varnarleik KR og settu alls niður 7 stig á móti engu frá gestunum og unnu þennan spennandi leik að lokum, 84-77. Af hverju vann Keflavík? Leikurinn var jafn og fremur sveiflukenndur lengst af. Frábær seinni hálfleikur hjá Keflavík bæði sóknar og varnarlega var þó til þess að þeir sigu fram úr. Keflavík tók alls 12 fráköstum meira en KR, 45-33, sem er kannski þetta litla lykilatriði sem skiptir máli, því þá ná þeir taka fleiri skot en gestirnir og vinna að lokum með sjö stigum. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks var fremstur meðal jafningja hjá Keflavík með 19 stig og sex fráköst sem gerðu alls 21 framlagspunkta. Milka var einnig öflugur með jafn mörg stig og 12 fráköst. 20 framlagspunktar hjá Milka. Í liði KR var Tóti Túrbó flottur en hann náði oft á köflum að sprengja upp vörn Keflavíkur. Tóti endaði leikinn með 13 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar sem gerðu alls 18 framlagspunkta. Hvað gerist næst? KR-ingar eru því miður úr leik en Keflavík fer áfram í átta liða úrslit, en dregið verður í hádeginu á morgun. „Það er erfitt að eiga við Okeke og Milka“ Björn Kristjánsson, leikmaður KR.Vísir/Bára Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var svekktur með úrslitin í kvöld, sérstaklega eftir öflugan fyrri hálfleik hjá Vesturbæingum. „Þetta er súrt því mér fannst eins og við værum með þetta. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og við vissum að þeir myndu koma út sterkir í þriðja leikhluta. Mér fannst við höndla áhlaupið þeirra ágætlega, við vorum yfir þegar við fórum inn í fjórða leikhlutann. Svo bara stigu þeir upp í lokin á meðan við klikkuðum á einhverjum skotum og þeir bara gerðu vel og kláruðu þetta,“ sagði Bjössi í viðtali við Vísi eftir leik. Það var smá munur á leik KR í fyrri og síðari hálfleik, miðað við hvað KR-ingar voru góðir í fyrri hálfleik þá voru þeir ekki nógu góðir í seinni hálfleik. Bjössi telur að léleg skotnýting hafi þar skipt sköpum. „Mér fannst sóknin hjá okkur ekki vera nógu góð [í síðari hálfleik]. Við vorum ekki að taka nógu góð skot og þá náðu þeir að hlaupa á okkur og fá auðveldar körfur. Svo eru það sóknarfráköstin en það er erfitt að eiga við Okeke og Milka, þeir náðu nokkrum stórum boltum á þessum tímapunkti. Jaka fékk líka fjögur víti og setti þau öll til að minnka muninn í eitt stig, það eru nokkur atriði þarna sem skipta sköpum en ég get ekki sett þetta á eitthvað eitt ákveðið atriði. Þeir voru bara harðari en við og það kláraði þetta.“ Bjössa fannst ekki auðvelt að reyna að telja upp eitthvað sem hann var ánægður með svona stuttu eftir tapleik en gat þó minnst á eitthvað. „Það er erfitt að finna eitthvað jákvætt eftir tapleik. Mér finnst samt eins og við séum að bæta okkur með hverjum leik, við erum hægt og rólega að finna okkar einkenni og mér finnst eins og það sé stígandi í þessu. Við töpuðum á móti Grindavík en vinnum svo Njarðvík frekar sannfærandi og erum svo aftur alveg í leik við Keflavík, þetta eru svona þrjú bestu liðin, allavegana í byrjun móts. Ég er ánægður með ákveðnar framfarir í hverjum leik,“ svaraði Bjössi, aðspurður út í jákvæða hluti sem hann gæti tekið til úr þessum leik. Bjössi er þekktur fyrir að vera góð skytta en hann setti aðeins tvö af sjö þriggja stiga skotum sínum í kvöld. Þær sex tveggja stiga körfur sem hann setti voru þó flestar við þriggja stiga línuna sem gerðu það að verkum að Bjössi var alls með 14 stig í kvöld en hann telur sig þó eiga nóg inni. „Klárlega. Það voru nokkur skot sem hefðu mátt detta og þau munu gera það,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR. „Við vorum hörmulegir í fyrri hálfleik“ Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur.vísir/vilhelm Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, var sáttur við sigurinn í kvöld en hann telur að síðari hálfleikurinn hafi skipt sköpum fyrir Keflvíkinga. „Það var geggjaður seinni hálfleikur, flott vörn og góð sókn er það sem skóp þetta í kvöld því við vorum hörmulegir í fyrri hálfleik,“ sagði Valur í viðtali við Vísi eftir leik. Leitast var eftir svörum frá Val um hvað breyttist á milli hálfleikja hjá Keflvíkingum en að hans mati var það samstaðan í síðari hálfleik, gegn andleysi í fyrri hálfleik sem skipti höfuðmáli. „Menn girða sig í brók, fara að spila almennilega og gera þetta saman. Andleysi í fyrri hálfleik var skelfilegt. Það er bara það sama og var í þessum Blika leik um daginn, bara andleysi og hausinn var niðri í staðinn fyrir að hafa hann uppi og gera þetta skemmtilegt og gera þetta saman.“ KR-ingar spiluðu á löngum köflum flottan varnarleik gegn Keflvíkingum áður en heimamenn finna lausnir og ná þannig að sigla inn sigrinum. „Við fórum að fara meira inn í og aftur út [e. in and out]. Við vorum að flýta okkur aðeins of mikið í fyrri hálfleik en þá vorum við að gera það sem þeir voru að láta okkur gera í rauninni. Hörður kom okkur í gang með þessum þremur þristum í byrjun [seinni hálfleiks] og það small í okkur einhver gír eftir það,“ svaraði Valur, aðspurður út í það hvernig Keflvíkingar unnu bug á varnarleik KR. Keflavík er eins og áður sagði komnir í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Valur vildi ekki gefa upp hverjir óskamótherjar hans væru í átta liða úrslitum ólíkt þjálfara hans, Hjalta Þór, sem vildi fá að mæta Njarðvíkingum. „Það er erfitt að segja. Maður hugsar aldrei út í það, maður biður helst um heimaleik, því það er svona það eina sem skiptir máli,“ sagði Valur Orri Valsson að lokum. Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF KR
Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil. Leikurinn var mjög jafn í byrjun en gestirnir úr Vesturbæ voru þó einu skrefi á undan í upphafi. Eftir að Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, jafnaði leikinn í 10-10 um miðbik fyrsta leikhluta þá tóku KR-ingar öll völd á leiknum. Vörnin þeirra hélt vel og á sama tíma fóru nánast öll skot KR ofan í körfuna hinu megin. KR komst í 10 stiga forystu í stöðunni 12-22, eftir þriggja stiga körfu frá Birni Kristjáns. Keflvíkingar ná þá smá áhlaupi og minnkuðu muninn niður í sex stig áður en að KR svaraði um hæl og unnu fyrsta leikhlutan sannfærandi með 11 stigum, 22-33. Sókn heimamanna lagaðist aðeins í öðrum leikhluta en KR héldu að sama hætti áfram að hitta vel en munurinn á milli liðana sveiflaðist frá 8 til 15 stiga forskoti KR í vil, nánast allan annan fjórðunginn en Keflvíkingar kláruðu þó leikhlutan betur. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum í stöðunni 39-54 þá settu heimamenn í fluggír og skoruðu næstu 9 stig og minnkuðu muninn niður í 6 stig áður en liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, í stöðunni 48-54. Keflavík hóf þriðja leikhluta á svipaðan hátt og þeir kláruðu þann annan með 9-2 kafla og var það að mestu leyti Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavíkur, að þakka. Hörður setti þrjá þrista niður fyrir Keflavík og heimamenn skyndilega komnir í forystu, 57-56, þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður en það var í fyrsta skipti sem Keflavík komst yfir frá upphafsmínútum leiksins. Keflvíkingar héldu í þessa forystu þangað til Shawn Glover jafnaði leikinn í 63-63. Gestirnir voru betri á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að lokum að vera einu stigi yfir áður en honum lauk, 65-66. Keflavík vann þriðja leikhlutan 17-12 og fyrir þann fjórða virtust þeir vera komnir í réttan gír. KR komst hélt þó forustunni þangað til að Dani Koljanin fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Jaka Brodnik er sendur á vítalínuna með fjögur vítaskot sem hann setur öll niður til að minnka muninn í eitt stig, 71-72, CJ Burks setti svo niður næstu tvö stig leiksins fyrir Keflavík. Næstu mínúturnar var leikurinn frekar jafn og skiptust liðin á því að ná litlu forskoti á hvort annað. Milka jafnar leikinn í 77-77 þegar tæpar fimm mínútur lifðu eftir leiks og eftir það var ekki aftur snúið fyrir heimamenn. KR-ingar fóru í erfið skot sem fóru ekki niður á meðan að Keflvíkingar léku á alls oddi með háværum stuðningi heimamanna í stúkunni. Keflavík fann þá lausn á varnarleik KR og settu alls niður 7 stig á móti engu frá gestunum og unnu þennan spennandi leik að lokum, 84-77. Af hverju vann Keflavík? Leikurinn var jafn og fremur sveiflukenndur lengst af. Frábær seinni hálfleikur hjá Keflavík bæði sóknar og varnarlega var þó til þess að þeir sigu fram úr. Keflavík tók alls 12 fráköstum meira en KR, 45-33, sem er kannski þetta litla lykilatriði sem skiptir máli, því þá ná þeir taka fleiri skot en gestirnir og vinna að lokum með sjö stigum. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks var fremstur meðal jafningja hjá Keflavík með 19 stig og sex fráköst sem gerðu alls 21 framlagspunkta. Milka var einnig öflugur með jafn mörg stig og 12 fráköst. 20 framlagspunktar hjá Milka. Í liði KR var Tóti Túrbó flottur en hann náði oft á köflum að sprengja upp vörn Keflavíkur. Tóti endaði leikinn með 13 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar sem gerðu alls 18 framlagspunkta. Hvað gerist næst? KR-ingar eru því miður úr leik en Keflavík fer áfram í átta liða úrslit, en dregið verður í hádeginu á morgun. „Það er erfitt að eiga við Okeke og Milka“ Björn Kristjánsson, leikmaður KR.Vísir/Bára Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var svekktur með úrslitin í kvöld, sérstaklega eftir öflugan fyrri hálfleik hjá Vesturbæingum. „Þetta er súrt því mér fannst eins og við værum með þetta. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og við vissum að þeir myndu koma út sterkir í þriðja leikhluta. Mér fannst við höndla áhlaupið þeirra ágætlega, við vorum yfir þegar við fórum inn í fjórða leikhlutann. Svo bara stigu þeir upp í lokin á meðan við klikkuðum á einhverjum skotum og þeir bara gerðu vel og kláruðu þetta,“ sagði Bjössi í viðtali við Vísi eftir leik. Það var smá munur á leik KR í fyrri og síðari hálfleik, miðað við hvað KR-ingar voru góðir í fyrri hálfleik þá voru þeir ekki nógu góðir í seinni hálfleik. Bjössi telur að léleg skotnýting hafi þar skipt sköpum. „Mér fannst sóknin hjá okkur ekki vera nógu góð [í síðari hálfleik]. Við vorum ekki að taka nógu góð skot og þá náðu þeir að hlaupa á okkur og fá auðveldar körfur. Svo eru það sóknarfráköstin en það er erfitt að eiga við Okeke og Milka, þeir náðu nokkrum stórum boltum á þessum tímapunkti. Jaka fékk líka fjögur víti og setti þau öll til að minnka muninn í eitt stig, það eru nokkur atriði þarna sem skipta sköpum en ég get ekki sett þetta á eitthvað eitt ákveðið atriði. Þeir voru bara harðari en við og það kláraði þetta.“ Bjössa fannst ekki auðvelt að reyna að telja upp eitthvað sem hann var ánægður með svona stuttu eftir tapleik en gat þó minnst á eitthvað. „Það er erfitt að finna eitthvað jákvætt eftir tapleik. Mér finnst samt eins og við séum að bæta okkur með hverjum leik, við erum hægt og rólega að finna okkar einkenni og mér finnst eins og það sé stígandi í þessu. Við töpuðum á móti Grindavík en vinnum svo Njarðvík frekar sannfærandi og erum svo aftur alveg í leik við Keflavík, þetta eru svona þrjú bestu liðin, allavegana í byrjun móts. Ég er ánægður með ákveðnar framfarir í hverjum leik,“ svaraði Bjössi, aðspurður út í jákvæða hluti sem hann gæti tekið til úr þessum leik. Bjössi er þekktur fyrir að vera góð skytta en hann setti aðeins tvö af sjö þriggja stiga skotum sínum í kvöld. Þær sex tveggja stiga körfur sem hann setti voru þó flestar við þriggja stiga línuna sem gerðu það að verkum að Bjössi var alls með 14 stig í kvöld en hann telur sig þó eiga nóg inni. „Klárlega. Það voru nokkur skot sem hefðu mátt detta og þau munu gera það,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR. „Við vorum hörmulegir í fyrri hálfleik“ Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur.vísir/vilhelm Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, var sáttur við sigurinn í kvöld en hann telur að síðari hálfleikurinn hafi skipt sköpum fyrir Keflvíkinga. „Það var geggjaður seinni hálfleikur, flott vörn og góð sókn er það sem skóp þetta í kvöld því við vorum hörmulegir í fyrri hálfleik,“ sagði Valur í viðtali við Vísi eftir leik. Leitast var eftir svörum frá Val um hvað breyttist á milli hálfleikja hjá Keflvíkingum en að hans mati var það samstaðan í síðari hálfleik, gegn andleysi í fyrri hálfleik sem skipti höfuðmáli. „Menn girða sig í brók, fara að spila almennilega og gera þetta saman. Andleysi í fyrri hálfleik var skelfilegt. Það er bara það sama og var í þessum Blika leik um daginn, bara andleysi og hausinn var niðri í staðinn fyrir að hafa hann uppi og gera þetta skemmtilegt og gera þetta saman.“ KR-ingar spiluðu á löngum köflum flottan varnarleik gegn Keflvíkingum áður en heimamenn finna lausnir og ná þannig að sigla inn sigrinum. „Við fórum að fara meira inn í og aftur út [e. in and out]. Við vorum að flýta okkur aðeins of mikið í fyrri hálfleik en þá vorum við að gera það sem þeir voru að láta okkur gera í rauninni. Hörður kom okkur í gang með þessum þremur þristum í byrjun [seinni hálfleiks] og það small í okkur einhver gír eftir það,“ svaraði Valur, aðspurður út í það hvernig Keflvíkingar unnu bug á varnarleik KR. Keflavík er eins og áður sagði komnir í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Valur vildi ekki gefa upp hverjir óskamótherjar hans væru í átta liða úrslitum ólíkt þjálfara hans, Hjalta Þór, sem vildi fá að mæta Njarðvíkingum. „Það er erfitt að segja. Maður hugsar aldrei út í það, maður biður helst um heimaleik, því það er svona það eina sem skiptir máli,“ sagði Valur Orri Valsson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti