Frestaði aðalmeðferð í máli Zuism fram í febrúar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 17:56 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, í Héraðsdómi Reykjavíkur á fyrri stigum málsins. Fyrir aftan hann er Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði aðalmeðferð í máli á hendur forsvarsmönnum trúfélagsins Zuism fram í febrúar í dag. Tveir bræður sem stýrðu félaginu eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa. Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa.
Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira